Kvótakerfi tekið upp hjá ESB - miklir möguleikar fyrir Ísland

Stórblaðið Times í London gerir nýjum tillögum Joe Borg sjávarútvegsstjóra ESB góð skil í forystugrein í dag. 

Það sem ritstjóri blaðsins telur áhugaverðast er að skýrslan mælir með kvótakerfi og að hætt verði að stjórna sameiginlegum fiskveiðum frá Brussel.  Blaðið nefnir að svona kerfi hafi verið rekin með góðum árangri í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Noregi og Íslandi.

Ef Ísland myndi hefja aðildarviðræður við ESB strax, gætum við haft góð áhrif á nýja fiskveiðistefnu ESB enda yrðum við eina þjóðin með reynslu í rekstri kvótakerfis. 

Þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrri íslenskt athafnalíf.  Setja þarf upp og þjálfa sjómenn og aðra í notkun og eftirliti með nýju kerfi um alla Evrópu.  Þetta gæti skapa fjölda góðar og áhugaverðra starfa fyrir Íslendinga.

Nú þarfa að hamra járnið meðan heitt er! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband