Ríkisstjórnin að missa tökin

Nýjasta útspil forsætisráðherra að veifa skýrslum Seðlabankans og Viðskiptaráðuneytisins um hætturnar sem felast í óleystu Icesave mun varla breyta miklu í þeim skurðgrafahugsunarhætti sem hefur grafið um sig í þjóðfélaginu um þetta Icesave mál. Bæði Seðlabankinn og ráðuneytin eru rúin trausti.

Þetta verður afgreitt sem "úlfur, úlfur" af andstæðingum stjórnarinnar.  Allt er afgreitt sem hræðsluáróður, sem vekur upp spurningar um hversu mikið þarf ástandið að versna áður en stjórnarandstaðan fer að hlusta á hagfræðirök og koma með raunhæfa efnahagstillögur.  

Greinilegt er að 23. október er örlagadagur fyrir Íslendinga.  Ef ekkert semst munu útlendingar draga þá ályktun að hér ríki stjórnarkreppa og að þjóðin sé klofin og geti ekki komið sér saman um eitt eða neitt.  Við frestum vandamálum og rífumst en leysum engin vandamál sjálf.  Við viljum helsta að útlendingar vinni okkar skítverk og þrífi upp eftir okkur.

Margir halda að best sé bara að láta reyna á þetta Icesave fyrir dómsólum og að Bretar og Hollendingar munu tapa því máli fyrir íslenskum dómstóli.  Auðvita munu útlendingar tapa pólitísku máli fyrir íslenskum dómstól, það er eins öruggt og að sólin rísi upp í austri.  En jafngildir það sigri fyrir Íslendinga?  Hver er skilgreining á sigri hér?  Er nóg að sigra orrustuna en tapa stríðinu?

Á hvaða leið eru við?  Er Icesave upphaf og endir alls?  Hvers konar þjóðfélag eru við að byggja upp hér.  Hver eru gildin og stefnan?  Vísa stjórnmálaflokkarnir vegin?

Samfylkingin hefur stefnu sem byggir á EB aðild en vantar leiðtoga

VG eru klofnir en hafa sterka leiðtoga, kannski of marga

Sjálfstæðisflokkurinn virðist hvorki hafa stefnu né sterkan leiðtoga

Framsókn byggir á lýðskrumi og skæruhernaði

Hreyfingin logar í innanhúsdeilum og átökum

Svo halda menn, að það að hræra þetta saman í eina þjóðstjórn muni leysa málin! Nei, við erum þjóð í fjötrum eigin stjórnmálamanna.  Það er okkar kross að bera.

  

 

 


mbl.is Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisstjórnin er ekki að missa tökin. Því miður eru Vinstri Grænir að missa tökin á ríkisstjórnarsamstarfinu. Hverslu lengi þeir ná að halda sér saman veit ég ekki, en ég reikna fastlega með því að niðurstaða fáist í málið eftir að ný lög um Icesave taka gildi. Þá lög sem leysa það vandamál í eitt skipti fyrir öll.

Það er nauðsynlegt að athuga þá staðreynd að Icesave hefur verið notað til þess að ná höggi á ríkisstjórnina. Sérstaklega þó Vinstri Græna sem hafa verið klofnir í afstöðu sinni til málsins, og hafa í raun keypt málflutning andstæðinga Icesave hráan og óskoðaðan, og gert sig að fíflum í leiðinni.

Icesave hefur einnig verið notað til þess að ná fram höggi á ESB umræðuna á Íslandi. Þó svo að staðreynd sé að ESB sem samband er al-saklaust af Icesave málinu og kemur það ekkert við, nema fyrir utan reglugerðar hlutverk þess. Það hlutverk er hinsvegar það sama gagnvart öllum öðrum aðildarríkjum ESB og EES.

Það eru og verða afleiðingar af seinkun Icesave málsins. Þær eru nú þegar farnar að koma fram, því miður fyrir íslenska þjóð. Evran er farin að nálgast 185 kr.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Get ekki verið annað en sammála þessu.

Við komum ekki til með að vinna nein dómsmál sem verða rekin annars staðar en hér. Til þess er búið að gera of mörg mistök, td trygging allra innistæðna Íslendinga.

Ellert Júlíusson, 9.10.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef ekkert semst munu útlendingar draga þá ályktun að hér ríki stjórnarkreppa og að þjóðin sé klofin og geti ekki komið sér saman um eitt eða neitt.

Draga þá ályktun?!!  Það er stjórnarkreppa og þjóðin er klofin. Það þjónar engum tilgangi að reyna að fela það. Enda nota þú ekki spurningarmerki í fyrirsögninni, réttilega.

Haraldur Hansson, 9.10.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Upprétti Apinn

Það mun ekkert breytast þangað til menn verða látnir sæta ábyrgðar. Bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar. Hvernig er hægt að taka mark á þjóð sem reynir að fá útlendinga til að bjarga sér, en tekur ENGA ábrygð sjálf.

Peningaleg ábyrgð er hér bein tengd siðferðislegri ábyrgð í þessu. Ég er nánast viss um að ef allir fyrrum ráðherrar í síðustu tveim ríkisstjórnum yrðu reknir úr stjórnmálum, og útrásarvíkingarnir með tölu stæðu nú fyrir framan dómara sem treystandi væri á. Þá tækju Bretar og Hollendingar öðruvísi á málinu.

Hvernig heldur þú að viðmótið sé hjá Bretum og Hollendingum þegar þeir sitja og semja við Forsætisráðherra sem sat áður sem ráðherra í ríkisstjórn sem studdi með beinum og óbeinum hætti þjófa í að ræna saklaust fólk aleigunni? Trúverðugleikinn er enginn, hvorki innlendis né erlendis.

Upprétti Apinn, 19.10.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband