Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að greiða niður skuldir alltaf besta og öruggasta fjárfestingin

Fjármálalæsi og stærðfræði hafa aldrei verið hátt skrifuð á Íslandi og það kemur mörgum núna í koll.

Hér eru þrjár einfaldar reglur sem eru byggðar á reynslu frá kreppunni 1929 sem enn eru í fullu gildi en þykja ansi gamaldags:

1. Að greiða niður skuldir er alltaf besta og öruggasta fjárfestingin

2. Aðeins skuldlausir einstaklingar eiga að fjárfesta í hlutabréfum og aðeins ef þeir gera sér grein fyrir að hlutabréf geta tapast.

3. Skuldir mega aldrei fara yfir 2.5x brúttó heimilistekjur.


mbl.is Samfélag óvilhallt skuldurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tapa máli í niðurlægingu til þess eins að kaupa sér upplýsingar?

Á visir.is er að finna þennan skilanefnda-gullmola:

Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. hjá skilanefnd Kaupþings segir að eitt af megin markmiðum þess að farið var í mál við bresk stjórnvöld vegna yfirtökunnar á Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi var að upplýsa almenning og rannsóknaraðila um hvað í rauninni gerðist.

Hvað ætli FT hafi að segja um aðferðir skilanefndar Kaupþings, jú:

In a stinging judgment, the High Court dismissed the complaint brought by Kaupthing  bank as having “an air of artificiality and unreality” to it.

Hver eru svo þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi?  Hvað kostaði þessi "upplýsingaleit"?  Ekki eitt orð um það!

Ef einhver var í vafa um hæfni skilanefnda þá er hér komin ein kostulegasta sönnun þess að ekki er allt með felldu á þeim bæ.

 

 


Björn og Egill

Björn skipaði Ólaf Hauksson sem sérstakan saksóknara og var svo rausnarlegur að láta hann fá skiptimynt í rekstrarfé.

Egill kom með Evu Joly sem fékk meira fjármagn og kom á samböndum við SFO og aðra.

Látum verkin tala.  Látum þjóðina dæma en ekki þá sem stóðu dómsvaktina í hruninu.

Auðvita er Egill ekki yfir gagnrýni hafin, en sú gagnrýni missir allan mátt þegar hún er ekki faglega sett fram með skýrum dæmum og tölfræði af óháðum aðila.

Aðferðir Björns og Davíðsmanna almennt eru fengnar beint frá þeim alræmda ráðgjafa Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, Karl Rove.  

Í stuttu máli ganga þær út á að svara allri gagnrýni með persónulegum árásum.  Útpælt persónulegt skítkast er þeirra aðalsmerki.  Það sem er svo hættulegt, er að þetta svínvirkar.


mbl.is Björn og Egill elda grátt silfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var íslenska kauphöllin sjónhverfing?

Það líður varla sú vika að ekki fréttist af enn einu "gjaldþrotamáli" eignarhaldsfélags sem hafði þann eins starfsvetfang að kaupa hlutabréf með lánum sem "tekin" voru með veði í bréfunum.

Nýjast dæmið er: 

Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu, að því er Vísir greinir frá.

En hvað liggur hér að baki?  Var það eðlileg kauphallarstarfsemi að stór hluti veltu var fjármagnaður með lánum frá þremur bönkum sem allir höfðu síðan tengsl við nær öll félögin í kauphöllinni?

Öll umræðan er um hina svo kölluðu fjárfesta sem keyptu bréfin og töpuðu öllu. En er það svo?

Hver seldi þeim bréfin, hver sat hinum megin við borðið?  Hvaða tengsl höfðu seljendur við kaupendur og lánveitenda?  Voru þetta sömu einstaklingar sem gátu falið sig á bak við eignarhaldsfélög öll með mismunandi kennitölur? Hvaða þóknun var greidd við kaup og sölu og hvert rann hún?

Það er æ betur að koma í ljós að eina aðferðin til að losa stórar hlutabréfastöður var að selja skuldabréf og lána til leppa sem síðan keyptu bréfin.  Þetta var ekkert annað en sjónhverfing þar sem verðlitlum hlutabréfum var breytt í skuldabréf til að losa fé og halda upp sýndarverði á kauphallarvísitölunni. 

Það sem umheimurinn mun vilja vita er hvort þetta var "löglegt" samkvæmd íslenskum lögum?  Ári eftir hrun hefur ekki ein einasta kæra verið birt, það segir meira en margt.

 


Í mál við björgunarmenn!

Vitleysan á Íslandi ríður ekki við einteyming.  Málsókn Kaupþings á hendur breska fjármálaeftirlitsins opinberar þá algjöru ringulreið, vanhæfni og siðblindu sem ríkir hér á landi.

Hér er enn eitt dæmið þar sem skotið er föstum skotum á björgunarmenn og reynt að skella skuldinni á þá.   Á meðan ganga þeir sem kveiktu í húsinu lausir og er leyft að hneykslast á björgunaraðgerðum og þeim sem þar koma að.

Það virðist nokkuð ljóst að aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins komu í veg fyrir að innlánsreikningar Kaupþings yrðu að öðru "Icesave" fyrir íslenska skattgreiðendur.

Spurningin vaknar:  Hvað aðhafðist FEM á þessum tíma, stjórnvöld og Seðlabankinn? Hvaða einstaklingar á Íslandi stóðu fyrir þessari málsókn?  Vanhæfar skilanefndir, enn einn ganginn?

Málsókn á hendur stjórnar Kaupþings verður nú vart umflúin eftir þetta fíaskó.

Erlendir aðilar munu fylgjast grannt með næsta útspili Íslendinga. 

 


mbl.is Mál Kaupþings óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun teflir á tæpasta vað með fjármögnun

Í miðum maí á þessu ári skrifaði ég blogg um fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og bar hana saman við sænska raforkufyrirtækið Vattenfall og komst að eftirfarandi niðurstöðu:

 ----

Margt hefur verið skrifað um Landsvirkjun og framtíð þess fyrirtækis og sýnist sitt hverjum.  Því miður virðast margir ekki sjá skóginn fyrir trjánum og enda of í flóknum útreikningum sem missa marks.  Hins vegar er staðan alvarleg og gott er að setja hana í erlent samhengi.

Það sem útlendingar hafa áhyggjur af er lausafjárstaða Landsvirkjunar og skuldastaða íslenska ríkisins.  Getur Landsvirkjun staðið undir vaxtakostnaði, endurfjármagnað sig og sett fram meiri tryggingar ef þess er óskað?  Þetta er það sem erlendir greiningaraðilar spyrja sig?

Til að gefa lesendum örlitla innsýn í vandann er gott að hafa viðmiðun.  Notum Vattenfall, einn stærsta raforkuframleiðanda á Norðurlöndunum, sem rekur margar virkjanir í Svíþjóð og víðar.

Lítum á hugtak sem er kallað "interest coverage =  EBITADA/interest expense" og er hlutfall á milli rekstrartekna án fyrninga og vaxtakostnaðar.  Því hærri sem þessi tala er því öruggari geta fjárfestar verið að þeir fái borgað af lánum sínum.  Þegar þessi tala nálgast 1 fara þessar rekstrartekjur allar í vexti.  Lánastofnanir vilja að þessi tala sé há og oft er sett í lánasamninga að ef þetta hlutfall fellur niður fyrir umsamda viðmiðun þurfi lántakandi að setja fram meiri tryggingar.

Það þykir gott ef þessi tala er stærri en 3.5 og er það lágmarksviðmiðun t.d. hjá Vattenfall. Ef við kíkjum á nýjustu árskýrslur (2008) hjá Landsvirkjun og Vattenfall kemur í ljós að þetta hlutfall er:

  • Landsvirkjun  1.4
  • Vattenfall     4.7

Þessar tölur segja mikið um getu Landsvirkjunar til að standa undir lánagreiðslum, samanborið við sambærileg fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum.  Það má ekki mikið fara úrskeiðis hjá Landsvirkjun bæði hvað varðar tekjur eða vaxtakjör til að illa fari. 


mbl.is Tekist á um Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... en hvað með ársreikninga Haga?

Hvernig geta bankar gengið frá endurfjármögnun Haga án þess að ársreikningar séu lagðir fram?  Hver fjármagnaði þessa greiðslu á skuldabréfaflokki Haga?  

Halda menn að það sé einhver tilviljun að Exista og Hagar birti uppgjör og fjármálafréttir á sama degi og skrifað er undir Icesave?

Allt er þetta útspekúlerað og lyktar illa.

 


mbl.is Endurfjármögnun Haga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Exista: ríki í ríkinu

Afkoma Exista er hreint ótrúleg þegar maður fer að rýna í uppgjörið í ensku útgáfunni sem er upp á 45 blaðsíður en íslenska útgáfan er 7 blaðsíður.

Tap félagsins er 1,618 ma evrur eða 206 ma kr (gengi 127 kr. evran) eða álíka og halli ríkisins á sama tíma!  Það eru ekki mörg einkafyrirtæki sem slá ríkið út í halla eins og Exista.

Skuldir er 2,100 m evra en eigið fé er 200 ma evra.

Útlán Exista sem eru á eindaga nema 836 m evra.  Hver skuldar þetta?

Hagnaður borgaður til Exista af dótturfélögum:  180 m evra eða 33 ma kr á gengi dagsins í dag sem viðskiptavinir dótturfélaga Exista (Síminn, VÍS, Lýsing, Bakkavör t.d.) borga sem "hagnað" þó ég geti ekki séð að þau skili neinum hagnaði?

Launakostnaður Exista er 25 m evra 2008 á móti 29 m evra 2007.  Miðaða við meðalgengi á evrunni 127 kr. 2008 og 88 kr. 2007, kemur ansi athyglisverður hlutur í ljós:

Launakostnaður mældur í kr. hækkaði frá 2,552 m kr. fyrir 2007 upp í 3,175 m kr fyrir árið 2008 eða um 623 m kr. sem gera 24%. (á sama tíma fækkaði starfsmönnum úr 433 í 420 eða um 3% þ.e. meðalmánaðarlaun hækkuðu á milli 2007 og 2008 frá 490,000 kr í  630,000 kr).  Sem sagt, allt bendir til að æðstu stjórnendur innan Exista hafi verið ríkulega verðlaunaðir fyrir þetta tap.  Klassískt, ekki satt.

Maður er farinn að skilja hvers vegna þetta fólk rígheldur í sínar stöður. Hvað eru margir starfsmenn innan Exista sem eru með sinn launasamning í evrum?

 


mbl.is Exista tapaði 206 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfnað verk þá hafið er!

Er Bjarni Ben kominn með annan fótinn í Framsókn eða er hann búinn að gleyma að Árni Matt var fjármálaráðherra Sjálfstæðismanna í síðustu ríkisstjórn?

Vissulega hefur margt farið úrskeiðis í þessari Icesave hreingerningu og hún kostað mikið, en hvort kom fyrst hreingerningin eða skíturinn?

Eini flokkurinn sem virkilega gat farið með þetta Icesavemál fyrir dóm voru Sjálfstæðismenn fyrir um ári síðan.  En það gerðu þeir ekki, heldur lögðu grunninn fyrir samningagerð og römmuðu okkur inn í þá mynd sem við nú stöndum frammi fyrir.

Það er ekki bæði hægt að semja og fara í mál á sama tíma.  Því miður hefur Bjarni fallið í þá freistingu að láta draga sig og flokkinn yfir á framsóknarskútuna þar sem seglum er hagað eftir vindi og atkvæðaveiðar eru settar ofar stefnu.

 

 


mbl.is Niðurstaðan fullkomin uppgjöf og niðurlæging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Much Ado About Nothing"

Bresk og hollensk stjórnvöld geta sagt við sína skattgreiðendur:

Íslendingar munu borga alla upphæðina með vöxtum.

Tíminn skiptir minna máli enda snýst þetta ekki um upphæðir hjá þeim heldur prinsipp og pólitík.

Íslendingar geta sagt við alþjóðasamfélagið:

Við stöndum við okkar orð og borgum.

Og vonandi geta íslensk stjórnvöld sagt við skattgreiðendur:

Nú kemur alþjóðasamfélagið okkur til hjálpar, AGS mun fara í sína endurskoðun og EB mun að öllum líkindum standa undir mestu af Icesave þegar allt kemur til alls, enda munum við fá alls konar styrki bakdyramegin á móti okkar  greiðslum.  

Áður en við förum að borga og þegar við erum komin inn í EB mun nefnd líklega skila áliti þar sem mun koma fram að gölluð EB reglugerð hafi átt þátt í Icesave klúðrinu og þar með verður þessi sjoppureikningur borgaður af EB.  

Við getum því ýtt þessu Icesave til hliðar og hætt að fara af taugum út af þessu. 

Allt bendir til að við munum aldrei borga neitt af þessu.

 


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband