Enn um Logos: Framkvæmdastjóri með stöðu grunaðs manns!

Vísir birtir eftirfarandi frétt í dag:

"Gunnar Sturluson, faglegur framkvæmdastjóri LOGOS, hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn efnahagsbrotadeildar á hugsanlegum skattalagabrotum eignarhaldsfélaga tengdum Hannesi Smárasyni."

Á vefsíðu Logos er þetta að finna frá 26.05.09

"Enska fyrirtækið Chambers and Partners hefur metið LOGOS í fremstu röð lögfræðiráðgjafa á öllum þeim sviðum sem metin voru á Íslandi.  Einnig voru ýmsir lögmenn hjá LOGOS taldir skara framúr á sínum sviðum.  Í þessu er fólgin mikil viðurkenning fyrir LOGOS þar sem Chambers er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á gæðum lögfræðiþjónustu"

Á vefsíðu Chambers and Partners er þessa gullmola að finna um Logos:

"Known for its business-minded solutions, this large group (LOGOS) has deep knowledge of corporate and energy matters. With offices in Reykjavík, London and Copenhagen, the team advises major Icelandic and international banks on M&A, securities, commercial and competition matters. Recent highlights include advising Exista on its EUR490 million voluntary takeover bid for Skipti, and acting for Kaupthing Bank on its merger with SPRON. On the competition side, it represented Eimskipafélag Íslands and Icelandair in an alleged abuse of dominant position case. Managing partner Gunnar Sturluson is praised by sources as “an excellent problem solver who is capable of resolving any issue.”

Þá vitum við það.

 


Lífeyrissjóðirnir: Að kasta perlum fyrir svín

Einu eignir Íslendinga sem standa fyrir sínu eru ekta erlendar eignir lífeyrissjóðanna.  Erlend hlutabréf hafa rokið upp um 20% á síðustu 3 mánuðum mælt í evrum!  Það er óðs manns æði að fara að færa þetta til Íslands undir núverandi kringumstæðum, það jafngilti "throwing good money after bad".

Ekki að skilja að ekki sé hægt að nota þessa peninga til uppbyggingar hér á landi ef skynsamlega er haldið á spöðunum en til þess að það sé hægt þarf ýmislegt að koma til. Hér eru nokkrar spurningar sem þarf að svara áður en til þess kemur:

Hverjir eiga að fá að sýsla með þessa peninga?  Hvaða menn ráða því og er þeim treystandi?  Hvaða reynslu og þekkingu hafa þeir á atvinnuuppbyggingu og ábyrgri fjármálastjórnun?

Hvaða aðkomu heimta stjórnvöld og stjórnmálamenn að þessum fjármunum og mun flokksskírteinið verða helsti gæðastimpill í þessu verkefni eins og svo mörgum öðrum?

Hvaða aðkomu eiga atvinnurekendur að hafa, sem eru margir hverjir orðnir ansi örvæntingafullir að komast í fjármagn til að bjarga sínum vonlausum fyrirtækjum sem enginn rekstrargrundvöllur er fyrir en heldur þeim og fjölskyldum þeirra og vinum á launaskrá?

Það er sagt að hnífar og skæri séu ekki barnameðfæri.  Það sama má segja um peninga og Íslendinga.  

 

 


mbl.is Funda um aðkomu lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Riðar LOGOS til falls?

Ef þessi frétt um skattalagabrot FL Group er sönn getur þetta haft örlagaríkar afleiðingar fyrir LOGOS.  Húsleit hefur verið gerð á þeirri lögfræðistofu og samband hennar við Kaupþing virðist hafa verið meir og nánar en gengur og gerist á meðal lögmanna og skjólstæðinga þeirra.

Bjarnfreður Ólafsson, einn eigandi Logos sat í stjórn Gamla Kaupþings. 

Guðmundur Oddsson lögmaður Logos sat í stjórn Q Iceland. 

Og 16 mars 2007 tilkynnir Háskóli Íslands:

 Kaupþing banki kostar stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild.

 LOGOS lögmannsþjónusta kostar stöðu lektors við lagadeild.

Spurningarnar um samband Logos og Kaupþings og þeirra viðskiptamanna eru margar og þarfnast svara.  Var þetta samband eðlilegt?  LOGOS er enn starfandi lögfræðistofa og þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum strax annars er trúverðugleiki og traust þess fyrirtækis í húfi.  Hvergi er þetta mikilvægara en fyrir lögmenn þar sem hæstu kröfur verður að gera um að þeir vinni sjálfstætt og óháð.

Í núverandi stöðu er því vart stætt á öðru en að LOGOS segi sig frá öllum verkefnum sem beint eða óbein eru kostuð af skattgreiðendum á meðan þessi mál eru rannsökuð af óháðum erlendum aðilum.  Hér dugar enginn íslenskur kattarþvottur.


mbl.is Gögn staðfesta millifærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin skjálfandi á varamannabekknum

Nú dregur til sóknar í stýrivaxtastríðinu.  IMF á móti ASÍ og atvinnurekendum og Seðlabankinn í skotlínunni.  Ríkisstjórnin situr skjálfandi á varamannabekknum!

Látum leikinn hefjast!


mbl.is Strandar á vöxtum Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli upp á milljón á mann!

Halli ríkis og sveitarfélaga er líklega kominn yfir 1,000,000 kr á hvert mannsbarn á Íslandi.  Á sama tíma hafa útflutningstekjur landsins fallið um 25% mælt á föstu gengi.  Svona getur dæmið aldrei gengið upp nema með hrikalegum aðgerðum sem munu umturna íslensku samfélagi.  Ríkisstjórnin getur boðið upp á fátt nema fátækt, niðurskurð, stöðnun og skattahækkanir! 

Nú er ekki hægt að slá lán erlendis til að redda málum og slá skjaldborg um heimilin og velferðarkerfið.  Án fjármagns eykst ekki hagvöxtur, án fjármagns verða atvinnuleysisbætur ekki borgaðar út, án fjármagns verða hjólum atvinnulífsins ekki komið af stað.  Og einmitt fjármagn er það sem ekki er til á Íslandi í dag, aðeins skuldir. 

Í raun er staðan orðin svo alvarleg að fátt er til "bjargar" nema að breyta erlendum lánum yfir í krónulán,  kippa verðtryggingunni úr sambandi og láta óðaverðbólgu éta upp skuldir samfélagsins.  Þetta tæki um 2 ár og yrði sársaukafullt.  Tímabundið myndu lífskjör verða þau lægstu í Evrópu á meðan krónan tæki dýfu niður undir 500 kr evran eða jafnvel niður að 1000 kr evran. 

Þetta er eina raunhæfa leiðin til að losna við skuldafenið á nokkurn vegin viðurkenndan veg.  Til lengri tíma yrði þetta líka langódýrast fyrir næstu kynslóð þar sem vandanum er ekki velt á undan sér heldur tekur sú  kynslóð sem kom þjóðinni í þennan vanda skellinn sjálf. 

Upp mun svo rísa nýtt þjóðfélag þar sem skuldir og verðbólga verða álitnir hinu mestu vágestir sem varast ber af öllum mætti.  Þetta verður okkar "Weimar" reynsla.


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OR: Tap nemur 13 faldri orkunotkun

Tap OR upp á 73 ma kr. er ótrúleg tala eða 200,000 kr á mánuði fyrir hverja 4 manna fjölskyldu í Reykjavík.  Á sama tíma er orkukostnaður þessarar sömu fjölskyldu um 15,000 kr.  

Sem sagt hver fjölskylda mun koma til með að borga margfalt hærri upphæðir fyrir skuldir og brask OR en fyrir rafmagnið og heita vatnið! 

Ísland er að verða landið þar sem fólk borgar tvisvar fyrir allt.  Einu sinni fyrir eðlilegan kostnað vörunnar og þjónustunnar og svo aftur vegna skulda, brasks og/eða vanhæfni í fjármálastjórnun.

Stjórn OR er ekki stætt að sitja við þessar aðstæður.  Hún verður að víkja fyrir nýjum, sjálfstæðum og hæfum stjórnarmönnum.


mbl.is 71,5 milljarða halli hjá Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðrar aðferðir en á Íslandi

Bandaríkjastjórn ætlar að stofna nýtt General Motors og láta gamla GM fara í gjaldþrot.  Lánadrottnum verður boðið hlutafé í nýja félaginu ásamt verkalýðsfélögum og Kanadastjórn.  

Athygli vekur að þetta ferli á að taka 60-90 daga og að Bandaríkjastjórn ætlar ekki að nefna menn í stjórn nýja GM þó eignarhlutur þess verði um 60%.  Ríkisstjórnin telur það best fyrir nýja fyrirtækið að daglegur rekstur og stjórn sé í höndum fagfólks.  Þannig verði hagsmunum skattgreiðenda best borgið. 

Þessi aðferð er auðvita þveröfug við það sem Ísland valdi með sínum klúðurslegum neyðarlögum og pólitískum afskiptum af daglegum rekstri nýju bankanna þar sem flokksskírteinið og kunningsskapur ræður öllu.


mbl.is General Motors bjargað frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný karbbameinslyf of dýr fyrir Íslendinga

Þessi frétt um að blanda af Avastin og Tarceva geti hægt á lungnakrabba er ekki ný og hefur verið þekkt um nokkuð skeið.  Þetta er dýr meðferð og getur kostað yfir 1,000,000 kr. á mánuði fyrir hvern sjúkling.  Avastin er stungulyf þar sem 400mg skammtur kostar 259,000 kr. samkvæmt Lyfjastofnun.  Tarceva er í pilluformi og kostar hver 100mg pilla 12,000 kr. 

Tarceva eða Tarceva og Avastin blanda standa íslenskum lungnasjúklingum ekki til boða nema þegar eldri aðferðir hafa verið reyndar og þá aðeins með leyfi sérstakrar nefndar sem ekki starfar fyrir opnum tjöldum.  Þeir sjúklingar sem fá neitun frá þessari nefnd eiga ekki annarra kosta völ en að bíða dauða síns eða að fá þessi lyf erlendis frá á eigin kostnað.  Ekki er farið hátt með þetta enda ekki á allra færi að snara út 1,000,000 kr. á mánuði til að halda sínum nánustu á lífi. 

Ísland er ekki eina landið þar sem dýr krabbameinslyf eru skömmtuð og nafnlausar nefndir leika Guð og senda sjúklinga snemma í gröfina.   Hins vegar er umræðan um hverjir fá þessi lyf á forsíðum erlendar dagblaða og hinn almenni sjúklingur erlendis virðist mun upplýstari um meðferðir og klínískar leiðbeiningar en íslenskir sjúklingar. 

Á meðan ríkisreknu bankarnir hafa hver sinn umboðsmann er íslenskum sjúklingum neitað um umboðsmann.  Eru peningar mikilvægari en heilsa á Íslandi?  Greinilega í þessu sambandi. 


mbl.is Betri meðferð við lungnakrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk barbabrella eina ferðina enn

Þessi skuldabréfa útfærsla skilanefndar Landsbankans er ekkert nema pólitísk brella byggð á vafasömum lagalegum grunni. 

Hvað ætli erlendir kröfuhafar segi við þessari lausn?  Starfa skilanefndir ekki á ábyrgð ríkisins?  Hver á að kaupa þessi skuldabréf, hvaða vexti bera þau og hvernig verða þau verðlögð? 

Ætli hér sé ekki á ferðinni dulbúin ríkistryggð lausn sem verður skattgreiðendum dýr.  Útfærslan virðist vera gerð til þess að Icesave skuldbindingin komi ekki beint inn í ríkisbókhaldið og því líti ríkisreikningurinn betur út. 

Sem sagt, dýr fegrunaraðgerð beint úr smiðju gamla Landsbankans.  Var við öðru að búast!


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Black Sunshine: Ekki vantar húmorinn

Black Sunshine er enn eitt dæmið um hvernig íslenskir bankamenn og viðskiptajöfrar virðast hafa nota allar hugsanlegar og óhugsanlegar brellur til að fegra stöðu sína og hylja sannleikann.

Hvaða lexíu geta útlendingar dregið af þessu?  Jú, að Íslendingum sé alls ekki treystandi.  Sérstaklega ekki þegar kemur að lánum og fjármálum almennt.  Taka verði allt sem Íslendingar segja og hvernig þeir stilla hlutum upp með miklum fyrirvara.  Ótrúleg bjartsýni, sambandsleysi við raunveruleikann og hræðsla við sannleikann tröllríður öllu á Íslandi. 

Eitt sem enginn Íslendingur virðist geta gert er að koma fram með slæmar fréttir tímanlega og á skilmerkilegan og heiðarlegan hátt.  Útúrsnúningur, misskilningur og ódýr blekkingarleikur eru helstu ráðin.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvar og hvernig Íslendingar ætla að taka lán erlendis næstu 10-20 árin.   Það verður engum erlendum bankamanni boðin stöðuhækkun vegna þess að hann mælir með láni til Íslands.

 


mbl.is Mál Black Sunshine til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband