Nei Árni, nú þarf nýtt fólk

Það er ekki nóg að "velja rétt" ef allt sem er í boði er rotið og spillt.  Þessi sífelldi söngur stjórnmálamanna um að hrunið hér á landi sé smæð okkar og erlendir hugmyndafræði að kenna og allt falli í ljúfa löð ef við bara veljum rétt er lýðskrum af verstu gerð.

Það mun aldrei nást sátt og samkomulag hjá þjóðinni eða heilbrigð endurreisn fyrr en stjórnmálamenn fara að viðurkenna sinn mannlega þátt í hruninu.  Þeirra sofandaháttur, vanþekking, reynsluleysi og skortur á siðferðisþreki er hluti af því kerfi sem brást og verður ekki sópað undir teppið.

Hvorki einangrun landsins eða EB aðild mun bæta þessa þætti, aðeins þyrla ryki í augun á fólki, en kannski var það alltaf ætlun stjórnmálamanna, þeir hugsa jú aldrei lengra en til næsta prófkjörs!

Og þar liggur vandinn, á meðan kjósendur sjá ekki annað fólk en sem því er sagt að kjósa verða breytingar hægar og erfiðar.

 


mbl.is „Nú þarf að velja rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.......sofandaháttur, vanþekking, reynsluleysi og skortur á siðferðisþreki. Þetta er lýsing Andra Geirs á íslenskum stjórnmálamönnum. Hún gæti varla verið verri, en samt er hún rétt.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Sjálfsagt til í því, en þetta skeði líka í oðrum löndum, gleymum því ekki, og eitt hvað hefur það með málið að gera að hér var rekinn nánast hömlulaus nýfrjálhyggja nánast eins og trúrbrögð og útrásar víkingarnir þurftu aðeins að biðja um þá fengu þeir það sem þeir vildu. Breytingar á lögum og reglum alveg eftir þeirra höfði og sára lítið eftirlit en það ver nú í Bretlandi líka og ekki allt of gott í Hollandi.

Guðmundur Ingólfsson, 8.10.2009 kl. 18:00

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Hugsum lengra aftur. Hvenær hefur hagstjórn lýðveldisins Íslands verið í lagi? Mín niðurstaða er að það hafi nær alltaf verið spillt og rotið. Nægir að nefna hermang, helmingaskipti, vensl, kvótaúthlutun í sjávarútvegi og landbúnaði og fram á síðustu ár trúar(brögð) á sauðkindina og þorsk.

Ingimundur Bergmann, 8.10.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er dapurleg lýsing hjá þér Andri á stöðu mála. Sem og hjá ykkur þrem sem hafa skrifað hér athugasemdir.

Allir erum við sammála. Svona er þetta og hefur verið lengi.

Eina lausnin sem ég hef sé að þessu er að ganga í ESB og fá lögin þeirra, reglugerðir, dómstóla, eftirlitsstofnanir, seðlabanka, gjaldeyrir, hervernd, alþjóðalögreglu, aðgang að styrkjum og háskólum, tollfrjálsan aðgang með fullunnar fiskafurðir og siðast en ekki síst  sæti við hlið annarra lýðfrjálsra landa Evrópu.

Í mínum huga er þetta eina leiðin til að við að breyta þessu samfélagi.

Höldum við áfram að standa fyrir utan ESB þá verður staða mála hér eftir aldarfjórðung verri en hún er nú. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.10.2009 kl. 00:46

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Friðrik hefur mikið til síns máls.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.10.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband