Lífeyrissjóðirnir: Að kasta perlum fyrir svín

Einu eignir Íslendinga sem standa fyrir sínu eru ekta erlendar eignir lífeyrissjóðanna.  Erlend hlutabréf hafa rokið upp um 20% á síðustu 3 mánuðum mælt í evrum!  Það er óðs manns æði að fara að færa þetta til Íslands undir núverandi kringumstæðum, það jafngilti "throwing good money after bad".

Ekki að skilja að ekki sé hægt að nota þessa peninga til uppbyggingar hér á landi ef skynsamlega er haldið á spöðunum en til þess að það sé hægt þarf ýmislegt að koma til. Hér eru nokkrar spurningar sem þarf að svara áður en til þess kemur:

Hverjir eiga að fá að sýsla með þessa peninga?  Hvaða menn ráða því og er þeim treystandi?  Hvaða reynslu og þekkingu hafa þeir á atvinnuuppbyggingu og ábyrgri fjármálastjórnun?

Hvaða aðkomu heimta stjórnvöld og stjórnmálamenn að þessum fjármunum og mun flokksskírteinið verða helsti gæðastimpill í þessu verkefni eins og svo mörgum öðrum?

Hvaða aðkomu eiga atvinnurekendur að hafa, sem eru margir hverjir orðnir ansi örvæntingafullir að komast í fjármagn til að bjarga sínum vonlausum fyrirtækjum sem enginn rekstrargrundvöllur er fyrir en heldur þeim og fjölskyldum þeirra og vinum á launaskrá?

Það er sagt að hnífar og skæri séu ekki barnameðfæri.  Það sama má segja um peninga og Íslendinga.  

 

 


mbl.is Funda um aðkomu lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Góður pistill að vanda.

Við Íslendingar höfum enga stjórn á okkar fjármálum - við erum þar eins og álkohólistar  gagnvart víni. 

Ef við líkjum eign lífeyrissjóðanna við stóran vínrekka sem alkoholistinn kemst í tæri við. Jú hann ætlar bara að smakka aðeins á og taka nokkrar flöskur- og greiða þær fljótt til baka, en hann hættir ekki fyrr en allt er uppurið og staða hans verri en fyrr...og timburmennirnir verri en nokkru sinni..

 Nú erum við í fjármálalegri gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabankanum stjórnar Norðmaður- það er okkar von að svo verði áfram þar til við erum farin að rétta aftur úr kútnum....  Síðan er vonandi að ESB aðhaldið verði okkar lífakkeri í fjármálastjórn...

Sævar Helgason, 4.6.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband