Ríkiskassinn er tómur

Ríkiskassinn er tómur og gott betur þar sem handbært fé er neikvætt um næstum 5 ma kr.  Eins og við mátti búast eru tekjurnar lægri en það sem vekur furður er að gjöldin hafa rokið upp um 35% en eru samt innan áætlunar!

Tveir þættir, vaxtakostnaður og atvinnuleysissjóður skýra nærri 2/3 af þessari hækkun.  Það er nokkuð ljóst að þessir tveir þættir munu ef eitthvað er, hækka enn og því verður gríðarlegur niðurskurður ekki umflúinn öllu lengur.

Rekstur ríkissjóðs er vægast sagt á brauðfótum.  Verið er að redda sér á færeysku láni fram yfir kosningar og á meðan óvissa ríkir um IMF lánafyrirgreiðslu.  Svona rekstur þýðir aðeins eitt.  Enn meiri lánsþörf sem aðeins verður uppfyllt af IMF sem er eini aðilinn sem hugsanlega lánar ríkinu.   Við festumst því enn betur í neti IMF og það gæti tekið okkur 25 ár að borga allar þær skuldir til baka!

Aðgerðarleysið í ríkisfjármálum er að nálgast vítavert gáleysi.


mbl.is Handbært fé ríkissjóðs neikvætt um 4,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband