Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.4.2010 | 06:36
Mogginn "mistúlkar" skýrsluna
Þeir sem ekki hafa skýrsluna í höndunum en reiða sig á moggann draga þá ályktun að íslensk stjórnsýsla hafi siglt lygnan sjó út úr þessari rannsókn. Mogginn túlkar skýrsluna ansi einhliða og gerir hina miklu ábyrgð bankanna, sem er þó aðeins hluti af vandamálinu að, að aðalefni.
Geir fær pláss til að útskýra að hann var bara góður gaur sem var gabbaður og meir virðist spunnið í þá kröfu Davíðs að rannsóknarnefndin var vanæf en að hann eigi nokkurn þátt í neinu nema að bjarga því sem bjargað var.
Maður skilur nú hvers vegna Davíð var svo annt um að komast í ritstjórnarstól áður en skýrslan kom út. Blaðið í dag hefur greinilega verið í undirbúningi í marga mánuði enda lærir maður af lestir skýrslunnar að Davíð er enginn amatör þegar kemur að miðlun upplýsinga.
Spurningin sem blaðamenn moggans mættu hins vegar velta fyrir sér (ef þeir hafa leyfi til þess) er hver er guðfaðir bankaskrímslisins sem allt keyrið hér í koll?
12.4.2010 | 12:49
Davíð braut fjarskiptalög í Seðlabankanum
Skýrslan gefur athyglisverða innsýn inn í vinnubrögð fyrrverandi Seðlabankastjóra. Hann stjórnar upplýsingaflæðinu vel. Tekur minnispunkta og hljóðritar samtöl þegar hann telur það henta og aðrir vita ekki um, en viðhefur síðan losarabrag á fundargerðum og öllu sem mætti síðar hanka hann á.
Eitt mjög neyðarlegt atvik er tekið fyrir í skýrslunni sem skýrir hvers vegna erlendir Seðlabankar eru tortryggnir í garð Íslendinga. Hér lætur Davíð taka upp samtal sitt við Mervyn King og endurrita án þess að fá samþykki hans og telur honum trú um að þeir séu að ræða í 100% trúnaði!
"Endurrit af framangreindu samtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King ber ekki með sér að Davíð hafi í upphafi samtalsins óskað leyfis Mervyn King fyrir því að fá að hljóðrita það, líkt og skylt er samkvæmt 1. mgr. 48. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Í endurritinu kemur einnig fram að Davíð hafi sér- staklega nefnt að um trúnaðarsamtal væri að ræða, sbr. orð hans (because we are talking 100% in secrecy and private), og að Mervyn King hafi játað því. Af þeirri ástæðu veitti rannsóknarnefnd Alþingis King tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi hugsanlega birtingu efnis úr endurriti samtalsins. Í bréfi sem nefndinni barst frá Graham Nicholson, lögfræðingi hjá Seðlabanka Bretlands, dags. 17. desember 2009, kemur fram að Davíð hafi ekki upplýst King um fyrirhugaða hljóðritun samtalsins. Hljóðritunin gangi einnig gegn venjum í samskiptum milli seðlabanka."
Ekki er hægt að túlka þetta öðruvísi en að Davíð hafi brotið lög í starfi sínu sem Seðlabankastjóri. Mun þetta atvik verða sent sérstökum saksóknara?
Nálægt stjórnarslitum vegna Davíðs og Glitnismáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2010 | 12:16
Verkstjórinn Geir Haarde
Rannsóknarskýrslan gefur Geir ekki háa einkunn. Hann er varla talinn vera góður verkstjóri hvað þá forsætisráðherra eða eins og segir:
"Það er mat rannsóknarnefndar Alþingis að forsætisráðherra hafi borið sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar að upplýsa viðskiptaráðherra um framangreinda fundi þannig að hann gæti rækt starfsskyldur sínar."
Hrein mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2010 | 16:37
Útrásarvíkingar treysta sig í sessi
Útrásarvíkingarnir hafa greinilega náð yfirhöndinni í umræðunni um Glitni og Fons. Þeir bregðast skjótt við og hóta meiðyrðamálum á alla sem vilja ná fram sannleikanum. Þeirra skjótu viðbrögð eru í hrópandi andstöðu við aðgerðarleysi saksóknara sem sjálfur forsætisráðherra virðist ekki geta vakið af föstum svefni.
Ákæruvaldið virðist lamað og stjórnmálamenn ringlaðir á meðan bestu lögmenn landsins eru að undirbúa meiðyrðamál á hendur blaðamönnum.
Lögfræðingar eru naskir á að þefa upp peninga og nú sem fyrr borga útrásarvíkingar best.
Hvað er hægt að bjóða fólki þetta lengi?
8.4.2010 | 21:48
IKEA vaskurinn og broskallinn :)
Það er stórkostlegt að fylgjast með vörn Jóns Ásgeirs á Pressunni. Í gær var það IKEA vaskur sem hann beitti fyrir sig en í dag er það broskallinn :) sem hvarf?
Þessi varnarleikur gefur almenningi stórkostlega innsýn inn í hugarheim JÁ og hans dómgreind. Dæmi hver fyrir sig, en getur JÁ dregið aukaatriðin frá aðalatriðunum?
Á JÁ engan að sem getur gefið honum skynsamleg ráð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.4.2010 | 16:11
Hver vill vinna fyrir Pálma eða Jón Ásgeir?
Það er dómstóla að dæma sekt eða sakleysi Pálma og Jóns Ásgeirs en annað gildir um orðspor og traust.
Tölvupóstar segja sitt um aðferðir, hugarfar, gildi og viðhorf.
Hvað ætli það séu margir úr nýrri kynslóð Íslendinga sem eru að koma út á vinnumarkaðinn sem fýsir í að hafa nöfn fyrirtækja sem Pálmi og Jón Ásgeir stýra og eiga á sinni ferilskrá, þar sem þau standa um alla framtíð?
Er það til starfsframa að vinna fyrir svona menn? Sýnir það góða dómgreind? Hversu seljanleg er "The Bonus way" þegar kemur að því að skipta um vinnu?
Hver verður að svara fyrir sig, en margt bendir til að leiðtogahæfileikar útrásarvíkinganna séu í molum og þar með verður að spyrja hversu lengi á að láta þessa menn stýra þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum?
Segir stefnu tilefnislausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gylfi hefði getað gert meir úr einkavæðingu bankanna og mistökum í peningamálastefnu Seðlabankans sem áhættuþáttum.
Einkavæðing bankanna var ekki röng út frá hugmyndafræðilegum grunni heldur brást útfærslan hörmulega þegar bankarnir voru færðir í hendur pólitískar aðila en ekki fagaðila.
Sama á við Seðlabankann. Þegar hann var gerður sjálfstæður voru hörmuleg mistök gerð í útfærslu á peningamálastefnu bankans. Í "mikilmennsku" brjálæði var valið að fara út í verðbólgumarkmið eins og í tugmilljónmanna hagkerfum en ekki fastgengismarkmið eins og í minni hagkerfum eins og t.d. Danmörku og Hong Kong.
Með fastgengisstefnu hefði þörf fyrir myndarlegan gjaldeyrisvarasjóð verið augljós frá upphafi og við hefðum byggt hann upp í góðærinu. Þetta hefði þýtt lægra vaxtasig, engin jöklabréf og lán til heimila og fyrirtækja hefðu verið í íslenskum krónum enn ekki jenum og svissneskum frönkum. Þetta hefði ekki endilega komið í veg fyrir hrun en afleiðingarnar hefðu verið allt aðrar, engin gjaldeyrishöft og fall krónunnar aðeins um 20% en ekki 50%.
En af einhverjum ástæðum er engin stemmning að ræða svona tilgátur í íslenskum fjölmiðlum?
Ekki vondum útlendingum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2010 | 20:33
Jón Ásgeir og IKEA "kitchensinking"
Það er til hugtak í ensku sem nefnist "kitchensinking" Enska útskýringin á þessu orðtaki er eftirfarandi:
"Attempting multiple solutions to a problem simultaneously, in the desperate hopes that something will work. This methodology is typically used by people who have no idea what theyre doing."
Mér finnst samlíking Jóns Ásgeirs að stefna Glitnis sé verri en IKEA vaskurinn sem hann setti upp falla ljómandi hér inn í?
Hvað sem segja má um Jón Ásgeir sem viðskiptamann þá hefur maðurinn ákveðinn húmor.
7.4.2010 | 20:11
Tómir sjóðir VSB áfall fyrir FME
Tómir sjóðir VSB og sú staða að bankinn gat ekki greitt laun fyrir marsmánuð hlýtur að teljast áfall fyrir FME. Hvers vegna greip FME ekki inn í rekstur bankans áður en stjórn VSB tókst að tæma sjóði bankans?
Er FME í stakk búið að hafa eftirlit með litlum og "útsjónarsömum" fjármálastofnunum?
6.4.2010 | 16:55
Angela Merkel frystir Icesave
Angela Merkel krefst þess að Grikkir borgi markaðsvexti á lánapakka frá EB. Rök hennar eru að Grikkir verði að axla ábyrgð á eigin erfiðleikum og mistökum og geta ekki ætlast til að þýskir skattgreiðendur niðurgreiði lán til jaðarlanda Evrópu sem hafa lent í fjárhagserfiðleikum.
Talið er að Grikkir þurfi lánapakka upp á 100 ma evra frá EB og AGS. Samkomulag virðist hafa náðst um upphæðina en ekki vextina. Hljómar kunnuglega!
Markaðsvextir sem Þjóðverjar vilja að Grikkir borgi eru nú 6.5% en hinir síðarnefndu vilja ekki borga meir en 4.5% sem eru vextir sem öðrum EB þjóðum stendur til boða.
Grikkir eru því komnir með sitt "Icersave" vandamál og líklegt má telja að AGS afgreiði ekki sín lán fyrr en samningar hafa náðst um vaxtakjörin. Hið sama verður eflaust láið ganga yfir Ísland.
Þar með er Icesave málið komið í ferli sem við höfum lítið um að segja. Ísland hefur spilað út flestum af sínum trompum án þess að það hafi gefið áþreifanlega niðurstöðu.
Hörð afstaða Þjóðverja í garð Grikkja spilar beint í hendur Hollendinga og Breta og að sama skapi veikir stöðu Íslands.
Niðurstaðan verður áframhaldandi hátt vaxtasig hér og lítið aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og endurfjármögnunar. Fórnarkostnaður þjóðfélagsins stefnir í að verða mun meiri en sá samningur sem Alþingi samþykkti.
Engir Icesave-fundir ráðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |