Ódýrt bensín á Íslandi en rafhlöður dýrar

Ísland er komið með eitt lægsta bensínverð til neytenda í vestur Evrópu eins og ég skrifaði um hér.

Hins vegar hefur verðlag brenglast mikið á síðustu mánuðum, eins og þetta dæmi sýnir.

Um daginn þurfti ég að kaupa 9v batterí.  Ég fór á Olís bensínstöðina á Suðurlandsbraut og þar kostað eitt batterí kr. 920.  Hinum megin við götuna hjá Elko var það á kr. 299! 300% munur, gera aðrir betur.

 


mbl.is Hráolía undir 50 dölum tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar rökstuðning byggðan á tölum og staðreyndum!

Hér förum við enn eina "misskilnings" ferðina sem var patentlaus fyrri ríkisstjórnar og ráðherra fyrir og eftir hrun.  Alltaf vantar blákaldar staðreyndir og gögn sem rökstyðja mál ráðherra.  Gamla góða bankaleyndin notuð aftur og aftur.  Hvað varð um slagorð Steingríms "Allt upp á borðið"?

Ómögulegt er fyrir kjósendur að gera sér grein fyrir hvort Gylfi eða Sigmundur hefur rétt fyrir sér án þess að sjá skýrsluna.

Fólk verður að fara að gera meiri kröfur til ráðherra og krefjast þess að þeir rökstyðji mál sitt á faglegan og skiljanlegan hátt.


mbl.is Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar og netið

Segja má að á netinu séu allir flokkar jafnir og þar komi ef til vill best í ljós hversu vel þeir koma sínum sjónarmiðum og stefnu á framfæri. 

Ef litið er á bloggið hér á mbl.is og eyjan.is er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að x-O hafi náð best til bloggara.  Frambjóðendur og sérstaklega stuðningsmenn x-O eru mjög vel með á nótunum og senda góðar athugasemdir á blogg og halda umræðunni málefnalegri.

Fjórflokkarnir eru yfirleitt fastir í sínum trúarbrögðum og því miður eru nokkuð margir bloggarar sem eru svo trúaðir að öll gagnrýni á þeirra flokk er afgreidd sem "trúvilla".  Þetta höfðar ef til vill vel til þeirra sem alltaf kjósa þennan flokk en óháðir hlaupa burt og á aðrar vefsíður og þá í fang flokks eins og x-O. 

Athyglisvert verður að fylgjast með hvað kemur upp út kjörkössunum.  Gömlu flokkarnir verða að læra að nota netið betur og halda sínum  trúboðum á "réttri línu".

 


mbl.is Ánægð með að geta haft áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt lýðræði "Orwellian style"

Sumir Íslendingar eru tvöfalt jafnari en aðrir Íslendingar og það þykir bara fínt og sjálfsagt, hluti af okkar einstaka lýðræði sem er betra og eldra en alls staðar annars staðar, ekki satt?  Bankamenn og þeirra gullkálfar þóttu líka svaka fínir þar til þeir gufuðu upp.  Þá voru þeir ekki meir upp á pallborðið hjá Íslendingum.  Hefur eitthvað breyst?  Hefur gleymst að 36% kusu x-D í síðustu kosningum!
mbl.is Tvöfaldur munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sögðu menn líka um bankana rétt fyrir hrun!

Á ensku er sagt "where there is smoke there is fire".  Því miður voru alltaf miklar líkur á að Flugleiðir lentu í erfiðleikum eftir að Hannes Smárason og Co "breyttu" þessu mikilvæga fyrirtæki Íslendinga í "fjárfestingasjóðinn" FL Group sem síðan breytti um nafn og var nefndur Stoðir og svo.........búmm


mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfi tekið upp hjá ESB - miklir möguleikar fyrir Ísland

Stórblaðið Times í London gerir nýjum tillögum Joe Borg sjávarútvegsstjóra ESB góð skil í forystugrein í dag. 

Það sem ritstjóri blaðsins telur áhugaverðast er að skýrslan mælir með kvótakerfi og að hætt verði að stjórna sameiginlegum fiskveiðum frá Brussel.  Blaðið nefnir að svona kerfi hafi verið rekin með góðum árangri í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Noregi og Íslandi.

Ef Ísland myndi hefja aðildarviðræður við ESB strax, gætum við haft góð áhrif á nýja fiskveiðistefnu ESB enda yrðum við eina þjóðin með reynslu í rekstri kvótakerfis. 

Þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrri íslenskt athafnalíf.  Setja þarf upp og þjálfa sjómenn og aðra í notkun og eftirliti með nýju kerfi um alla Evrópu.  Þetta gæti skapa fjölda góðar og áhugaverðra starfa fyrir Íslendinga.

Nú þarfa að hamra járnið meðan heitt er! 


Seðlabanki Evrópu stýrir gengi krónunnar?

Seðlabanki Evrópu á 85 ma ríkistryggð skuldabréf sem bera háa vexti sem bankinn getur skipt yfir í evrur að vild vegna samnings IMF við íslensk stjórnvöld. 

Þetta er svo gríðarleg upphæð að það er leikur einn fyrir Seðlabanka Evrópu að stýra gengi íslensku krónunnar að vild. 

Hvort halda menn að auðveldara verði að semja um þessi bréf ef Ísland er í ESB eða utan?

Ég er alveg gáttaður að andstæðingar ESB aðilar hafi ekki notað þessa staðreynd til að telja fólki trú um að Seðlabanki Evrópu sé að "veikja" krónuna fyrir kosningar í "pólitískum" tilgangi.  Bjarni Ben og Steingrímur J.  þurfa greinilega að stinga nefjum saman og athuga þetta betur!


mbl.is Situr uppi með íslensk skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu velt yfir á almenning!

Það virðast engin takmörk fyrir því hvað íslenskur almenningur á að borga og bjarga. 

Ríkið mun leita í vasa almennings með hærri sköttum svo hægt sé að borga fyrir mistök fyrri ríkisstjórnar.  Einkafyrirtæki mun velta hærri vaxtakostnaði vegna glæfralegra fjárfestinga yfir á almenning í formi hærra verðs á vörum og þjónustu. 

Fyrirtæki sem eru í einokunaraðstöðu eða starfa í lítilli samkeppni eru í óskaaðstöðu og geta hagað sér eins og ríki í ríkinu og hreinlega "skattlagt" almenning í formi nýrra og hærri gjalda.

Mjög freistandi er við þessar aðstæður að fyrirtæki taki sig saman og geri samkomulag um að halda verði uppi til að halda "lífi". 

Hér verður Samkeppnisstofa að fylgjast vel með og halda hagsmunum neytenda á lofti. 

 


Íslensk listaverk erlendis - hvað varð um þau?

Hvað varð um öll þau listaverk sem héngu á veggjum íslenskra banka erlendis í kjölfari hrunsins?

Voru þau kannski bara seld á erlendum uppboðum með öðrum innanstokksmunum - eða eru þessi listaverk í eigu erlendra kröfuhafa?

Er til listi um þau íslensku listaverk sem voru send til erlendra útibúa bankanna?

 

 


mbl.is Listaverkin féllu á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fjötrum eigin sjálfstæðis!

Svo furðulega sem það kann nú að sýnast er íslenska þjóðin í skuldafangelsi síns eigin sjálfstæðis.  Stærsti og öflugasti handrukkari heims, IMF, ræður nú för.

Bjarni Ben segir að við látum ekki embættismenn hjá ESB segja okkur fyrir verkum, nei betra að láta stærsta handrukkara heims segja okkur fyrir verkum!

Steingrímur segir að þjóðin verði að vera 100% hluthafi í auðlindum landsins, en allt í lagi að veðsetja þær upp í topp og láta stærsta handrukkar heims hafa lyklavöldin!

Það er fínt að vera 100% hluthafi þegar skuldirnar eru viðráðanlegar.  En þegar þær fara úr böndunum eru lánadrottnar hærra settir en hluthafar og eignast þrotabúið. Þetta ætti hvert mannsbarn á Íslandi að vita, nóg eru dæmin.

Hvernig losnum við úr klóm stærsta handrukkar heims?  Tvær leiðir eru nú aðallega ræddar.

Sú fyrsta felst í því að ganga í samband lýðfrjálsra Evrópuríkja.  Þar munum við fá stuðning og hjálp á jafnréttisgrundvelli og sitja við sama borð og flestar okkar nágrannaþjóðir.  Slík ákvörðun mun auka traust og trúverðugleika erlendis enda er þetta eina raunhæfa leiðin séð út frá reynsluheimi erlendra aðila. 

Sú seinni er að hafna aðild að ESB og kalla á það eina sem þjóðin þekkir, meiri skuldir.  Skuldir til að byggja upp 20,000 störf, skuldir til að halda uppi velferðakerfinu osfrv.  Þetta er leið alkóhólistans, aðeins eina flösku í viðbót og svo er ég hættur. 

Á laugardaginn getur þjóðin valið:

Endurheimt sjálfstæði eða áframhaldandi fjötra og höft!

 

 


mbl.is AGS spáir 1,3% samdrætti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband