4.5.2009 | 19:59
Þjóðnýting álvera
Það er ekkert sem erlendir fjárfestar óttast meira en að ný vinstri stjórn á Íslandi muni þjóðnýta allar auðlindir landsins þar á meðal álverin. Þeir líta til Venesúela, Argentínu og Kúbu og hrollur fer um þá. Ísland er ekki lengur í hópi Norðurlandanna eða Norður Evrópu nema landfræðilega. Efnahagslega og pólitískt séð er landið nú heiðursfélagi í hópi Suður Ameríkuríkja.
Það er ekki furða að nýtt álver á Suðurnesjum tefjist. Til þess eru margar ástæður:
1. Yfirframboð á áli og lágt verð
2. Almennt skortur á fjármagni í heiminum
3. Efnahagslegur og pólitískur óstöðuleiki á Íslandi
4. Hætta á að fjármagn sem útlendingar koma með til landsins verði þjóðnýtt með neyðarlögum
5. Óreynd ný vinstri stjórn á Íslandi sem á erfitt með að ná samkomulagi
Ef Landsvirkjun á erfitt með að fá lán endurfjármögnuð heldur fólk þá að nýtt álver spretti upp eins og gorkúla si sona?
![]() |
100 misstu vinnu á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2009 | 18:29
007: Frá Rússlandi í gjaldþrot
Þetta er bara hinn besti titill á James Bond mynd.
Staða þeirra félaga Björgólfs og Magnúsar er ekki beysin. Hvað gerðist þarna í Rússlandi? Hvaðan komu peningarnir og hvert fóru þeir? Af hverju hljóp Magnús aftur til Rússlands? Verður Björgólfur "fall guy" fyrir soninn?
Hvers vegna hlustuðu Íslendingar ekki á Dani þegar þeir fóru að spyrja um uppruna fjármuna Björgólfs?
Hvað skilaboð senda þessi gjaldþrot um viðskiptasiðferði á Íslandi til útlendinga?
Ætli það sé nú ekki hægt að skrifa bók um Björgólf án þess að hún verði ritskoðuð og kaflar verði felldir niður?
Og ef einhverjir eru farnir að hafa áhyggjur af Magnúsi í Rússlandi þá er það alveg ástæðulaust enda þurfa menn aðeins að hlusta á hinn hrífandi Helmut Lotti til að að sannfærast um að Magnús er í hinum bestum málum!
![]() |
Framtíðin undir kröfuhöfum komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2009 | 16:13
Reyfarakennd endalok óskabarns þjóðarinnar
Hollywood hefði ekki geta sviðsett endalok íslenskra útrásarvíkinga betur en hin misheppnaða flóttatilraun Magnúsar Þorsteinssonar til Rússlands. Nú vantar bara James Bond til að redda málum þarna fyrir norðan.
Ansi er ég hræddur um að margir Íslendingar sem lögðu mikið á sig til að stofnun Eimskipafélags Íslands varð að raunveruleika muni snúa sér við í gröfum sínum.
Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta.
![]() |
Fallist á gjaldþrotakröfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2009 | 13:52
Íslensk stjórnvöld í sérklassa!
Hvenær var stjórnvöldum á hinum Norðurlöndunum síðast stefnt af hópi banka frá Evrópu, Miðausturlöndum og Asíu vegna hugsanlegra stjórnarskrábrota á eignarréttaákvæðum?
Þetta er mikill hnekkir fyrir FME, ríkisstjórn landsins og Seðlabankann. Þetta er enn ein staðfesting þess að Ísland er komið á bás með löndum eins og Venesúela, Argentínu og Kúbu?
Þetta er ekki aðeins hnekkir fyrir Ísland þetta er blettur á hin Norðurlöndin og þeirra gæðastimpil.
Þetta mun ekki auðvelda aðgang að erlendu fjármagni eða endurfjármögnun. Ekkert hræðir erlenda fjárfesta meir frá en aðför að eignarréttarkafla almennra mannréttinda. Þjóðnýting hverju nafni sem hún nefnist er eitur í blóði fjárfesta. Það er sú pólitíska áhætta sem enginn er tilbúinn að taka.
Ætli fjárfestar í íslenskum álverum og bankamenn Landsvirkjunar séu ekki farnir að ókyrrast?
Spurningu sem aldrei hefur verið svarað er hver samdi þessi neyðarlög? Þau voru samin af einstaklingum. Þekktu þessir einstaklingar til eignar- og jafnréttisákvæða stjórnarskrárinnar?
![]() |
Segja yfirvöld brjóta stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2009 | 07:06
Beðið eftir nýju fötum keisarans
Þjóðin situr agndofa og bíður og vonar. Hægt hefur verið að redda málum í 6 mánuði. Fólk hefur þraukað í von um að krónan styrktist, vextirnir lækkuðu og höftin yrðu afnumin og að atvinnulífið tæki við sér. En allt hefur farið á annan veg og nú þegar neyðin er stærst getur ríkið ekki boðið upp á margt annað en niðurskurð.
Málið er að landið er að drukkna í skuldum og minnka þarf íslenska hagkerfið á sama tíma. Það eru engir peningar til. Aðgerðalisti ríkisstjórnarinnar er ósköp fátæklegur einfaldlega vegna þess að engar töfralausnir eru til og að mikil mistök hafa verið gerð á síðustu 6 mánuðum.
Nú byrjar hins vegar slagurinn um þá fáu góðu bita sem enn ertu eftir á landinu. Allir vilja fá sitt og þeir sem hafa sýnt ráðdeild og hagsýni verður líklega fórnað og hin raunverulega hætta er að öll þjóðin kemst á vonarvöl. Þeir sem enn hafa eitthvað, það verður hrifsað af þeim og brennt upp á skuldabáli hinna.
Ísland er að breytast í efnahagslega eyðimörk. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar verða meir og meir að fara til útlendinga í afborganir lána á meðan landsmenn hafa það að aðalstarfi að borga af lánum og finna greiðsluaðlögunar smugur.
Hvað getur ríkisstjórn gert sem er með tóman kassa sem starfsmenn IMF sitja á?
![]() |
„Viljum hafa fast land undir fótum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2009 | 19:11
Er Gylfi búinn að tala ráðherrastólinn af sér?
Vandamálið við að hafa ráðherra sem eru ekki stjórnmálamenn er að þeir koma ekki alltaf réttum skilaboðum til kjósenda. Að tala um hagsmuni innheimtulögfræðinga í því ástandi sem ríkir nú í þjóðfélaginu er vægast sagt ósmekklegt og alveg ónauðsynlegt.
Það sorglega við þetta er að fyrir utan þessi mistök þá var margt sem Gylfi benti á mjög skynsamlegt. En skaðinn er skeður, allt sem menn muna eftir eru hagsmunir innheimtulögmanna sem Gylfi virðist bera fyrir brjósti. Já, heimur stjórnmálanna er ekki eins einfaldur og hann kannski virðist úr sölum Háskólans.
Baráttan um stólinn er hafinn og Gylfi hefur tapað fyrstu lotunni.
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 18:36
Skilyrði IMF virðasta standa í VG
Lilja Mósesdóttir talaði fyrir kosningar um að hugsanlega þyrfti að setja á 2% eignarskatt eins og í nágrannalöndunum þó ekkert nágrannaland hafi 2% eignarskatt. Þetta var dregið til baka. Nú segir Lilja að við eigum ef til vill að skila IMF láninu og heldur slá Norðurlöndin um lán þó svo að þeirra lán séu nú þegar í pakka IMF. Ætli þetta verði dregið til baka? Eða er Lilja véfrétt sem mark er takandi á? Ekki gott að segja.
Útspil Lilju verður hins vegar að túlka svo að niðurskurðarskilyrði IMF séu svo stíf að þau standi í VG. Sérstaklega verður erfitt fyrir VG að kyngja niðurskurði í velferðarkerfinu sem IMF fer fram á.
Tekist verður á um niðurskurð, skattahækkanir og vaxtastig. IMF mun líklega leggja mesta áherslu á niðurskurð þar sem skattahækkanir í miðri kreppu eru varasamar sérstaklega þegar heimilin eru ekki aflögufær. Þeirra útspil er líklega að fallast á að lækka vexti á móti niðurskurði. Hækkun vaxta upp í 18% hefur nefnilega gefið IMF smá rúm til samninga við ríkisstjórnina.
Skattar sem næstum pottþétt er að hækki í næstu viku eru á áfengi, tóbak og bensín.
![]() |
Ný ríkisstjórn um næstu helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 09:41
Ný niðurskurðarfrétt: Dvalarheimili lokar um áramót!
Hér kemur enn ein fréttin um aðför að öldruðum. Niðurskurður virðist bitna fyrst og fremst á þessum þjóðfélagshóp. Loka átti Dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi nú í byrjun sumars en frestur hefur verið gefinn til áramóta. Ekki er ljóst hvort þessi frestur var gefinn fyrir kosningar eða eftir. En hvað gerist með þetta fólk eftir áramót? Er forsvaranlegt að láta eldri borgara lifa við óvissu og kvíða? Áhyggjulaust ævikvöld hefur snúist upp í martröð fyrir marga eldri borgara.
Á meðan er allt gert til að vernda þjóðfélagshópinn undir 25 ára. Engum skóla eða barnaheimili hefur verið lokað. Auðvita eigum við að standa vörð um næstu kynslóð en ekki á kostnað kynslóðarinnar á undan. Svona "Orwellian" þjóðfélag þar sem aldraðir og þeir sem minna mega sín er alltaf settir skör neðar á ekkert heima í hópi Norðurlandanna.3.5.2009 | 07:20
Brennt barn forðast eldinn
Í leiðara Morgunblaðsins í dag er rætt um mikilvægi þess að endurreisa hlutabréfamarkaðinn hér á landi. Hlutabréfamarkaðir og bankar eru lífæð fyrirtækjanna. Án þeirra mun allur atvinnurekstur á landinu færast í ríkisforsjá þar sem pólitísk sjónarmið og miðstýring mun ráða.
Heimurinn þekkir þessa aðferð. Austur Þýskaland náði einna lengst á þessari hugmyndafræði og einhvern veginn held ég að margir innan VG telji að þessi aðferð sé betri en hin svokölluð nýfrjálshyggja sem margir halda að keyrði allt um koll hér. Spurningin þá er þessi: hafa VG þekkingu og reynslu í miðstýringu og ríkisforsjá á atvinnulífinu eða eru þeir jafn reynslulitlir og Sjálfstæðismenn þegar þeir fóru í nýfrjálshyggjuna?
Málið er nefnilega að kerfið sem við veljum er aðeins eins sterkt og gott og það fólk sem því stýrir. Á Íslandi eru svona athugasemdum yfirleitt sópað undir teppið á þeim grundvelli að ekki megi persónugera vandann. Það eru alltaf stefnan, flokkarnir og hugmyndafræðin sem bregst á Íslandi. Sjaldan fólkið, enda eru úrslit úr nýlegum prófkjörum besta sönnun þess. Á þessu er ein undantekning og það eru hinir svokallaðir "auðmenn" sem hafa aldrei átt upp á pallborðið hér á landi nema þegar dansinn í kringum gullkálfinn er stiginn.
Það verður ekki auðvelt að reisa hlutabréfamarkaðinn. Traust og trúverðugleiki er enginn og allt lagaverkið og eftirlit er á brauðfótum. Hrun markaðarins mun ekki gleymast og neyðarlögin setja Ísland á bás með Venesúela, Norður Kóreu og Kúbu. Erlendir fjárfestar hafa val og hlutabréfamarkaðir um allan heim eru að reyna að laða að fjármagn. Hvernig ætla Íslendingar að markaðssetja sig í þeirri samkeppni? 80% þjóðarinnar telur íslenskt atvinnulíf spillt svo varla fer almenningur að láta sitt sparifé í svoleiðis fyrirtæki. Mikilum þrýstingi mun verða beitt á lífeyrissjóðina um að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og þá verða sjóðsfélagar að vera með augun opin!
Án öflugs hlutabréfamarkaðar er tvísýnt að ríkið geti selt bankana. Þeir verða því líklega í ríkisforsjá um ókomin ár. Traustir hlutabréfamarkaðir er mikilvæg undirstaða atvinnulífs á öllum hinum Norðurlöndunum. Efnahagsgrunnur hins norræna velferðarkerfis er kapítalískur þar sem markaðslögmálin gilda.
Hvaða módel ætlar ný ríkistjórn að velja:
- Miðstýrða ríkisforsjá og resktur þar sem ríkið tekur ákvarðanir um alla fjármögnun, lánafyrirgreiðslu, lánakjör, niðurfærslur, innheimtur, rekstrarfyrirkomulag, kaup og kjör í gegnum pólitíska ríkisbanka?
- Kapítalískan markaðsbúskap að hætti hinna Norðurlandanna?
3.5.2009 | 05:45
"Starfsmenn Kaupþings gætu þurft að greiða 18 milljarða í skatt"
Þessi frétt birtist á visir.is nýlega og er athyglisverð vegna þeirra upphæðar sem þar er nefnd. 18 ma kr er um 1/3 af þeim ríkishalla sem þarf að brúa á þessu ári. Þetta er tvöföld sú upphæð sem skera á niður í heilbrigðiskerfinu til að setja þessa tölu aðeins í samhengi.
Hvort þetta innheimtist er svo annað mál.