2.5.2009 | 21:04
Er auðveldara að segja sig úr EES en ESB?
Ein röksemd ESB andstæðinga sem eru hlynntir EES er að það sé svo miklu auðveldar að segja sig úr EES en ESB og það réttlæti þann lýðræðishalla að við tökum upp ESB lög án þess að geta kosið um þau! (ekki spyrja um þessa lógík, hef aldrei skilið hana)
Hver hefur komist að þessari niðurstöðu og hvernig? Er þessi niðurstaða byggð á óháðu og sjálfstæðu mati? Hvar liggja staðreyndirnar? Getur einhver svarað þessu?
Ef mig minnir rétt þá sagði Grænland sig úr ESB en enginn hefur enn sagt sig úr EES. Svo varla er þessi niðurstaða byggð á raunverulegum dæmum?
![]() |
Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2009 | 20:29
Fons stendur betur en mörg önnur gjaldþrota fyrirtæki!
Þessi viska birtist á mbl.is án nokkurrar gagnrýni. Eignir Fons eru taldar 10-12ma kr en skuldir um 20 ma kr. Mismunurinn er 8-10 ma. kr eða sem samsvarar þegar boðuðum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu þar sem bráðaþjónusta, öldrunarþjónusta og heilsugæsla hafa verið skorin veruleg niður.
Eina sem Pálmi hefur að segja við hluthafa er:
"að félagið standi betur en mörg önnur félög sem nú séu að fara í þrot"
Ekki er öll vitleysan eins. Hins vegar spyr maður sig, hver og hvernig á að endurreisa íslenskt athafnalíf ef þetta eru viðhorfin?
![]() |
Landsbankinn stærsti kröfuhafinn í Fons hf. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2009 | 19:55
Gordon Brown í vanda ...
Þegar breskir stjórnmálamenn lenda í vanda eru blaðamenn ekki langt undan. Þá er engin miskunn eða tepruskapur sýndur enda er viðhorfið í Bretlandi að þeir sem bjóða sig fram í opinberar valdastöður verði að þola suðuþvott með skolunum og þeytivindu. Enginn kattarþvottur leyfður þar eins og á Íslandi.
Um þessar mundir er komið að Gordon Brown sem setti hryðjuverkalög á Ísland. Það er því athyglisvert að skoða hvað hans eigin flokksmönnum og kjósendum finnst um hann sem leiðtoga. Breskir fjölmiðlar eru fullir af fréttum en einhvern vegin hafa þær ekki ratað til Íslands. Furðulegt, því þær gefa Íslendingum ágæt skotfæri í Icesave deilunni.
Byrjum á Charles Clark fyrrum innanríkisráðherra í breska verkamannaflokknum sem í þætti hjá BBC hafði þessi orð um forsætisráðherra síns flokks:
There have been things that have been done recently which have made me feel ashamed to be a Labour Member of Parliament, which is something I never ever wanted to be. I worked over my whole political life to get Labour into a position where it could be a good government and I do see that fading away ... And it feels absolutely appalling. (The Times of London 020509)
Peter Oborne pólitískur fréttaskýrandi á Daily Mail gengur lengra í nýlegri grein um Gordon Brown sem hann nefnir:
So, who´ll hand him the loaded revolver and bottle of whisky? en þar segir hann meðal annars:
Consider first, the case of Gordon Brown´s own state of mind. I am informed that his personal behaviour has become erratic. He is increasingly prone to fits of rage ... He regularly screams at officials, throws things and crumples up pieces of paper in fits of anger. According to one Downing Street aide, it is no longer possible to predict Browns´s moods - whether he´s going to be nice or violently hostile. ... Ministers complain that it is impossible to get a decision out of Downing Street, while other say that any decisions that are made are done so for irrational, purely political reasons. (Daily Mail 020509)
Matthew Parris skrifar á svipuðum nótum í The Times undir fyrirsögninni:
This gutless Cabinet must share the blame. Hann endar sinn pistill á mög svo athyglisverðum orðum sem höfða jafn vel til íslenskra stjórnmálamanna sem breskra. Þar segir hann:
Here, then, is one good reason why Mr. Brown deserves to keep his job. Because were he to relinquish it, it would be to someone who had known his leader´s incapacity, seen it often and at first hand in Cabinet, yet never spoke. And that´s worse than talentless. It´s gutless. To oblivion, then, with the whole damn lot. (The Times 020509)
Það er varla annað hægt að segja eftir þennan lestur en að margt er líkt með skyldum!
Íslenskir blaðamenn geta hins vegar lært heilmikið af þeirra starfsbræðrum í Bretlandi.
Fyrsta lexían ætti að vera hugrekki og sjálfstæði!
1.5.2009 | 16:36
Hver á að borga?
Ísland er land skulda. Hér var haldið uppi þjóðfélagi sem lifði hátt út á sparifé útlendinga. Eignir íslenskra auðmanna voru ekkert annað en pappírsgróði sem gufaði upp í hruninu. Þetta var ekkert merkilegra en Nýju Föt Keisarans á 21. öld, eini munurinn var að klæðin og vefstólarnir voru veðsettir upp í topp.
Það eru engar skuldlausar eignir eftir í landinu. Peningarnir sem Íslendingar fengu að láni enduðu upp hjá klókum erlendum fjárfestum sem hafa það að atvinnu að þefa uppi hvítvoðunga með opin tékkhefti og selja þeim rusl á yfirverði. Og aldrei komust þessir aðilar í eins feitt og íslensku útrásavíkingana.
Því miður, Þorveig, það er ekkert eftir á Íslandi nema skuldir, flór og fiskur. Allir sem hafa átt eitthvað eru komnir úr landi. Ríkiskassinn er tómur og enginn lánar Íslandi. Hvernig verða laun og atvinnuleysisbætur borgaðar út þegar engir peningar eru til? Niðurskurður, launalækkanir, uppsagnir og skattahækkanir eru handan við hornið. Hvernig á Ísland að sleppa þegar Írland og Lettland sleppa ekki og eru þó í aðeins skárri stöðu?
Að stinga hausnum í sand er skammgóður vermir! IMF mun sjá til þess.
![]() |
Fráleitt að fækka störfum núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 12:58
1. maí hugleiðing
Nú á þessum fyrsta 1. maí þegar meirihlutastjórn vinstri flokka er við völd eru væntingar verkalýðshreyfingarinnar eðlilega miklar. Hins vegar er það eðli allra stjórnmálamanna að valda vonbrigðum. Jafnvel Nelson Mandela olli vonbrigðum þegar breytingar í Suður Afríku tóku lengri tíma en vonir stóðu til.
Margt bendir til að þetta verði líka örlög nýrrar stjórnar. Sú von margra að hægt sé að finna stóran hóp auðmanna með fullar hendur fjár og skuldlausar eignir sem hægt verði að skattleggja um ókomna framtíð til að viðhalda velferðakerfinu og endurreisa atvinnulífið er hættuleg tálsýn. Hin raunverulegu auðæfi liggja hjá erlendum fjárfestum sem af klókindum tókst að selja eignir sínar til íslenskra útrásavíkinga á yfirverði.
Við getum ekki endalaust hagað okkur eins og í ævintýri H.C. Andersen. Sannleikurinn og raunveruleikinn verða að koma í ljós. Því fyrr því betra, því aðeins þá getur endurreisn Íslands hafist af alvöru.
Því miður eiga hlutirnir eftir að versna til muna áður en þeir batna. Sú svikamylla að slá endalaus lán erlendis til þess eins að fella þau niður á Íslandi gengur ekki til lengdar frekar en vefstólarnir í Nýju Fötum Keisarans. Ríkiskassinn er tómur, hvaðan eiga peningarnir að koma í hann? Varla standa útlendingar í röðum til að ausa sparifé sínu í hann? IMF hefur stöðvað útborgun á láni til Íslands og lánið frá Færeyjum er búið.
![]() |
Kreppa nærð af græðgi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2009 | 09:01
Pólitísk fyrirgreiðsla
Gaman verður að fylgjast með hvaða pólitískir gæðingar eignast Securitas og Plastprent.
Einhverjar krókaleiðir fer þetta en flokksskírteinið mun verða það sem skiptir mestu máli hjá pólitísk skipuðum bönkum sem eru að eignast atvinnulíf þjóðarinnar.
Það er hagsmunamál heimilanna að bönkunum sé komið í hendur óháðra fagaðila sem geta tekið ákvarðanir á viðskiptalegum grundvelli en ekki pólitískum, þannig að fyrirtæki fari í sem bestan rekstur og þar með geti byggt upp sterkan skattstofn sem létti á einstaklingum. Svo einfalt er það mál, eða hvað?
![]() |
Fons í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 08:40
Icesave: Viðskiptabann á íslenskar sjávarafurðir?
Eftir meir en hálft ár er þolinmæði útlendinga á enda. Það má ekki gleymast að erlendir sparifjáreigendur í Evrópu eru líka neytendur íslenskra sjávarútvegsafurða. Íslendingar mega prísa sig sæla að Landsbankinn náði ekki að innleiða Icesave í Frakklandi. Þá væri útflutningur á fiski til ESB í hættu.
Fátt hefur meiri áhrif á framkvæmdastjórn ESB og stjórnir ESB landanna en hópur skattgreiðenda sem fer í mál við aðila utan bandalagsins sem hafa skaðað hagsmuni neytenda innan ESB. Þar er komið gullið tækifæri til að sýna að bandalagið standi saman og styðji sína borgara gegn erlendum aðilum.
Fáar þjóðir hafa meiri áhrif innan IMF en ESB löndin. Það verður því auðvelt fyrir þau að setja smá þrýsting á Jóhönnu og Steingrím. Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar að því minna sem við tölum við útlendinga því betur munum við komast út úr þessari kreppu er því miður á misskilningi byggð.
Þögn og afskiptaleysi er ekki rétta leiðin.
![]() |
Kæra Ísland vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2009 | 16:36
Ríkiskassinn er tómur
Ríkiskassinn er tómur og gott betur þar sem handbært fé er neikvætt um næstum 5 ma kr. Eins og við mátti búast eru tekjurnar lægri en það sem vekur furður er að gjöldin hafa rokið upp um 35% en eru samt innan áætlunar!
Tveir þættir, vaxtakostnaður og atvinnuleysissjóður skýra nærri 2/3 af þessari hækkun. Það er nokkuð ljóst að þessir tveir þættir munu ef eitthvað er, hækka enn og því verður gríðarlegur niðurskurður ekki umflúinn öllu lengur.
Rekstur ríkissjóðs er vægast sagt á brauðfótum. Verið er að redda sér á færeysku láni fram yfir kosningar og á meðan óvissa ríkir um IMF lánafyrirgreiðslu. Svona rekstur þýðir aðeins eitt. Enn meiri lánsþörf sem aðeins verður uppfyllt af IMF sem er eini aðilinn sem hugsanlega lánar ríkinu. Við festumst því enn betur í neti IMF og það gæti tekið okkur 25 ár að borga allar þær skuldir til baka!
Aðgerðarleysið í ríkisfjármálum er að nálgast vítavert gáleysi.
![]() |
Handbært fé ríkissjóðs neikvætt um 4,9 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2009 | 15:30
Eru ráðuneytin og stofnanir heilagar kýr?
Er fullreynt að ekki sé hægt að spara frekar í ráðuneytum og stofnunum ríkisins áður en til þjónustuskerðingar kemur í heilbrigðiskerfinu? Hvað með menntamálin? Hvers vegna þarf að klára tónlistarhúsið á mettíma á meðan heilsugæsla og bráðaþjónusta er skorin niður?
Að byrja að skera niður í heilsugæslu, öldrunarþjónustu og bráðaþjónustu sýnir forgangsröðun sem ekki stenst almenna skynsemi.
Ögmundur ætti að endurskoða þess forgangsröðun. Auðvita þarf að spara í ríkisrekstri en hér er byrjað á öfugum enda.
![]() |
Skerðing þjónustu óhjákvæmileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2009 | 14:43
Í vítahring skulda
Margt bendir til að heimilin þurfi ekki aðeins að greiða eigin skuldir, þær verða einnig að borga skuldir ríkisins í formi hærri skatta og niðurskurðar og svo skuldir fyrirtækjanna í formi hærra vöruverðs.
Lækkun vaxta og niðurfelling skulda verður skammgóður vermir þar sem ríkið og fyrirtækin bíða með sínar hækkanir þar til rofa fer hjá almenningi. Í raun er lækkun vaxta nauðsynleg svo hægt sé að hækka skatta.
Endurreisn og fækkun fyrirtækja vekur upp þá spurningu hvort við séu að sigla inn í nýtt einokunartímabil. Einokunarrekstur er mjög freistandi um þessar mundir þar sem hann er svo miklu arðsamari en annar rekstur og getur skipt sköpun um hvort fyrirtæki geti lifað af eða ekki. Einokunar fyrirtæki geta borgað betur af sínum lánum og greitt hærri skatta.
Þegar skuldsetning nær þeim hæðum sem nú ríkir hér á landi breytast allar forsendur fyrir venjulegum rekstri bæði hjá einkaaðilum og hinu opinbera.
![]() |
Stóra krafan er félagslegt réttlæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |