Mogginn "mistúlkar" skýrsluna

Þeir sem ekki hafa skýrsluna í höndunum en reiða sig á moggann draga þá ályktun að íslensk stjórnsýsla hafi siglt lygnan sjó út úr þessari rannsókn.  Mogginn túlkar skýrsluna ansi einhliða og gerir hina miklu ábyrgð bankanna, sem er þó aðeins hluti af vandamálinu að, að aðalefni. 

Geir fær pláss til að útskýra að hann var bara góður gaur sem var gabbaður og meir virðist spunnið í þá kröfu Davíðs að rannsóknarnefndin var vanæf en að hann eigi nokkurn þátt í neinu nema að bjarga því sem bjargað var.

Maður skilur nú hvers vegna Davíð var svo annt um að komast í ritstjórnarstól áður en skýrslan kom út.  Blaðið í dag hefur greinilega verið í undirbúningi í marga mánuði enda lærir maður af lestir skýrslunnar að Davíð er enginn amatör þegar kemur að miðlun upplýsinga.

Spurningin sem blaðamenn moggans mættu hins vegar velta fyrir sér (ef þeir hafa leyfi til þess) er hver er guðfaðir bankaskrímslisins sem allt keyrið hér í koll?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Pínlegt að horfa upp á blaðamenn sem eiga starf sitt undir Davíð Oddsyni reyna að fjalla um þessa skýrslu. Reyndar í eðlilegu framhaldi og í fullu samræmi við það leikhús fáránleikans sem skýrslan sjálf lýsir.

Ólafur Eiríksson, 13.4.2010 kl. 07:14

2 identicon

Er ekki kominn tími á nýtt dagblað hér á Íslandi ?

Málið snýst nefninlega um það hve lengi fólk neyðist til að horfa upp á þennan sirkus.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 08:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ekki veit ég meða hvað gleraugum þíð lesið þessa ágætu skýrslu, það kemur hinsvegar skýrt fram í henni að sökudólgarnir voru bankamenn og eigendur bankanna sem rændu þá innanfrá og fölsuðu efnahagsreikninga þeirra.

Einverra hluta vegna virðist hálf þjóðin kjósa að einblína á mistök þess heiðarlega fólks sem reyndi að stoppa glæpinn.

Reynið að sjá trén fyrir skóginum.

Guðmundur Jónsson, 13.4.2010 kl. 09:36

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þú lest hana með köfunargleraugunum Guðmundur. Mættir lána okkur þau, líklegast þægileg.

Ólafur Eiríksson, 13.4.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband