25.4.2009 | 08:07
Eru þetta fagleg vinnubrögð eða eitt annað klúðrið?
Ögmundur segir að vinna þurfi löggjöf um þjónustustarfsemi EES faglega.
Fyrst segir Stefán Haukur já og svo nei. Er þetta faglegt? Hver gaf sendiherra skipun um að samþykkja og á hvað forsendum var samþykki veitt? Af hverju var samþykki breytt í neitun á síðustu stundu?
Hvers vegna komast íslenskir ráðherrar alltaf upp með að segja hálfa sannleikann? Hvenær breyttist VG slagorðið "allt upp á borðið" í "allt undir teppið"?
Því miður sýnir þetta ákvarðanaferli þá ringulreið og skipulagsleysi sem virðist ríkja innan ríkisstjórnarinnar. Erlendir diplómatar standa agndofa.
Ætli við verðum ekki að bíða eftir að erlendir blaðamenn svipti hulunni af þessu sem svo mörgu öðru.
![]() |
VG stoppaði ESB-lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 07:48
Atvinnurekstur á villigötum
Ef þessar tölur eru réttar að afskrifa þurfi lán 75% fyrirtækja sem eru í rekstri vekja þær upp spurningar um viðskiptakúltúr og stjórnunarhæfni Íslendinga. Það er ekki hægt að velta allri ábyrgð yfir á bankamenn og Seðlabankann þó auðvita beri þessir aðilar mesta ábyrgð.
Þeir sem eru í atvinnurekstri verða að reka sín fyrirtæki af ábyrgð og skynsemi. Fjárhagslegar áætlanir verða að vera raunhæfar og byggðar á alþjóðlegum viðurkenndum forsendum um uppbyggingu efnahagsreikninga og myndun og notkun lausafés.
Framtíðin er ekki björt. Hvernig á að endurreisa þessi fyrirtæki og fjármagna það starf? Hver eignast þau? Hver á að endurskipuleggja þau og endurþjálfa stétt íslenskar atvinnurekenda? Hver er hin raunverulega verðmætamyndun hjá þessum fyrirtækjum? Hvert stefnir atvinnuleysið á Íslandi?
Það er erfitt að ímynda sér að erlendir fjárfestar og bankamenn standi í röðum til að lána enn meiri peninga til Íslands? "Throwing good money after bad" verður viðkvæðið erlendis þegar Ísland og íslensk fyrirtæki ber á góma.
![]() |
Afskrifa 75% fyrirtækjalána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2009 | 21:01
Hugleiðing um orðið "ráðherra"
Svona rétt fyrir kosningar er gott að hugleiða um hvað þessar kosningar snúast. Fyrir flesta stjórnmálamenn er aðeins eitt markmið og það er hinn himneski ráðherrastóll. Enginn stóll kemst í hálfkvist við ráðherrastól og margt er lagt á sig til að fá að setjast í þau herlegheit.
En bíðum aðeins við. Hvers vegna nota Íslendingar orðið "ráðherra" yfir æðstu yfirmenn framkvæmdavaldsins? Ráðherra, er á herra sem ræður. Þetta orð er hvorki lýðræðislegt eða jafnræðislegt. Gamalt orð frá einveldistíma þegar konungur skipaði sína herra sem réðu í hans valdi. Hvers vegna í ósköpunum eru við að nota þetta úrelta orð á 21. öld.
Erlendar þjóðir nota flestar orðið "Minister", sem kemur úr latínu minister sem þýðir þjónn. Þarf að hafa fleiri orð um það.
Íslendingar þurfa að koma sér saman um nýtt orð yfir æðstu yfirmenn framkvæmdavaldsins. Orðið ráðherra er útrunnið.
![]() |
Ekkert samkomulag um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2009 | 20:31
SPRON: Ófagleg vinnubrögð eða eitthvað alvarlegra?
Eitt sem flestir útlendingar alltaf segja mér um samskipti þeirra við Íslendinga er hversu ófaglegir þeir eru oft í almennum samskiptum. Tölvupósti og símaskilaboðum er ekki yfirleitt ekki svarað. Alltaf þarf að reka á eftir Íslendingum, minna þá á og krefja svara. Annað þekkt vandamál er ringulreið og skipulagsleysi. Íslendingar eru ekki vanir að vinna eftir kerfisbundnu og ábyrgu ferli. Þegar hringt er og spurt við hvern eigi að tala um ákveðna ákvörðun er oft fátt um svör. Bent er á einn og svo annan og endað í hring.
SPRON virðist klassískt dæmi um þetta en samt er þetta aukaatriði. Það sem almenningur þarf að vita er hvort hugsanlegir ráðherrar í nýrri ríkisstjórn eftir kosningar fengu sérstaka fyrirgreiðslu hjá SPRON og hver sú fyrirgreiðsla var, ef einhver. Það þarf að hreinsa andrúmsloftið og sannfæra almenning um að engin tengsl hafi verið á milli stjórnmálamanna í ábyrgðastöðum og SPRON.
Spurningunni sem enn er líka ósvarað er: hvers vegna fengu erlendir kröfuhafar enga gangtillögu frá ríkinu? Hvað lág þar á baki? Ófagleg vinnubrögð eða eitthvað annað alvarlegra. Þessu verða stjórnvöld að svara.
Í guðanna bænum ekki bíða þar til erlendir blaðamenn svipta hulunni af enn einu íslensku hneyksli.
![]() |
Stefna ríkinu vegna SPRON |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 15:59
Íslensk Múhameð deila í uppsiglingu!
Steingrímur er farinn að líta ansi stórt á sig. Ekki má birta mynd af honum frekar en Múhameð spámanni. Er þetta ekki aðeins of langt gengið?
Eina sem þetta hefur upp úr sér er enn meiri auglýsing fyrir Vefþjóðviljann. Fólk er forvitið og fer að kíkja á þetta.
Kannski að við förum að sjá Steingrím með túrban bráðum, færi honum bara vel, ekki satt.
![]() |
Segja VG hindra skoðanaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2009 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 15:32
Enn einn bletturinn á íslenska vegabréfið
Íslenska vegabréfið er ekki eins blátt og saklaust og það hefur alltaf verið. Nei, það er orðið ansi blettótt og sjúskað. Og ekki virðast þessar fréttir bæta útlitið.
Fólk erlendis spyr ekki lengur um Björk, íslensku náttúruna og hreina loftið. Allt tal er um bankahrun, þjóðargjaldþrot og glæframenn sem stálu landinu.
Margir útlendingar sem hafa tapað peningum í íslensku bönkunum vilja varla heyra minnst á Ísland og allt sem íslenskt er. Brennt barn forðast eldinn. Það verður ekki auðvelt að fá erlenda banka og fjárfesta til að lána peninga til Íslands aftur. Það mun ekki beint auka starfsframa erlendra bankamanna að mæla með lánum til Íslands!
Þeir sem verða svo djarfir að lána til Íslands munu nú fara fram á raunveruleg veð, veð í íslenskum auðlindum og þá aðeins að bankamenn séu 100% öruggir um að þessi veð verði ekki gerð ógild með enn einum neyðarlögum. Ofna á þetta koma svo ofurvextir vegna óhagstæðs áhættumats erlendra stofnanna.
Því lengur sem þessi Icesave deila dregst á langinn því meiri líkur eru á langvarandi skaða á íslensku trausti og trúverðugleika sem erfitt verður að breyta.
![]() |
Siv segir atburði ævintýralega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 12:00
Hátekjuskattur aðalúrræðið
Bresk fjárlög voru nýlega kynnt af Alistair in Wonderland eins og blöðin kalla fjármálaráðherra Breta um þessar mundir. Þetta eru kosningafjárlög fyrir Verkamannaflokkinn. Gríðarlegar skatthækkanir á hæstlaunuðu en lítill niðurskurður alla vega fram að kosningum.
Hátekjuskattur á hæstu tekjur hækkar um 10% stig (úr 40 í 50%) sem er einu stig meir en á Írlandi þar sem hann hækkaði um 9% stig.
En ekki nóg með það, persónufrádráttur var afnuminn hjá þeim hæst launuðu og þeir verða líka að borga skatt af lífeyrisgreiðslum. Þessar hækkanir jafngilda að jaðarskattur í Bretlandi er nú 60%. Enda voru mörg dagblöð í Bretlandi sem sögðu að þetta væru óskafjárlög fyrir Sviss og Lúxemborg!
Hér eru aldeilis komin fordæmi fyrir VG og S. Ekki vill Steingrímur verða eftirbátur Alistair svo athyglisvert verður að sjá hver hinn nýji hátekjuskattur verður - 9, 10 eða 12%?
![]() |
Samdráttur í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 10:57
Hvar lendir ESB trompið?
Það sem verður mest spennandi við þessar kosningar er að sjá hvar ESB trompið lendir. Það er nú hjá Steingrími á þeim forsendum að S+O+F nái ekki 32 þingmönnum inn. En ef það gerist færist trompið yfir til Jóhönnu og staða VG í nýrri ríkisstjórn veikist til muna.
Ef þetta gerist verður líka fróðlegt að fylgjast með hrossakaupum Framsóknar, þeir eru nú vanir að fá ríflega fyrir sinn snúð. Og hvað gerir Borgarahreyfingin, freistast hún í fjórflokkabrask þegar allt kemur til alls?
Þetta lítu bara út fyrir að geta orðið ansi spennandi.
![]() |
Stjórnin heldur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 10:41
Kaupmáttur eykst svona rétt fyrir kosningar!
Furðulegar fréttir frá Hagstofunni um að kaupmáttur hafi aukist um 0.7% á síðasta mánuði og fallið aðeins um 8.4% á síðastliðnum 12 mánuðum.
Hvað ætli það séu margar fjölskyldur í landinu sem aðeins hafa þurft að draga saman um innan við 10% í sínum útgjöldum á síðastliðnum 12 mánuðum og eru betur settar nú en í síðasta mánuði?
Ég skrifaði hér fyrir nokkru um lægstu taxta sem hafa falli um 37% mælt í evrum, og mest af því falli var á síðustu 12 mánuðum.
Er ekki kominn tími til að endurskoða þessa launavístölu?
![]() |
Launavísitala hækkar um 0,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 08:44
Kampavín og prenthylki
Enn um brenglað verðlag eftir hrun krónunnar.
Ég skrifaði nýlega um ódýrt bensín á Íslandi en það er fleira ódýrt hér. T.d. er fínt kampavín orðið frekar "ódýrt" hér á landi, ef svo er hægt að komast að orði, alla vega miðað við verðlag á prenthylkjum. Tökum dæmi.
Hp 363 stórt prenthylki kostar kr. 6450 í Pennanum. Út úr búð í London kostar þetta sama hylki kr. 3799. 70% dýrara á Íslandi en í Bretlandi.
Kampavín Mumm kostar kr. 5299 hjá Vínbúðinni. Út úr búð í London (Nicolas) kostar þessi sama flaska 32 pund eða kr. 6080 og í Frakklandi kostar flaskan 31.40 evrur eða kr. 5338.
Hversu lengi verður hægt að kaupa ódýrasta kampavín í Evrópu á Íslandi? Ef kampavín fer sömu leið og prenthylkin mun flaskan fara yfir kr. 10,000. Það ku vera nokkrir kassar á þessu verði enn í landinu.
Já það er ódýrt að vera "champagne socialist" á Íslandi í dag! Ekki alveg það sem ég bjóst við af Jóhönnu og Steingrími.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)