Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landsvirkjun og OR: 17 punktar jafngilda 1 ma kr.

Landsvirkjun og OR eru skulduð fyrirtæki, það er alveg á hreinu.  Samanlagt skulda þessi 2 orkufyrirtæki um 600 ma kr eða sem samsvarar 43% af landsframleiðslu.

Ef þessi fyrirtæki væru seld fengist kannski um 230 ma kr fyrir þau bæði.  Þeir sem keyptu væru að taka ansi mikinn skuldabagga á sig en ef kaupendur hafa betra lánstraust en Ísland þá er endurfjármögnun ansi arðbær.  Hver 17 punkta lækkun á vöxtum (100 punktar - 1%) jafngildir 1 ma kr. í lægri vaxtakostnað.

Þessi staðreynd segir okkur að erlendir aðilar eru í miklu betri aðstöðu til að kaupa Landsvirkjun en íslenskir lífeyrissjóðir.  Hversu lengi getum við dregið þennan skuldabakka á eftir okkur svo við getum sagt að við "eigum" þessi fyrirtæki?  Kemur ekki að þeim tímapunkti að heilbrigðisþjónusta verður mikilvægari en eignarhald á OR og LV.   Hvað þá?


mbl.is Landsvirkjun ekki föl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk atvinnustefna

Hvergi í hinum vestræna heimi er atvinnuuppbygging jafn pólitísk og hér.  Allt gengur út á rifrildi og sundurþykku, hvort þessi eða hin atvinnugreini sé þessum eða hinum flokknum þóknanleg osfrv.

Hvernig á svona vitleysisgangur að skapa atvinnutækifæri, hækka laun og slá á atvinnuleysið?

Það er kominn tími til að bæta andrúmsloftið og agann á leiksólanum við Austurvöll.

Ætli Árni Páll hafi tekið Hugo Chavez forseta Venesúela sér til fyrirmyndar.  Fræg er heimsókn Chavez á Hilton hótelið á eyjunni Margarita fyrir utan strönd Venesúela.  Hótelið setti ríkisstjórn Chavez skilyrði vegna ráðstefnu sem stjórnvöld ætluðu að halda þar.  Svo móðgaður varð Chavez að hann þjóðnýtti hótelið umsvifalaust. 


mbl.is Gagnrýna félagsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun til sölu - verð kr. 190 ma!

Nú heyrist að lífeyrissjóðirnir eigi að kaupa Landsvirkjun.  Er þetta skynsamlegt?  Koma nýir eigendur inn með sérþekkingu og fjármagn til að byggja upp fyrirtækið?  Er hagur sjóðsfélaga best borgið með svona fjárfestingu.  Hver er fórnarkostnaðurinn og áhættan?

Af hverju ekki að setja Landsvirkjun á almennan markað og leyfa erlendum orkufyrirtækjum að koma hingað til lands með sérþekkingu, fjármagn og betra lánstraust?  Aðeins með lækkuðum fjármagnskostnaði er hægt að bæta arðsemi Landsvirkjunar og þar með hækka skattstofninn. 

Þegar ég skrifaði um Landsvirkjun í maí á þessu ári skaut ég á verðmat upp á 190 ma. kr.  Gaman væri að heyra verðhugmyndir seljanda og kaupanda nú.


Hárfínir útúrsnúningar í klassískum stíl

Það verður ekki annað sagt að yfirlýsing lögmanns Kristins ehf. sé í klassískum stíl. 

Er hann að gefa í skyn að þáttur félagsins sé eðlilegur en annað gildi um þá einstaklinga sem þar komu að?

Það sem er þó athyglisverðast við þetta eru dagsetningarnar og sölutrygging Glitnis á þessum bréfum.

Það getur varla talist tilviljun að þessi bréf komast á söludag degi áður en bankinn lokar?

Stjórn bankans hefur líklega haft svolítið um það að segja hvenær var leitað til Seðlabankastjóra um hjálp.  Var það dregið svo hægt væri að losa um þessi bréf? Eða varð töf annars staðar?

Hvaða tryggingar lágu á bak við þessa sölu?  Hver keypti bréfin sem voru seld þarna á síðasta degi?  Hvaða vitneskju hafði kaupandinn um stöðu Glitnis?  Var það kannski Glitnir sjálfur sem keypti bréfin?  

Það getur vel verið að hinn lagalegi þáttur Kristins ehf. sem félags sé eðlilegur en þá er kastljósinu beint að öðrum, hverjum?

Þessi frétt veltir upp tuga spurninga sem því miður íslenskir blaðamenn þora ekki fyrir sitt litla líf að hrófla við.  Við verðum að bíða eftir rannsókn Evu og saksóknara.


mbl.is Segir þátt Kristins ehf. vera eðlilegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisbrestir og spilling á æðstu stöðum

Þegar æðstu stjórnendur banka fara að samþykkja lán til sín án tryggra veða vakna spurningar um hæfni og siðferði þeirra sem standa í brúnni, sem eiga sér varla hliðstæður í sögunni. 

Hvað margir þeirra sem fengu svona lán eru enn að störfum í bönkunum og sinna þar ábyrgðarstöðum?

Hverjir samþykktu þessar lántökur?  Líklega er það stjórn bankanna, en var hún þá að gæta hagsmuna hluthafa?  Hvaða ábyrgð bera þeir einstaklingar sem sátu í stjórn bankanna og samþykktu svona lántökur?

13 mánuðum eftir hrun hefur saksóknari ekki komið fram með eina einustu kæru?  Hvers vegna?

Svo er stórkostlegt hvernig mogginn heldur á spilum hér og skammtar fréttir,  Bjarna má fórna en Baldri og Guðbjörgu verður að bjarga.  Þögn stjórnvalda er einnig athyglisverð.  Lengi getur vont versnað.

 


mbl.is Fékk 1,75 milljarða án ábyrgða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntamálaráðherra á milli steins og sleggju

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að staða Baldurs Guðlaugssonar sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu verði skoðuð eftir helgina í ljósi fregna um að sala hans á hlutabréfum í Landsbanka Íslands rétt fyrir bankahrunið í fyrrahaust sæti nú rannsókn sérstaks saksóknara.

Þetta sagði Katrín fyrir um viku síðan.  Greinilegt er að hún er í miklum vanda, en hvers vegna?

Eiga ráðuneytisstjórar ekki að vera yfir allan grun hafnir og um leið og mál þeirra eru send til FME hvað þá saksóknara er ekki eðlilegt að þeir víki úr starfi á meðan rannsókn standi?

Steingrímur sagði einu sinni að við ættum að fara að haga okkur eins og best gerist á hinum Norðurlöndunum.  Á þetta ekki við æðstu embættismenn ríkisins?  Gilda aðrar og rýmri reglur um þá?

Hitt sem er svo líka óskiljanlegt er hvers vegna Baldur segir ekki af sér.  Það er hefð í öllum okkar nágrannaríkjum að um leið og ráðuneytisstjórar missa traust sinna ráðherra þá segja þeir af sér.  Skiptir þá engu hvort sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir dómstóli, í raun kemur afsögn alltaf áður en mál þeirra lenda á borði saksóknara.  Á Íslandi er hins vegar engin siðferðishefð í svona málum eins og erlendis.

Ef Katrín tekur ekki ákvörðun í þessari viku (þ.e. í dag) mun staða hennar veikjast sem ráðherra.  Hverra hagsmuna er verið að gæta hér?  


Morgunblaðið keypt fyrir innherjafé?

Embætti sérstaks saksóknara hefur borist kæra frá Fjármálaeftirlitinu vegna viðskipta Guðbjargar Matthíasdóttur í Glitni nokkrum daginn fyrir þjóðnýtingu bankans. Guðbjörg er aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og stærsti einstaki eigandinn í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Þessi frétt birtist á Pressunni í dag.  

Nú er Morgunblaðið komið í krappan sjó og eins gott að hafa sjóaðan mann eins og Davíð í brúnni.

Í kjölfar svona fréttar vakna stórar spurningar um siðferði og dómgreind þeirra sem keyptu og reka Morgunblaðið að ekki sé talað um skilanefndarmenn sem fórum með blaðið í útboð og völdu þessa kaupendur.  

Er ekki kominn tími til að opinber rannsókn fari fram á hæfni og aðferðum skilanefndarmanna?

Þetta mál verður örugglega þaggað niður, það eru allt of miklir hagsmunir í húfi fyrir valdaelítu landsins.

 


Krakkar mínir komið þið sæl...

„Krakkar mínir, eigum við ekki bara að vera róleg," sagði Steingrímur þegar þingmenn gerðust háværir í salnum.

Þarf einhver fleiri orð um okkar ástkæru Alþingiskrakka á leikskólanum við Austurvöll?


mbl.is Þung orð falla um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur og Eva

Mál Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra er allt hið undarlegasta.  Að mörgu leyti er það mjög einfalt, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu átti hlutabréf í Landsbankanum, fór á fund í London um stöðu bankanna og seldi bréfin þegar hann kom heim rúmri viku áður en bankinn fellur.

Í okkar nágrannalöndum hefði ekki tekið yfir eitt ár að rannsaka svona mál og komast að niðurstöðu.  Yfirgnæfandi líkur eru á að erlendis hefði þetta verið hrein innherjaviðskipti. 

Í fyrsta lagi á ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu ekki að eiga hlutabréf í bönkum og ef svo ólíklega vill til að hann hafi átt bréfin áður en hann tekur við stöðunni á hann annað hvort að selja þau strax eða láta þau í umsjón þriðja aðila.  Undir engum kringumstæðum á ráðuneytisstjóri að geta selt hlutabréf á nokkrum tíma hvað þá viðkvæmum tíma nema með skriflegu leyfi ráðherra og siðanefndar.

Mér finnst langlíklegast að Eva Joly hafi komist í þetta mál og séð strax að hér var um jarðsprengju að ræða sem gæti skaðað hennar orðstír og sett hennar rannsókn í uppnám.  Í augum útlendinga virðist mál Baldurs mjög einfalt og augljóst.  Ef svona mál fer ekki fyrir saksóknara, hvaða von er að flóknari mál komist inn á hans borð?

Hins vegar, ef Evu tekst að fá Baldur kærðan fyrir innherjaviðskipti stendur hún með pálmann í höndunum og hefur tekist að koma höggi á efsta lag íslenskra valdaelítu sem hingað til hefur verið ósnertanleg.  Eftirleikurinn verður þá auðveldari.

 


Breyttar forsendur með EB aðildarumsókn

Það er rétt hjá Lilju að endursemja þarf AGS prógrammið vegna breyttra aðstæðna og nýrra upplýsinga.  En það sem hún gleymir er EB aðildarumsókn Íslands sem er ein mesta breytingin frá því upprunalegur samningur var gerður.

Ekki er nóg að biðja AGS að leiða okkur út úr skuldafeninu eins og Lilja nefnir heldur þurfum við líka á hjálp Evrópska Seðlabankans að halda til að styrkja við krónuna og auka á trúverðugleika hennar.  Við erum jú eiginlega Seðlabankalaus í augnablikinu.


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband