Pólitískt bensínverð? En hversu lengi?

Bensínverð á Íslandi hefur lækkað miðað við önnur Evrópulönd og er nú eitt það lægsta í vestur Evrópu.  Hvað er að gerast hér?  Er verðinu haldið niður af stjórnvöldum í pólitískum tilgangi fram að kosningum?

Samkvæmt athugun TCS, systurfélags FÍB í Sviss, á bensínverði í Evrópu frá 1. apríl og með því að nota gengi krónunnar í dag er hæsta verð á 95 oktan bensíni í Hollandi 227.2 kr.   Meðalverð í Svíþjóð 180.9 kr, og í Sviss 156.5 kr. Ódýrasta verð skv. TCS í vestur Evrópu er í Lúxemborg eða 153.2 kr. Hins vegar er hægt að fá ódýrara bensín í Hveragerði, þar kostar 95 oktan 148.1 kr. (Shell verð).  Meðalverð á Íslandi er nær 153.8 kr.

Hvernig stendur á því að bensínverð á Íslandi er orðið það lægsta í vestur Evrópu?  Fyrir ári síðan gerði FÍB verðkönnun á bensínverði og þá var verð á Íslandi á 95 oktan 155.6 kr og í Svíþjóð 154.9 kr. 

Á einu ári hefur bensínverð hækkað um 17% í Svíþjóð í krónum talið en lækkað um 1% á Íslandi. Enn meiri hækkun hefur orðið á bensíni á sama tíma í Hollandi eða 28%.  Hækkun í öðrum vestur Evrópu löndum er um 20% í krónum talið.

Verð á 95 oktan bensíni á Íslandi virðist því hafa lækkað um a.m.k. 15% miðað við nágrannalöndin.  Hefur ríkið lækkað álagningu eða olíufélögin?  Nota olíufélögin annað gengi en gengi Seðlabankans? 

Hvað gerist eftir kosningar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bensínverðið hefur bara verið óþolandi hátt í landinu.  Og mest fer í ríkissjóð.  Ekki viljum við ýta undir að hækka það.  Er það?  Þeir verða nógu fjótir að fatta það sjálfir.  

EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband