10.6.2009 | 16:05
Eva Joly: Ringulreið og stjórnleysi alls ráðandi á Íslandi
Þessi frétt um að Eva ætli að hætta kemur ekki á óvart. Vanhæfnin, fámennið, reynsluleysið, stjórnleysið og pólitíski kunningsskapurinn á Íslandi er einhver sú eitraðasta blanda sem fyrirfinnst á þessari jörð.
Það verður hlustað á Evu erlendis. Gaman væri að heyra lýsingar hennar á Íslendingum og þeirra vinnubrögðum.
Auðvitað verður nú uppi fótur og fit að reyna að redda málum fyrir horn. Þetta er ekki fyrsti erlendi sérfræðingurinn sem hótar að hætta. Nú mun starfsaðstaða og peningar allt í einu fást. Reynt verður að þagga þetta niður á þann eina hátt sem Íslendingar kunna.
Það er ömurlegt til þess að hugsa að enn viðgengst sá ófaglegi háttur hér á landi að ekkert fæst í geng nema með látum, hótunum og blaðaskrifum.
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 12:33
Gjaldeyrisstefna IMF í molum
Eitt helsta markmið IMF var að ná stöðuleika á krónuna. Þetta hefur mistekist og prógramm IMF hefur beðið mikinn hnekki. Hvað þekkja svokallaðir "sérfræðingar" IMF til Íslands og þeirra aðstæðna sem hér ríkja. Hvað höfðu margir af þessum sérfræðingum komið til landsins fyrir fall?
Sú saga gengur að sumir af sérfræðingum IMF hafi ekki einu sinn vita hvar á landakortinu Ísland er staðsett! Alla vega er erfitt að telja fólki trú um að hér sé á ferðinni A-lið sjóðsins. Líklega er þeir starfsmenn uppteknir af Lettlandi, Ungverjalandi og Úkraínu.
Já það er misjafn sauður í mörgu fé, einnig hjá IMF.
![]() |
Töluverðar vaxtagreiðslur í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 09:41
Hver ráðlagði Árna að gangast að 6.7% vöxtum?
Hver ráðlagði íslensku ríkisstjórninni að ganga að 6.7% vöxtum? Gerði Árni þetta upp á eigin spýtur eða fékk hann ráðgjöf, ef svo frá hverjum? Voru það íslenskir embættismenn eða innlendir og erlendir sérfræðingar?
Hér er um svo gríðarlega fjármuni að ræða að við verðum að fara ítarlega ofan í kjölinn á þessari afdrifaríku ákvörðun? Það má ekki gleymast að það eru einstaklingar með nöfn sem taka ákvarðanir. Hefur Steingrímur gert einhverjar breytingar? Ef svo, hverjar eru þær? Ef við lærum ekki af fyrri mistökum og drögum þá til ábyrðar sem gera svona herfileg mistök þá er ekki von á góðu með framhaldið.
Hvenær ætla Íslendingar að fara að gera faglegar kröfur til stjórnvalda. Hvenær ætlar þjóðin að vakna af svefni og viðurkenna að flokksskírteinið eitt og sér er ekki nóg?
Lengi getur vont versnað.
![]() |
Tilkynntu um lausn í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 16:53
Beðið eftir niðurskurðaraðgerðum
Icesave samningurinn hefur ekki styrkt krónuna enda mun eftirspurn eftir gjaldeyri til að borga vextina aukast til muna þegar til lengri tíma er litið. Til skemmri tíma eru það krónubréfin sem eru til vandræða. Svo nú er útséð um að það slakni á eftirspurn eftir gjaldeyri næstu 15 árin.
Það sem gerir svo útslagið um veikingu krónunnar eru tafirnar við að tilkynna mestu niðurskurðaraðgerið sem komið hefur til á Íslandi. Því lengra sem þetta dregst því veikari verður krónan.
Ofan á þetta bætist svo óvissan í öllu á Íslandi.
Oft er sagt að lengi getur vont versnað en það er varla hægt að segja það um krónuna. Þar hefur allt og allir lagst á eitt um að veikja hana eins og hægt er. Hér eru Íslendingar í sérflokki og ættu skilið Nóbelsverðlaun í skussa hagfræði.
![]() |
Krónan veikist áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 09:51
Neyðarlögin eru tímasprengja
Neyðarlögin eru sú tímasprengja sem geta rústað íslensku þjóðlífi eins og við þekkjum það. Verði þeim hnekkt í framtíðinni er íslenska ríkið gjörsamlega gjaldþrota.
Það er því lítil von að erlendir fjárfestar sýni Íslandi áhuga fyrr en þetta mál er útkljáð fyrir dómstólum. Sú trú og staðhæfing flestra Íslendinga að ekki þurfi að reyna á þetta fyrir dómstólum því íslenskt lýðræði byggist á framkvæmdavaldi sem er æðra en dómstólar og Alþingi er heldur ekki til þess fallin að auka á traust og tiltrú útlendinga. Þeir einfaldlega þekkja ekki til slíks lýðræðis og reynsla þeirra af Íslandi er varla til þess fallin að þeir flykkist hingað með sína peninga.
Á meðan óvissa ríkir um:
- neyðarlögin,
- Icesave,
- ríkisfjármálin,
- endurfjármögnun bankanna og
- uppgjör við erlenda kröfuhafa
mun engin raunveruleg uppbygging geta hafist hér.
Þangað til verður hér hátt atvinnuleysi, veik króna og háir stýrivextir.
![]() |
Útlánin eiga að greiða Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 06:04
Nýr gamli sáttmáli
Ísland hefur varla þurft að ganga nauðbeygð undir annan eins samning og þennan Icesave samning síðan 1262. Næsta kynslóð og sennilega sú sem kemur þar á eftir þurfa að borga Icesave skatta og þola Icesave niðurskurð sem mun gera Ísland fátækasta Norðurlandið þar sem menntun og velferð mun sífellt dragast aftur úr hinum löndunum.
Þessi samningur markar upphafið að lífskjara vítahring sem erfitt verður að brjótast út úr og mun leiða til takmarkaðs efnahagslegs sjálfstæðis.
Hættan er að við endum uppi eins og Nýfundnaland sem eftir 14 ára vítahring skulda og spillingar gafst upp sem sjálfstæð þjóð og gekk inn í ríkjasamband Kanada. Á þeim tíma hafði landið hvort eð er misst nær alla sína ungu kynslóð til Kanada eða Bandaríkjanna.
Hver verður staða Íslands 2025?
![]() |
Blekkingar, heimska og hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 18:32
Icesave: 4.25% vexti en ekki 5.5%
Svo virðist vera sem að íslensku Icesave samninganefndinni hafi verið stillt upp við vegg. Bretar gefa ekki tommu eftir í þessum samningi. Hvers vegna gat nefndin ekki náð betri samningi sérstaklega hvað varðar vextina?
Bretar fjármagna þetta á um 3% vöxtum en Ísland þarf að borga vexti miðað við BBB lánstraust. Þetta virðist vera ansi hart nema að Ísland sé 100% í órétti. Maður hefði haldið að þessar tvær vinaþjóðir hefðu geta mæst á miðri leið og náð samkomulagi um vexti í kringum 4.25%.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Á það ekki líka við hér?
![]() |
Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 16:26
Svartur sauður Norðurlandanna
Ísland hefur svert orðspor Norðurlandanna og maður er farinn að skammast sín að draga upp bláa íslenska vegabréfið á landamærastöðum.
Danir hafa aldeilis komist í feitt núna og segja líklega að sá hlæi best sem síðast hlær. Engar fleiri upphrópanir frá Íslendingum um að Danir séu bara öfundsjúkir og alltaf svo vondir við gömlu nýlenduna. Nei, nú sitja þessir aðilar hljóðir út í horni, fyrirlitnir og yfirgefnir.
Spurningin sem útlendingar spyrja er:
Hvernig þekkir maður góða Íslendinginn frá hinum sviksama?
Já, hvernig gerir maður það? Á meðan þessari spurningu er ósvarað halda allir heiðarlegir útlendingar sér frá öllu sem íslenskt er.
![]() |
Stærsta svikamál frá stríðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2009 | 20:13
Bretar græða 16 ma kr. á ári á Icesave!
Bretar lána okkur 650 ma kr. á 5.5% vöxtum en breska ríkið getur fjármagnað þetta á 3% vöxtum. Vaxtamunur upp á 250 punkta er frábær fjárfesting fyrir breska skattgreiðendur á kostnað íslenskra skattgreiðenda og erlendra kröfuhafa.
Þetta þýðir að Bretar græða 16 ma kr. á ári (200,000 kr. á ári á hverja íslenska fjölskyldu) á þessum samningi eða yfir 100 ma kr. áður en við förum að borga krónu af þessu láni.
Svo er auðvita hin mikla spurning hvort þessir 5.5% vextir eru fastir eða breytilegir. Ég vona að þetta sé ekki bundið LIBOR sem er nú um 1.5%. Ef þessir vextir eru breytilegir og 400 punkta yfir LIBOR hafa Bretar og Hollendingar landað samningi aldarinnar.
Hvað ætli erlendir kröfuhafar segi um þennan samning. Hvað gerist ef neyðarlögin halda ekki?
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 21:58
Falli Gordon Brown er EBS umsókn Íslands komin í uppnám
Falli stjórn Browns og ef boðað verður til kosninga í Bretlandi í sumar er talið að Íhaldsflokkurinn muni komast til valda samkvæmt fréttaskýringu The Times. Þar með verður Lissabon sáttmálinn borinn undir þjóðaratkvæði og talið er fullvíst að breska þjóðin segi Nei. Og þá er hin "háværa" ESB umsókn Íslands komin í uppnám samkvæmt sömu heimild. Þá skiptir ekki máli að Írar og Pólverjar munu líklega samþykkja sáttmálann í haust.
Brown er orðinn mikill áhrifavaldur hér á landi.
![]() |
Enn einn ráðherrann segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |