Vanhæfar skilanefndir

Hér kemur enn eitt dæmið um reynslulitlar skilanefndir sem virðast ekki skilja hvernig erlendir markaðir starfa.  Svo virðist sem bréf Debenhams hafa fallið um 11% (um 1 ma kr.) vegna íslensk klúðurs.  Það er alltaf að koma betur í ljós að mikil verðmæti eru líklega að fara í súginn vegna þekkingarleysis og skorts á erlendri reynslu inna skilanefndanna.

Það er marg oft búið að benda á að það er nauðsynlegt fá viðurkennda erlenda fagmenn til að starfa með skilanefndunum en stjórnvöld hér á landi skella skollaeyrum við þessu eins og svo mörgu öðru. Á meðan brenna eignir eða eru seldar af útlendingum sem ekki hlusta á Íslendinga.

Lengi getur vont versnað. 


mbl.is Skilanefnd Landsbanka ekki með í ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktakar fram fyrir sjúka og aldraða hjá VG

Ætli Svandís ætti ekki frekar að líta í eigin barm VG og byrja að taka til þar áður en hún fer að gagnrýna aðra fyrir nákvæmlega sömu aðgerðir. 

Katrín menntamálaráðherra hjá VG hefur sett um 12ma kr. fjármagn til verktaka tónlistarhússins á meðan Ögmundur einnig ráðherra fyrir VG hefur skorið niður um 8ma kr. í heilbrigðiskerfinu.  Látum staðreyndir tala.


mbl.is Verktakar fram fyrir skólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn heldur gjaldeyrisuppboð í dag kl. 14.00

Samkvæmt nýjum neyðarlögum er Seðlabankanum nú heimilt að halda uppboð á gjaldeyri til almennings.  Nýlega fundust gamlir seðlar, mest þýsk mörk og franskir frankar, í tiltekt í kjallara Seðlabankans.  Aðeins er hægt að skipta þessum seðlum í evrur hjá Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.

Því hefur Seðlabankinn ákveðið að halda uppboð á þessum gamla gjaldeyri í dag.  Búist er við að seðlarnir verði boðnir upp á góðum afslætti enda kostnaðarsamt að skipta þeim í evrur.  Hins vegar gæti þetta verið hin besta búbót fyrir ferðamenn sem hyggja á flug og dvöl í Frankfurt.

Hinn nýi Seðlabankastjóri, Sveinn Haraldur mun stýra uppboðinu enda hefur hann verið í stífu íslenskunámi síðustu tvær vikurnar.  Bankinn mun bjóða krökkum upp á hrökkbrauð með norskum geitaosti og nýjan leynidrykk sem mun koma beint frá Osló.  

Þetta ætti því að geta orðið hin besta fjölskylduskemmtun.  Uppboðið hefst stundvíslega kl. 14.00.  Húsið opnar kl. 13.30 og gengið er inn um aðaldyr Seðlabankans.


mbl.is Unnið fram eftir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskabarni þjóðarinnar blæðir út

Hver er að fjármagna þetta hrikalega tap Eimskips upp á 6.5ma kr. allt síðan bankarnir hrundu?  Eiginfjárstaða er nú neikvæð um 28.5ma kr. 

Tap Eimskips á einum ársfjórðungi nær hátt í nýlega kynntan sparnað í heilbrigðiskerfinu.  Ef fram heldur þá mun tap Eimskips frá nóvember til apríl slaga hátt í kostnað við að ljúka tónlistarhúsinu. 

Tap á fyrstu tveimur mánuðum ársins er álíka og háskattur myndi gefa í þjóðarbúið á heilu ári. 

Hvað er að gerast hér.  Getur einhver svarað því?


mbl.is Áframhaldandi tap hjá Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva á 60% afslætti

Sérfræðingar eins og Eva kosta um 1,000 dollara á tímann eða um 1m kr. á dag.  Reynsla og þekking er hátt metin erlendis.  Þessi umræða hér er byggð á vanþekkingu og skilningsleysi.  Þetta ætti líka að sýna fólki hversu hrikalega launataxtar og gengi hefur fallið hér á landi. 

Yfirleitt velja Íslendingar 3ja flokks erlenda sérfræðinga sem eru dýrir en á ódýrari töxtum en hæfari menn.  Svona sparnaður skilar sjaldan árangri enda hafa erlendir sérfræðingar ekki sérstaklega gott orð á sér hér á landi.  Eva er undantekning á þessari reglu.

Vonandi getur svona óviðeigandi og ósmekklegt tal um hennar þóknun endað hér.


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisn með neyðarlögum

Neyðarlög eru að verða daglegt brauð hér.  Stjórnvöld eru ringluð og gera sér litla grein fyrir því hvað og hverjir ráða ferðinni  fyrir utan landsteinanna. 

Neyðarlög eru aðför að lýðræðinu.  Þau sljóvga lýðræðisvitund borgaranna og gera alla tortryggna og varkára gagnvart stjórnvöldum.  Bæði innlenda og erlenda aðila.

Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa líka orðið fyrir miklum hnekki.  Allt tal hefur verið um að afnema höftin sem fyrst og svo eru þau skyndilega og án aðvörunar hert.  Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis.  Hverjar eru þessar óumflýjanlegu ástæður?  Hvað hefur okkur ekki verið sagt?  Hver er afstaða AGS?  Varla hafa íslensk stjórnvöld gert þetta upp á sitt einsdæmi.

Tímasetningin er líka mjög óheppileg fyrir stjórnvöld svona rétt fyrir kosningar.  Maður hefði búist við að allt hefði verið gert til að tefja þetta þar til eftir kosningar.  Sú staðreynd segir meira en margt um alvarleika stöðunnar.

Hvað er að gerast í fjármálalífi þjóðarinnar.  Allir bankar fallnir.  AGS lán í biðstöðu.  Höftin hert.  Hvað tekur við eftir kosningar?

 

 


mbl.is Brýnt og óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu erlendir fiskkaupendur sætta sig við þetta?

Erlendir sjávarútvegskaupendur hafa val.  Þeir þurfa ekki að kaupa af Íslendingum.  Með því að versla í krónum hafa þeir fengið afslátt sem hefur verið kærkominn í kreppunni erlendis.  Neytendur í Evrópu borga ekki hvaða verð sem er fyrir íslenska fiskinn.  Ný gjaldeyrislög er plástur ofaná plástur sem gæti leitt til minnkandi útflutningi og verri birgðastöðu fyrir sjávarútveginn. 

Með þessu áframhaldi verður ekki langt að bíða að við fáum evrubúðir eins og gömlu dollarabúðirnar í austantjaldslöndunum forðum.  

Krónubréfin ætla að verða þjóðinni dýr.


mbl.is Gjaldeyrisfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar 15% niðurskurð í heilbrigðiskerfinu

Hvaðan koma 15ma kr. til að ljúka þessum minnisvarða um hrunið?  Halli á ríkisfjárlögum er um 200ma svo ekki verður þetta fjármagnað af tekjum ríkisins.  Þetta verður eingöngu gert með tilfærslum innan ríkisins.  Þessi upphæð jafngildir 15% niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.  Af hverju þarf þetta hús að vera tilbúið 2011, af hverju ekki 2014 og nota peningana sem sparast til að draga úr sparnaði í heilbrigðiskerfinu sem alltaf bitnar fyrst á sjúkum, öldruðum og örykjum? 


mbl.is Fjármögnun Tónlistarhúss ólokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt vanmetið eða ofmetið

Ísland er að verða land öfga, allt er annað hvort vanmetið eða ofmetið:

Hér er smá listi yfir vanmetið ástand:

Skuldir einstaklinga

Skuldir atvinnuveganna

Ríkishallinn

Erlendar skuldir

Icesave

Fátækt

Spilling

Atvinnuleysi

Staða atvinnuveganna

Fúsk hér og þar og alls staðar

 

Hið ofmetna er hins vegar:

Hæfni stjórnmálamanna til að ráða við ástandið

Lýðræðisleg vinnubrögð á öllum stigum þjóðfélagsins

Reynsla og þekking skilanefnda og annarra ráða og stjórna ríkisins

Krónan sem framtíðargjaldmiðill

Staða Íslands utan ESB

Eftirliststofnanir ríkisins 

Fjórflokkakerfið

Hraði og öryggi í ákvarðanatöku

 

 O.s.frv.

 

 Við verðum að fara að ná áttum í þessu landi og hreinsa út öfganna.

 


mbl.is Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamarshögg AGS mun negla okkur við ESB

Ekki verður önnur ályktun dregin en að stjórnmálaflokkarnir allir sem einn hafi afsalað sér völdum í ríkisfjármálum til AGS.  Engar haldbærar tölulegar upplýsingar er að finna í stefnuskrám þeirra, aðeins almennar viljayfirlýsingar.  Þetta ásamt hinni kostulegu "hálfóléttu" stefnu allra flokka í ESB málinu nema Samfylkingarinnar ættu að vera mikið áhyggjuefni kjósenda.  Staðan er mun alvarlegri en margir gera sér grein fyrir og stjórnmálamenn vilja viðurkenna svona rétt fyrir kosningar.  Tölurnar tala sínu máli og svo gerir aðgerðaáætlun AGS.

Því miður fáum við víst ekki fókus í málið fyrr en fjárlagafrumvarp næsta árs verður lagt fram í lok ársins.  Þá verður ekki hægt að skýla sér bak við almennar yfirlýsingar.  AGS mun á miskunnarlausan hátt neyða stjórnvöld til að horfast í augu við staðreyndir og ekki verður lengur hægt að ýta kr. 200ma halla á undan sér að ekki sé minnst á Icesave.  Niðurskurðurinn verður blóðugur og skattahækkanir gríðarlegar.  Atvinnuleysi, veik og óstöðug króna, skortur á fjármagni og gjaldþrota fyrirtækja munu magna upp örvæntingu og vonbrigði fólks.

Kröfur um ESB aðild verða háværari og slagyrði um að Ísland sé best borgið fyrir utan ESB munu hljóma fölsk og ósannfærandi.  Þjóðaratkvæði verður ekki umflúið sem að öllum líkindum mun leiða til stjórnarslita og stjórnmálakreppu.

Ekki falleg spá en betra að gera ráð fyrir hinu versta og vona það besta.  Þetta "reddast" hugsunarhátturinn er stórhættulegur eins og öll þjóðin ætti nú að vita af bitri reynslu.

 


mbl.is Ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband