Icesave: Viðskiptabann á íslenskar sjávarafurðir?

Eftir meir en hálft ár er þolinmæði útlendinga á enda.  Það má ekki gleymast að erlendir sparifjáreigendur í Evrópu eru líka neytendur íslenskra sjávarútvegsafurða.  Íslendingar mega prísa sig sæla að Landsbankinn náði ekki að innleiða Icesave í Frakklandi.  Þá væri útflutningur á fiski til ESB í hættu.

Fátt hefur meiri áhrif á framkvæmdastjórn ESB og stjórnir ESB landanna en hópur skattgreiðenda sem fer í mál við aðila utan bandalagsins sem hafa skaðað hagsmuni neytenda innan ESB.  Þar er komið gullið tækifæri til að sýna að bandalagið standi saman og styðji sína borgara gegn erlendum aðilum. 

Fáar þjóðir hafa meiri áhrif innan IMF en ESB löndin.  Það verður því auðvelt fyrir þau að setja smá þrýsting á Jóhönnu og Steingrím.  Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar að því minna sem við tölum við útlendinga því betur munum við komast út úr þessari kreppu er því miður á misskilningi byggð. 

 Þögn og afskiptaleysi er ekki rétta leiðin.


mbl.is Kæra Ísland vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband