IMF hefur ruglast á bremsu og bensíngjöf!

Nágrannalöndin okkar fást við mikla efnahagslega erfiðleika og hafa gripið til ýmissa aðgerða.  Eitt sameinar þó aðgerðir i öllum OECD löndum nema Íslandi og það eru gríðarlegar vaxtalækkanir.  Vaxtalækkanir hjálpa fyrirtækum og einstaklingum.  Vaxtabyrgði af húsnæðislánum lækkar sem gefur fjölskyldum meira fé til ráðstöfunar sem aftur örvar efnahagslífið og dregur út atvinnuleysið.  Sama á við um fyrirtækin, lækkaður vaxtakostnaður dregur úr þörf fyrirtækja til að lækka laun og segja fólki upp. 

Að halda vöxtu í 15.5% er ávísun á kerfishrun eins og Friðrik H Guðmundsson bendir á í sínu bloggi nýlega.  Sá misskilningur sem virðist ríkjandi hér á landi að við getum bara tekið erlend lán ofan á erlend lán til að byggja virkjanir, skapa 20,000 störf og halda uppi norrænu velferðakerfi er hættulegur.  Til að halda svona spilaborg standandi endum við með því að taka lán til þess aðeins að greiða vexti og vaxtavexti af öllum þessum lánum.  Þessi tálsýn byggir einnig á þeirri fölsku forsendu að við höfum ótakmarkað lánstraust erlendis. 

Fjárhagsleg staða heimilanna og fyrirtækja landsins er á fleygiferð fram af Látrabjargi.  Þetta verður að bremsa af en vandamálið er að IMF hefur ruglast á bremsu og bensíngjöf og íslenskir stjórnmálmamenn eru flestir með bundið fyrir augun. 

Ég hef áður sagt að Ísland hafi aðeins tvo möguleika, IMF og krónuna eða ESB og evruna.  Ég er nú kominn á þá skoðun að fyrsti möguleikinn er varla raunhæfur.  Það eina sem getur bremsað IMF af á þeirri tortímingarbraut sem þeir eru á með landið er umsvifalaus yfirlýsing um að hefja aðildarviðræður við ESB.  Þar með skapast bæði erlend ró og traust sem gefur okkur loksins tækifæri á að lækka vexti og ná stöðuleika á krónuna.  Ef ekki er gripið í nú er verið að senda næstu kynslóð í fátækt og atvinnuleysi sem mun taka áratugi ef ekki heila kynslóð að vinna sig út úr.  Eiga börnin það skilið?

Valið í þessum kosningum stendur því aðeins um tvo mjög skýra möguleika: 

ESB aðild eða ekkert!

 


mbl.is Fjórfalt fleiri í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða viðskiptavinir Símans látnir borga 6.4 ma tap?

Tap móðurfélags Símans ætti að vera áhyggjuefni viðskiptavina Símans.  Gjöld og taxtar hafa hækkað og svo virðist sem fyrirtækið munu nota allar aðferðir til að velta sem mestu af tapi óskyldra fjárfestinga yfir á viðskiptavini Símans.  Þetta þýðir auðvita að meginþorri símnotenda verða að sætta sig við háa og hækkandi taxta og líklega verri þjónustu um ókomna framtíð.

Einkavæðing Símans voru mistök.  Lítið, strjálbýlt og einangrað land eins og Ísland getur ekki afhent þjóðhagslega  mikilvæga stofnun eins og Símann til fjárglæframanna sem hafa sett fyrirtækið á rúllettuborðið og tapað.

Síminn þarf að komast aftur í þjóðareign.  Þetta ætti ekki að standa í VG í nýrri ríkisstjórn.

 


mbl.is Tap Skipta 6,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lægstu taxtar hafa lækkum um tæp 40% mælt í evrum!

Lægstu taxtar Eflingar hafa lækkað um 37% frá 1. janúar 2007 til dagsins í dag, mælt í evrum.  2007 var lágmarkstaxti 1300 evrur á mánuði og var þá á meðal hins hæsta innan EES svæðisins og sambærilegur við taxta í Hollandi. 

Á 2 árum hefur hins vegar sigið á ógæfuhliðina fyrir hina lægst launuðu á Íslandi og nú er lágmarkstaxti Eflingar 815 evrur á mánuði og ekki lengur sambærilegur við lönd í vestur og norður Evrópu heldur liggur hann með löndum í austri og suðri.

Svipaður munur er á lágmarkstímakaupi.  Lágmarkstímakaup í Bretlandi er 1089 kr á meðan það er 804 kr. á Íslandi.

Hvað ætla félagshyggjuflokkarnir að gera fyrir þetta fólk annað en að slá skjaldborg um það?  Hvernig væri að lágmarkstímakaup yrði hækkað upp í 1000 kr?  Það er tala sem fólk skilur. 

Hvers vegna geta stjórnmálamenn ekki talað í tölum á Íslandi.

 

 


mbl.is Ríkastir stórjuku sinn hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsun Sjálfstæðismanna greinilega ekki nóg!

Þríeykið, Þorgerður, Illugi og Guðlaugur sem öll stóðu vaktina fyrir og eftir hrun eru greinilega ekki vinsæl hjá kjósendum eigin flokks. Mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins verður fórnað til að þríeykið haldi sínum valdastöðum innan flokksins. 

Á hinn bóginn lítur út fyrir að nokkrir nýir þingmenn Borgarahreyfingarinnar eigi fylgi sitt að þakka ónógum hreinsunum innan Sjálfstæðisflokksins. 

Svo verður athyglisvert að sjá hversu margar útstrikanir þríeykið fær á laugardaginn.

 


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvar og hvenær á að fá fjármagn til að skapa 20,000 störf?

Það setur enginn 20,000 manns á launaskrá nema að hafa fjármagn.  Hvaðan á þetta fjármagna að koma og hvenær?  Hvaða vilja fjármagnseigendur fá fyrir sinn snúð? 

Hvort ætli sé auðveldara og ódýrara að skapa 20,000 störf innan eða utan ESB? 

Má maður spyrja?  Fær maður svar? 


mbl.is Efling atvinnulífs gegn fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu má nú nafn gefa.

Minnimáttarkennd og viðkvæmni íslenskra stjórnmálamanna gagnvart útlendingum hefur náð nýjum lágpunkti með þessari kjánalegu yfirlýsingu Bjarna.

Percy Westerlund var einfaldlega að leiðrétta misskilning en ekki að skipta sér af stjórnmálum á Íslandi.

Hvers vegna eru Íslendingar sí og æ að leiðrétta misskilning útlendinga en þegar útlendingar vilja leiðrétta misskilning Íslendinga ætlar allt af göflunum að ganga.

Það er ekki sama Jón og Jan!


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt bensínverð? En hversu lengi?

Bensínverð á Íslandi hefur lækkað miðað við önnur Evrópulönd og er nú eitt það lægsta í vestur Evrópu.  Hvað er að gerast hér?  Er verðinu haldið niður af stjórnvöldum í pólitískum tilgangi fram að kosningum?

Samkvæmt athugun TCS, systurfélags FÍB í Sviss, á bensínverði í Evrópu frá 1. apríl og með því að nota gengi krónunnar í dag er hæsta verð á 95 oktan bensíni í Hollandi 227.2 kr.   Meðalverð í Svíþjóð 180.9 kr, og í Sviss 156.5 kr. Ódýrasta verð skv. TCS í vestur Evrópu er í Lúxemborg eða 153.2 kr. Hins vegar er hægt að fá ódýrara bensín í Hveragerði, þar kostar 95 oktan 148.1 kr. (Shell verð).  Meðalverð á Íslandi er nær 153.8 kr.

Hvernig stendur á því að bensínverð á Íslandi er orðið það lægsta í vestur Evrópu?  Fyrir ári síðan gerði FÍB verðkönnun á bensínverði og þá var verð á Íslandi á 95 oktan 155.6 kr og í Svíþjóð 154.9 kr. 

Á einu ári hefur bensínverð hækkað um 17% í Svíþjóð í krónum talið en lækkað um 1% á Íslandi. Enn meiri hækkun hefur orðið á bensíni á sama tíma í Hollandi eða 28%.  Hækkun í öðrum vestur Evrópu löndum er um 20% í krónum talið.

Verð á 95 oktan bensíni á Íslandi virðist því hafa lækkað um a.m.k. 15% miðað við nágrannalöndin.  Hefur ríkið lækkað álagningu eða olíufélögin?  Nota olíufélögin annað gengi en gengi Seðlabankans? 

Hvað gerist eftir kosningar?


Er Jóhanna hálfólétt?

Í þessari kosningabaráttu er allt hægt.  Allir flokkar geta bæði haldið og sleppt og allar leiðir eru blandaðar. 

Stefnuskrá flokkanna er hálfólétt í öllum aðalmálum og flestir virðast ekki kippa sér upp við það enda eru Íslendingar ekki vanir að gera miklar kröfur til sinna stjórnmálamanna.

Er von að kjósendur viti ekki hvað þeir eigi að kjósa og vilji helst skila auðu. 


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ætlar Ögmundur að finna peninga?

Hvernig ætlar Ögmundur að finna peninga til að auka heilbrigðisþjónustuna á sama tíma og gríðarlegur niðurskurður á ríkisútgjöldum liggur fyrir? 

Þessi yfirlýsing um aukna tannlæknaþjónustu er hvorki trúverðug né trausvekjandi fyrir áætlandir VG í ríkisfjármálum.

Þjóðin og flokkarnir virðast í algjörri afneitun hvað varðar fjárhagslega stöðu ríkisins. 


mbl.is Áfall að sjá hve aðsóknin var mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar komast hvori lönd né strönd

Á meðan útlendingar njóta afleiðinga banka og efnahagshruns landsins þurfa Íslendingar nú að borga 30-40 Dkr fyrir kaffibollann í Kaupmannahöfn eða 696 -928 krónur. Bensínlítrinn í Kaupmannahöfn er 9.54 Dkr eða 221 krónur. 

Já það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. 


mbl.is Ferðamenn flykkjast til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband