Útrásarvíkingar treysta sig í sessi

Útrásarvíkingarnir hafa greinilega náð yfirhöndinni í umræðunni um Glitni og Fons.  Þeir bregðast skjótt við og hóta meiðyrðamálum á alla sem vilja ná fram sannleikanum. Þeirra skjótu viðbrögð eru í hrópandi andstöðu við aðgerðarleysi saksóknara sem sjálfur forsætisráðherra virðist ekki geta vakið af föstum svefni. 

Ákæruvaldið virðist lamað og stjórnmálamenn ringlaðir á meðan bestu lögmenn landsins eru að undirbúa meiðyrðamál á hendur blaðamönnum.

Lögfræðingar eru naskir á að þefa upp peninga og nú sem fyrr borga útrásarvíkingar best.

Hvað er hægt að bjóða fólki þetta lengi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er aðferð Mafíunnar, alltaf skrefi á undan

Finnur Bárðarson, 9.4.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki stutt í að þjóðin taki til sinna ráða varðandi þessa tvo skúrka ? 

Það er ekki hægt að líða það að þeir hóti þeim sendiboðum sem flytja okkur fréttinar- málsóknum ef þeir haldi ekki kjafti. 

Það er krafa að það verði tekið nú þegar á þessum mönnum og engum vettlingatökum.

Þjóðin hefur tapað með einum eða öðrum hætti milljarað hundruðum við fjöldagjaldþrot þessara manna.....

Sævar Helgason, 9.4.2010 kl. 17:42

3 identicon

Fólk er ekki lengi að læra af útlendu bófunum, sem verið er fást við hér. Þeir neita öllu, jafnvel þó þeir hafi verið staðnir að verki, áfrýja öllu og kæra allar athafnir ákæruvaldsins, hversu lítilfjörlegar sem þær eru.
Stjörnulögfræðingarnir fá nú nóg að gera.
En hvaða útrásarvíkingar koma með öngulinn í rassinum af lögfræðingaveiðum?  (Er ekki vissara að hafa hann með, svo maður verði ekki kærður?)

Vigfús Magnússon (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:07

4 Smámynd: Kama Sutra

Ætli fari ekki líka að styttast í að útrásarvíkingarnir fari í meiðyrðamál við bloggara sem skrifa svona blogg?

Ömurlegt þetta bitlausa réttarkerfi sem við búum við.  Virðist vera sérhannað til að koma þessum glæponum undan réttvísinni.

Kama Sutra, 9.4.2010 kl. 20:37

5 identicon

Það þarf að frysta "eignir" sjálftökumannanna á meðan rannsókn og réttarhöld yfir þeim fara fram. Það er alvanalegt í fjársvikamálum eins og nýleg dæmi varðandi t.d. hinn danska Stein Bagger, hinn bandaríska Bernie Maddoff og hin ýmsu skipulögðu glæpasamtök sanna.

Er eðlilegt að hinir grunuðu eyði fé sem þeir eru sakaðir um að hafa tekið ófrjálsri hendi í rándýra verjendur á meðan yfirvöld dómsmála horfa aðgerðarlaus á?

TH (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 22:22

6 identicon

vááá hvað eg er sammála ykkur þetta eru skíthælar sem eru réttdræpir.spurning hvort við getum ekki tekið okkur til borgað saman og láta enhvern fagmann skjóta þessa 2

jon hjálpar (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 23:05

7 identicon

Það er loksins farið að kvikna ljós hjá Ríkisstjórninni 13 mánuðum og seint með heimildir til kyrrsetningu eigna í stað þess að bera þær í ferðatöskum úr landi en kanski er eitthvað eftir.Þessir toppar eru sniðugir og nota viðskiptakort American express útgefin erlendis á nafni skúffufyrirtækja og koma því varla fram hér á landi þótt notuð séu hér í heimsóknum.Það þótti tíðindum sæta í nýju villu Hreiðars Más í Luxemburg sem þótti ekkert slor að það var gert fokhelt að innan og allt nýtt sett í og að því loknu voru 3 nýjir Benz jeppar af dýrustu gerð svartir að lit settir á hlaðið.

Ekki væsir heldur um Bakkabræður þarna í hverfinu svo ekki sé minnst á villur á Florida Bahamaeyjum og víða. Jóhannes sjálfur setti sitt hús í USA eignarhaldsfélag til þess að ekki væri hægt að ganga að því en hver keypti það í upphafi og fyrir hvaða peninga?? Þessir menn eru velflestir skráðir í Bretlandi og finni FSO deild Bresku lögreglunnar eitthvað misjafnt þeim megin verða þeir einfaldlega sóttir og geymdir ásamt 7 mönnum úr City bankahverfinu sem eru nú á bak við lás og slá vegna innherjaviðskipta en þar sem þetta fellur undir hryðjuverkalög gegn hagsmunum almennings er hægt að geyma menn mánuðum saman án þess að málið sé tekið fyrir.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 15:14

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sæll Andri..á ekki að taka umræðuna um Orkuveituna fyrir sveitastjórnakosningarnar..persónulega finnst mér að það ætti að vera eitt af þeim málum sem ætti að ræða um..þú hefur lítið talað um OR..hvað veldur?

Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.4.2010 kl. 22:03

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ægir,

Það er alveg rétt að það þarf að tala um OR.  Líklegt er að taxtar hækki um 20-30% eftir kosningar en ekki má ræða þetta.  Huga að færslu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.4.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband