Angela Merkel frystir Icesave

Angela Merkel krefst þess að Grikkir borgi markaðsvexti á lánapakka frá EB.  Rök hennar eru að Grikkir verði að axla ábyrgð á eigin erfiðleikum og mistökum og geta ekki ætlast til að þýskir skattgreiðendur niðurgreiði lán til jaðarlanda Evrópu sem hafa lent í fjárhagserfiðleikum.

Talið er að Grikkir þurfi lánapakka upp á 100 ma evra frá EB og AGS.  Samkomulag virðist hafa náðst um upphæðina en ekki vextina.  Hljómar kunnuglega!

Markaðsvextir sem Þjóðverjar vilja að Grikkir borgi eru nú 6.5% en hinir síðarnefndu vilja ekki borga meir en 4.5% sem eru vextir sem öðrum EB þjóðum stendur til boða.

Grikkir eru því komnir með sitt "Icersave" vandamál og líklegt má telja að AGS afgreiði ekki sín lán fyrr en samningar hafa náðst um vaxtakjörin.  Hið sama verður eflaust láið ganga yfir Ísland.

Þar með er Icesave málið komið í ferli sem við höfum lítið um að segja.  Ísland hefur spilað út flestum af sínum trompum án þess að það hafi gefið áþreifanlega niðurstöðu. 

Hörð afstaða Þjóðverja í garð Grikkja spilar beint í hendur Hollendinga og Breta og að sama skapi veikir stöðu Íslands. 

Niðurstaðan verður áframhaldandi hátt vaxtasig hér og lítið aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og endurfjármögnunar.  Fórnarkostnaður þjóðfélagsins stefnir í að verða mun meiri en sá samningur sem Alþingi samþykkti.  

 


mbl.is Engir Icesave-fundir ráðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér fannst það frábær samlíking hjá Andra Snæ, þegar hann líkti okkur við Lúdóspilara á meðan allir aðrir væru að tefla skák.  Mikið til í því. Trompin okkar eru nefnilega allt fimmur. Sexan hefur ekki komið upp ennþá

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 17:09

2 identicon

Icesave er ekki lán, heldur ágreiningsmál, sem gæti endað fyrir dómstólum. Við erum ekki að biðja Breta um lán til að fjármagna ríkisútgjöld. Hér er verið að bera saman banana og melónur.

Marat (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 17:36

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marat,

Ísland hefur margoft gefið út þá yfirlýsingu að við ætlum að standa við Icesave skuldbindinguna og til þess þurfum við lán.  Deilur okkar snúast um vaxtakjörin á þessu láni.   Forsetinn fór með þetta í þjóðaratkvæði að því honum fannst vaxtakjörin óásættanlegt og endurtók það í fréttaþætti hjá BBC í Bretlandi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.4.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Jaðarlanda Evrópu."

Segir þetta ekki allt sem segja þarf.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jón Steinar.

Segðu.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 7.4.2010 kl. 12:54

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Svo kannski höfðu þrátt fyrir allt 1.7% þjóðarinnar rétt fyrir sér ?

Sjá færslu mína: Væri sterkari og betri skilaboð til umheimsins?

Skeggi Skaftason, 7.4.2010 kl. 15:59

7 identicon

Öllum yfirlýsingum má breyta, þær eru ekki loforð heldur fyrirætlun einhverja aðila. Með nýjum aðilum koma nýjar fyrirætlanir.

Icesave á aldrei að borga, sama her niðurstaða "dómstóla" verður þar sem ekki eru til óháðir aðilar til að dæma í málum er varða fjármál (það eru alltaf baktjalda-samningar).

Magnús (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 20:49

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

VIð verðum alltaf látin borga fyrir Icesave.  Spurningin er hvort það er beint eða óbeint.  Það er því miður óskhyggja að halda annað.  Hinn flókni alþjóðafjármálaheimur dansar ekki eftir íslenskum skipunum!

Andri Geir Arinbjarnarson, 7.4.2010 kl. 22:25

9 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Jaðarlöndin falla smátt og smátt fyrir ofurskuldsetningu og áróðri um að evran sé æðisleg.

Efnahagslegum handsprengjum er mokað inn á jaðarsvæðin og svo fellur gengið og þessi svæði eru gerð að láglaunasvæðum sem framleiða ódúra vöru fyrir stóra markaðinn ESB sem við slefum og skrkríðum fyrir.

Þeta er viðbjóðsleg framvinda.

Vilhjálmur Árnason, 8.4.2010 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband