IKEA vaskurinn og broskallinn :)

Það er stórkostlegt að fylgjast með vörn Jóns Ásgeirs á Pressunni.  Í gær var það IKEA vaskur sem hann beitti fyrir sig en í dag er það broskallinn :) sem hvarf?

Þessi varnarleikur gefur almenningi stórkostlega innsýn inn í hugarheim JÁ og hans dómgreind.  Dæmi hver fyrir sig, en getur JÁ dregið aukaatriðin frá aðalatriðunum?  

Á JÁ engan að sem getur gefið honum skynsamleg ráð?

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, fjölmiðlafólkið hjá 365 birtir bara allt bullið  í honum !

Það er skelfilegt að sjá hvernig fjölmiðlafólkið , á öllum fjölmiðlum , lætur eigendur nota sig !

JR (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 22:04

2 identicon

Örugglega með nóg af fólki sem getur gefið honum ráð en held að menn eins og hann hlusti ekki á nein ráð.

ASE (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 22:13

3 Smámynd: Sævar Helgason

Er Jón Ásgeir ekki kominn á bersvæði og á sér enga vörn ?  Allt að hrynja hjá honum.

Sævar Helgason, 8.4.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég vann í tæpa tvo áratugi á auglýsingastofu.  Það var broslegt og dapurlegt í senn að fylgjast með einstaka manni sem tapaði jarðtengingu þegar umsvif fyrirtækja þeirra jukust verulega.  Sjálfsálit þeirra bólgnaði út og þeir hættu að hlusta á ráðgjöf.  Þetta gerist líka með suma stjórnmálaforingja.

Jens Guð, 9.4.2010 kl. 02:18

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta gefur tvö svör: JÁ og NEI  , en skrílnum er skemmt. Bíðum bara þangað til Bónus er á brott og einhver ríkisbúlla fer að selja kartöflur frá Þistilfirði á yfirsprengdu verði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2010 kl. 13:54

6 identicon

Mikill kostur við nútíma tækni s.s. e-mail er að saga manna eins og Jóns Ásgeirs verður að miklu leyti skrifuð með þeirra eigin orðum sögufölsurum til einhverrar armæðu a.m.k. En þessi saga svarar ekki öllum spurningum. Að Jón notar broskall með hótunum gefur í skyn a.m.k. tvo möguleika. Annaðhvort er hann óforbetranlegur grínisti eða sadisti. Sagnfræðingar verða upptekknir.

Annars er ég ekki svo hræddur við að missa Bónus eins og Vilhjálmur Örn. Ég hef kannksi, kannski ekki, étið kartöflur frá Þistilfirði, en hef von um að þær séu með miklum ágætum og vel auranna virði. Sem er ekki aðalatriðið. Ef Bónus hverfur, þá þökkum við þeim feðgum fyrir að brjóta leiðina og hörmum þeirra útafakstur. En aðrir koma á eftir og nýr bónus eða bónusar fylla í skarðið. Enginn er ómissandi.

Að lokum þykir mér líklegt að Jón Ásgeir og Pálmi hafi litla ástæðu til að hafa áhyggjur af sínum málum. Þeim er nú stillt upp á móti veikasta hlekk íslenska stjórnsýslukerfisins: réttarkerfinu. Þar standa veikburða menn á ótryggum lagagrunni í sókn gegn fylktu liði Íslands harðsvíruðstu frekjudurga. Þeir kumpánar munu veifa pálmanum að endalokum ef að líkum lætur.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:41

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Mér finnst nú spurning vera sú hvað kartöflurnar í Bónus kosta þegar búið er að bæta þessum hundruðum milljarðar sem þetta rugl hefur og á eftir að kosta landsmenn.  Ég held það fari svolítið glansinn af þessu liði þegar farið er að vigta og reikna rétt. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.4.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband