Morgunblaðið keypt fyrir innherjafé?

Embætti sérstaks saksóknara hefur borist kæra frá Fjármálaeftirlitinu vegna viðskipta Guðbjargar Matthíasdóttur í Glitni nokkrum daginn fyrir þjóðnýtingu bankans. Guðbjörg er aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og stærsti einstaki eigandinn í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Þessi frétt birtist á Pressunni í dag.  

Nú er Morgunblaðið komið í krappan sjó og eins gott að hafa sjóaðan mann eins og Davíð í brúnni.

Í kjölfar svona fréttar vakna stórar spurningar um siðferði og dómgreind þeirra sem keyptu og reka Morgunblaðið að ekki sé talað um skilanefndarmenn sem fórum með blaðið í útboð og völdu þessa kaupendur.  

Er ekki kominn tími til að opinber rannsókn fari fram á hæfni og aðferðum skilanefndarmanna?

Þetta mál verður örugglega þaggað niður, það eru allt of miklir hagsmunir í húfi fyrir valdaelítu landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Var þetta á Pressunni?

Maður verður að fara að fylgjast með öðrum vefmiðlum en mbl.is ef maður ætlar að fylgjast með.

Ég veit ekki hvað er að koma fyrir mbl.is, fréttamatið er orðið svo brenglað, stór hluti af því sem er að gerast í samfélaginu, þar af mörg stór mál, þau birtast ekki lengur sem fréttir á mbl.is

Það verður að verða einhver breyting á, annars dettur mbl.is út sem einn aðal netmiðill landsins. 

Ef mbl.is birtir ekki fréttirnar þá fara netverjar yfir á þá vefmiðla þar sem helstu fréttir dagsins eru bitar og lesa þær þar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.10.2009 kl. 19:06

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Að sjálfsögðu fór þessi frétt ekki framhjá árvökulum augum Árvakurs.

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/10/22/sala_a_brefum_i_glitni_rannsokud/

Sigurður Ingi Kjartansson, 22.10.2009 kl. 19:33

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

FME er greinilega að standa sig í að vísa málum sem almenningur er þegar búinn að rétta yfir og dæma í, til séarstaks saksóknara. Ekki berast miklar fréttir af öðrum málum í skoðun hjá FME.  Ef sérstaki saksóknarinn fer nú að ljúka rannsókn og senda eitthvað af þessum augljósu brotum til dómstóla þá væri það sterkur leikur nú þegar lokaafgreiðslan á icesave stendur yfir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Kama Sutra

Ég hef verið að vonast eftir þessari frétt í marga mánuði.

Kama Sutra, 22.10.2009 kl. 19:36

5 identicon

er ekki rétt að bíða eftir því að rannsókn leiði eitthvað í ljós

Einnig að dæma mbl áður en síðan er skoðun..samanber að þeir birtu fréttina.

Örn (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Sævar Helgason

Klárlega fylgjumst við almenningur vandlega með málinu- og eins með honum Baldri Guðlaugssyni,innherja, og afdrifum hans máls...

Sævar Helgason, 22.10.2009 kl. 20:14

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Pressan birti þetta kl 17.10, ég skrifa þetta hér kl. 18.27 og hálftíma síðar birtist þetta á mbl.is kl. 18.58.

Það hefur tekið 13 mánuði að rannsaka þetta og koma þessu máli á þetta stig?  Hvað ætli það taki þá langan tíma að rannsaka flóknari mál?

Mbl.is er alls ekki fyrst með fréttirnar og birtir engar hrunfréttir nema að vera neyddir til þess.  Það hlýtur að vera ömurlegt að vera blaðamaður á mogganum núna.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.10.2009 kl. 20:18

8 identicon

Spái því að það verði fjallað um málið í netheimum, svolítið í Fréttablaðinu, DV og pínu oggulítið í RÚV (speglinum?). Vestmannaeyjar og útgerðarekkja er fyrir mér lið sem fær gjafakvóta og rekur fyrirtæki af hörku, græðir kannski, er heimskt í upprunalegri merkingu upp á vestmanneyskan máta, heimtar jarðgöng til eyja í kreppunni og heldur að sé hægt að græða á Mogganum. Heldur einhver að þarna sé farið eftir Faðirvorinu? Á frúin e.t.v. vin sem er frægur fyrir að gera tæknileg mistök?

 Félagar, reynum að koma málinu á dagskrá!!! 

Unnur G. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:48

9 identicon

Það eru bófar í hverju horni.. bófar sem eru að berjast um að ná yfirráðum aftur.
mbl er partur af slíkri baráttu... afskrifuðu fullt af skuldum, létu okkur borga.. svo tók mafian við.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:13

10 identicon

Er ekki verið að skoða leið peninga ekkjunar til skattaskjóla ?

JR (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:34

11 identicon

Það var ekki skilanefnd Glitnis sem seldi Þórsmörk Árvakur heldur ríkisbankinn Íslandsbanki. Það voru því engir "skilanefndarmenn" sem seldu blaðið. Væri ekki betra að vera með staðreyndir á hreinu Andri? Þú ert MBA frá Stanford, er ekki hægt að gera meiri kröfur til þín en þetta? 

Mbl.is er alls ekki fyrst með fréttirnar og birtir engar hrunfréttir nema að vera neyddir til þess.  Það hlýtur að vera ömurlegt að vera blaðamaður á mogganum núna.

Þessi staðhæfing finnst mér ómakleg og ómálefnaleg og ber þess merki að þú, Andri Geir, lesir ekki Morgunblaðið. Það er óhætt að fullyrða að Morgunblaðið og mbl.is hafi leitt umfjöllun um málefni tengd bankahruninu. Það má ekki dæma umfjöllun blaðsins um málefni tengd hruninu í heild sinni vegna þess sem gerst hefur á þrem vikum eftir að nýir ritstjórar voru ráðnir til blaðsins. 

Morgunblaðið leiddi umfjöllun um bankahrunið. Þessu hafa ófáir haldið fram í netheimum, t.d fjölmiðlarýnirinn Egill Helgason. Blaðið var oftast fyrst með fréttirnar í öllum stórum málum frá október 2008 til þessa dags. Ef þú skoðar tilvitnanaskrá í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings þá sérðu þetta svart á hvítu.

Höldum staðreyndum til haga. 

Blaðamaður (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:27

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott ef að morgunblaðseigendur fara að birta fréttir af eigin svikum. Eiginlega kaldhæðið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2009 kl. 00:27

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps...fréttina er ekki lengur að finna á mogganum...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2009 kl. 00:33

14 Smámynd: Einar Guðjónsson

Leiðarinn í gær fyllti alveg mælinn og svo finnst mér Mogginn vera orðinn svo illskeyttur.

Einar Guðjónsson, 23.10.2009 kl. 00:35

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nafnlaus blaðamaður,

Til að gera söluna á mogganum mögulega varð að afskrifa um 3 ma ef mig minnir rétt hjá Glitni gamla.  Þessi sala hefði aldrei orðið möguleg án þess að skilanefndarmenn felldu niður skuldir moggans og það var þeirra að samþykkja söluna þar sem þeir fórum með vald eigenda þ.e. kröfuhafa.  Þegar það var samþykkt sá nýi Íslandsbanki um tæknilegu söluhliðina. Það er barnaskapur að halda því fram að á þessum tíma hafi gömlu og nýju bankarnir verið aðskildir. Þetta er klassísk aðferð íslenskra valdsmanna að láta sem óbreyttir starfsmenn taki allar ákvarðanir til að komast undan eigin ábyrgð.

Mogginn er aðeins eins góður og síðasta tölublað.  Hins vegar tek ég undir með þér að blaðið hefur stórversnað síðan Davíð varð ritstjóri.

Ég les moggann, svo við getum verið sammála um að halda staðreyndum til haga.  

Í staðinn fyrir að ráðast á þá sem spyrja vandræðalegra spurninga, hvernig væri að þú sem blaðamaður færir t.d. að athuga mál fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og hans hlutabréfasölu.

PS.  Ætli verði ekki loka á bloggið mitt hér bráðum 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.10.2009 kl. 05:50

16 identicon

Eins og "blaðamaður" skrifar hér ofar, er nákvæmlega uppskriftin sem NÁHIRÐIN notar. NÁHIRÐIN eru dabba-drengirnir sem Hannes Hólmsteinn og Óli Björn Kárason eru að þjálfa í blaðaskrifum. Þetta lið dúkkar upp þar sem fram fer alvöru umræða og ræðst með lygum og þvættingi á skrifara. Og takið eftir einu: þeir rugla alltaf málin s.s. skilanefnd eða ekki skilanefnd. Ríkisbanki eða ekki. Og svo dylgjur um menntun Andra. En takið eftir: þeir birtast bara þar sem er alvöru umræða og eitthvað dúndur í gangi.
----------
Hér er uppástunga um ástæður hraðans hjá Samfylkingunni að þóknast AGS: íslensk stjórnvöld vilja komast fljótt inn í ESB. Og flýtirinn er líklega vegna þess að nú, þegar byrjað er að krafla í yfirborðið á skömminni hér og spillingunni allri, á líklega eftir að koma í ljós að:

  • verðtryggingin stenst ekki ees-lög;
  • innheimtuaðgerðir lánastofnana standast ekki mannréttindalög; 
  • ef málaferli komast nógu langt í dómskerfinu áður en við göngum í ESB,
    þá eru ráðamenn persónulega ábyrgir fyrir þessum mannréttindabrotum öllum.


    Þeir eru að flýja í skjól !

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 06:45

17 identicon

Vestmannaeyjar og útgerðarekkja er fyrir mér lið sem fær gjafakvóta og rekur fyrirtæki af hörku, græðir kannski, er heimskt í upprunalegri merkingu upp á vestmanneyskan máta, heimtar jarðgöng til eyja í kreppunni " eftirfarandi skrifar Unnur G.Kristjánsdóttir hér fyrir ofan. Þessi skrif Unnar eru vægast sagt dónaleg og særandi. Þó þessi umrædda manneskja eins og "útgerðarekkjan" búi hér í Eyjum vertu ekki að setja samasemmerki með henni og okkur venjulegu fólki hér í Eyjum.

Kolbrún Vatnsdal (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 07:00

18 identicon

Því fyrr sem hinn almenni kjósandi sjálfstæðisflokksins áttar sig á því að þeir sem hafa töglin og haldirnar í flokknum, bæði opinberalega og leynilega, eru ekki stjórnmálafl heldur glæpasamtök, því betra.

Margrét (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 07:24

19 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Rósa,

Tek undir þetta hjá þér. Ég fæ reglulega svona athugsemdir sem ganga út á útúrsnúninga og persónulegar dylgjur, aldrei talað um aðalatriðin.  Þetta er klassískar "Karl Rove" aðferðir lánaðar frá Bandaríkjunum.  

Þeir sem nota svona aðferðir dæma sig sjálfir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.10.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband