Aðrar aðferðir en á Íslandi

Bandaríkjastjórn ætlar að stofna nýtt General Motors og láta gamla GM fara í gjaldþrot.  Lánadrottnum verður boðið hlutafé í nýja félaginu ásamt verkalýðsfélögum og Kanadastjórn.  

Athygli vekur að þetta ferli á að taka 60-90 daga og að Bandaríkjastjórn ætlar ekki að nefna menn í stjórn nýja GM þó eignarhlutur þess verði um 60%.  Ríkisstjórnin telur það best fyrir nýja fyrirtækið að daglegur rekstur og stjórn sé í höndum fagfólks.  Þannig verði hagsmunum skattgreiðenda best borgið. 

Þessi aðferð er auðvita þveröfug við það sem Ísland valdi með sínum klúðurslegum neyðarlögum og pólitískum afskiptum af daglegum rekstri nýju bankanna þar sem flokksskírteinið og kunningsskapur ræður öllu.


mbl.is General Motors bjargað frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Segðu!

Arinbjörn Kúld, 1.6.2009 kl. 14:24

2 identicon

Vel mælt.

Hins vegar er það furðulegt ef GM heldur áfram að reka deildir á borð við Cadillac og Hummer. Þeir ætla í staðinn að loka Pontiac. Þeir ættu að losa sig við draslið og halda því góða eftir: Chevrolet, Buick og GMC

Gunnar (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 15:23

3 identicon

og Pontiac auðvitað líka:-)

Gunnar (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 15:24

4 Smámynd: Páll Jónsson

Cadillac búnir að vera góðir í nokkur ár þó DTS hveljan sé enn framleidd fyrir gamla fólkið... aðrar vörur víst ágætar.

Páll Jónsson, 1.6.2009 kl. 16:19

5 identicon

var ekki búið að tilkynna að framleiðslu HUMMER yrði hætt,og af hverju ætli þessi leið sé ekki farin hérlendis með stæðstu erlendu kröfuhafa t.d. bankanna.

zappa (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 16:26

6 identicon

Cadillac hafa ekki verið góðir í 35 ár.

Þessir nýju líkjast ekki einu sinni bílum. Veit ekki hvað þetta á að kallast. Ekki er Escalade goður og þessir nýju CBS, DDT, KGB, ETA og hvað þeir heita eru bara Toyotur með Cadillac merki á.

Best að losna alveg við þetta drasl.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 08:52

7 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessa  björgun. Hvort sem fyrirtækið verði rekið af fagfólki eða fólki með flokkskýrteini. Þessi bílaiðnaður virðist vera í rústi í usa jafnt sem í Þýskalandi. Í þýskalandi borga þeir fólki fyrir að skrotta nýlegum bílum til að geta framleitt nýja. Menn vita sko hvernig á að skapa hagvöxt

Hörður Valdimarsson, 2.6.2009 kl. 12:37

8 Smámynd: Einar Steinsson

Í fyrsta lagi eru allar deildir GM að framleiða sömu bílana með aðeins mismunandi útliti, útfærslum og undir mismunandi merkjum þannig að það stenst ekki að eitt merkið sé "betra" en annað. Í öðru lagi hljóta þeir að leggja niður þær deildir sem skila minnstu í kassan og mig grunar að Cadillac sé ekki ein af þeim en það er hins vegar ekki nýtt að Pontiac sé undir hnífnum. Þeir hafa áður lagt niður deildir sem ekki hafa staðist væntingar eins og GEO og Oldsmobile.

Svona sem dæmi um hvað mismunandi tegundir hjá GM eru skildar þá er nánast nákvæmlega sami undir vagn undir eftirfarandi tegundum: Chevrolet Tahoe, GMC Yukon, Hummer H2, Cadillac Escalade og léttasta útgáfan (1500) af Chevrolet og GMC pickup og Suburban.

Einar Steinsson, 2.6.2009 kl. 12:47

9 Smámynd: Páll Jónsson

Tjah, já. Svolítið vafasamt reyndar að nefna bæði Tahoe og Suburban, það er ekkert verið að fela það að Burbinn er lítið annað en langa útgáfan af Tahoe.

Og Toyota, Ford og Volkswagen eru engan veginn saklaus af samnýtingu undirvagna heldur. Reyndar ekki einu sinni BMW þegar út í það er farið!

Páll Jónsson, 2.6.2009 kl. 18:04

10 Smámynd: Einar Steinsson

Þeir gera þetta allir, eðlilega, það minnkar kosnað. Og samnýtingin er ekki bara innan fyrirtækja heldur líka milli keppinauta.

Eitt dæmi: Bíllinn sem konan mín ekur um á er Ford Fiesta með 1.6L dieselvél, bíllinn er smíðaður í Köln í Þýskalandi en vélinn er ekki frá Ford heldur smíðuð í Frakklandi, af Peugeot.

Annað dæmi: Í Evrópu er selur Toyota smábíl sem heitir Toyota Aygo, hann er smíðaður í Tékklandi og er líka seldur sem Peugeot 107 og Citroen C1.

Einar Steinsson, 2.6.2009 kl. 19:02

11 Smámynd: Einar Steinsson

Svo má náttúrulega minnast á það af því að menn eru að tala um Cadillac að Cadillac BLS er smíðaður af SAAB í Svíþjóð og notar sama grunn og t.d. Opel Vectra, Fiat Croma og SAAB 9-3. Það er orðið svolítið flókið að vera með bíladellu :)

Einar Steinsson, 2.6.2009 kl. 19:31

12 Smámynd: Páll Jónsson

Svo ekki sé minnst á þegar þetta fer að teygja sig til Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu... og svo til baka. Við vitum varla byrjunina á þessari samnýtingu.

Páll Jónsson, 2.6.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband