Gordon Brown í vanda ...

Þegar breskir stjórnmálamenn lenda í vanda eru blaðamenn ekki langt undan.  Þá er engin miskunn eða tepruskapur sýndur enda er viðhorfið í Bretlandi að þeir sem bjóða sig fram í opinberar valdastöður verði að þola suðuþvott með skolunum og þeytivindu.  Enginn kattarþvottur leyfður þar eins og á Íslandi. 

Um þessar mundir er komið að Gordon Brown sem setti hryðjuverkalög á Ísland.  Það er því athyglisvert að skoða hvað hans eigin flokksmönnum og kjósendum finnst um hann sem leiðtoga.   Breskir fjölmiðlar eru fullir af fréttum en einhvern vegin hafa þær ekki ratað til Íslands.  Furðulegt, því þær gefa Íslendingum ágæt skotfæri í Icesave deilunni. 

Byrjum á Charles Clark fyrrum innanríkisráðherra í breska verkamannaflokknum sem í þætti hjá BBC hafði þessi orð um forsætisráðherra síns flokks:

“There have been things that have been done recently which have made me feel ashamed to be a Labour Member of Parliament, which is something I never ever wanted to be.  I worked over my whole political life to get Labour into a position where it could be a good government and I do see that fading away ... And it feels absolutely appalling.”  (The Times of London 020509) 

Peter Oborne pólitískur fréttaskýrandi á Daily Mail gengur lengra í nýlegri grein um Gordon Brown sem hann nefnir:

“So, who´ll hand him the loaded revolver and bottle of whisky?” en þar segir hann meðal annars:

“Consider first, the case of Gordon Brown´s own state of mind.  I am informed that his personal behaviour has become erratic.   He is increasingly prone to fits of rage ... He regularly screams at officials, throws things and crumples up pieces of paper in fits of anger.  According to one Downing Street aide, it is no longer possible to predict Browns´s moods - whether he´s going to be nice or violently hostile.  ...  Ministers complain that it is impossible to get a decision out of Downing Street, while other say that any decisions that are made are done so for irrational, purely political reasons.” (Daily Mail 020509)

Matthew Parris skrifar á svipuðum nótum í The Times undir fyrirsögninni:

“This gutless Cabinet must share the blame”.  Hann endar sinn pistill á mög svo athyglisverðum orðum sem höfða jafn vel til íslenskra stjórnmálamanna sem breskra.  Þar segir hann:

“Here, then, is one good reason why Mr. Brown deserves to keep his job.  Because were he to relinquish it, it would be to someone who had known his leader´s incapacity, seen it often and at first hand in Cabinet, yet never spoke.  And that´s worse than talentless.  It´s gutless.  To oblivion, then, with the whole damn lot.” (The Times 020509)

Það er varla annað hægt að segja eftir þennan lestur en að margt er líkt með skyldum!

Íslenskir blaðamenn geta hins vegar lært heilmikið af þeirra starfsbræðrum í Bretlandi. 

Fyrsta lexían ætti að vera hugrekki og sjálfstæði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband