Endurreisn með neyðarlögum

Neyðarlög eru að verða daglegt brauð hér.  Stjórnvöld eru ringluð og gera sér litla grein fyrir því hvað og hverjir ráða ferðinni  fyrir utan landsteinanna. 

Neyðarlög eru aðför að lýðræðinu.  Þau sljóvga lýðræðisvitund borgaranna og gera alla tortryggna og varkára gagnvart stjórnvöldum.  Bæði innlenda og erlenda aðila.

Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa líka orðið fyrir miklum hnekki.  Allt tal hefur verið um að afnema höftin sem fyrst og svo eru þau skyndilega og án aðvörunar hert.  Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis.  Hverjar eru þessar óumflýjanlegu ástæður?  Hvað hefur okkur ekki verið sagt?  Hver er afstaða AGS?  Varla hafa íslensk stjórnvöld gert þetta upp á sitt einsdæmi.

Tímasetningin er líka mjög óheppileg fyrir stjórnvöld svona rétt fyrir kosningar.  Maður hefði búist við að allt hefði verið gert til að tefja þetta þar til eftir kosningar.  Sú staðreynd segir meira en margt um alvarleika stöðunnar.

Hvað er að gerast í fjármálalífi þjóðarinnar.  Allir bankar fallnir.  AGS lán í biðstöðu.  Höftin hert.  Hvað tekur við eftir kosningar?

 

 


mbl.is Brýnt og óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband