30.5.2009 | 17:52
Íslenskt ráðherraveldi eða ESB lýðveldi?
Hið séríslenska ákvörðunarferli að ráðherra hafi allar upplýsingar á eigin hendi og taki allar ákvarðanir sjálfur og ráðfæri sig aðeins við ókosna sérfræðinga og/eða hliðholla þingmenn hefur ekkert með upplýst lýðræði að gera.
Yrði það ekki mikil lýðræðisbót að færa ákvörðunarvald til lýðræðislega kosinna fulltrúa í Brussel þar sem faglega er tekið á málum og ekki er verið að pukrast með þau úti í horni?
Er ESB innganga ekki eðlilegur áfangi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga? Er það ekki lýðræðisbót að færa ákvarðanatöku úr höndum spilltrar einsleitinnar eiginhagsmunaklíku yfir á hendur faglegra, lýðræðislegra og óháðra fulltrúa? Eru ekki meiri líkur á að Evrópuþingið gæti hagsmuna hins almenna íslenska borgara betur en Alþingi? Er ekki kominn tími til að reyna eitthvað nýtt og betra?
Eru þetta ekki þær spurninga sem spyrja á en ekki má?
![]() |
Þingmenn fá ekkert að vita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 13:20
Icelandic pension funds: Silver lining becomes an illusion
The recent WSJ article on the Icelandic pension funds excellent 2008 performance is highly questionable and needs more scrutiny.
The claim that the Icelandic pension funds were a top performer in 2008 with a fall in asset value of only 9.2% needs validation of an independent and reputable international audit firm.
The WSJ article states that 30% of the pension funds assets were invested abroad which presumably have fallen in value in 2008. The remaining 70% were therefore invested in domestic assets of which equities have fallen 95% and bonds have suffered terribly as most Icelandic companies are insolvent.
Therefore this stellar international performance of the Icelandic pension funds must have come from currencies hedges involving the Icelandic krona. But then the question arises where are these hedges booked and if they are still intact when and where will these pension funds collect on these hedges? If these hedges are with the collapsed Icelandic banks then they are as valuable as hedges placed with Lehman Brothers!
Unfortunately, this article raised more questions than it answers. I am disappointed that WSJ has not applied more rigorous analytical probing into this matter before publication. Some of the key questions WSJ needs to obtain answers to are:
- How are the Icelandic bonds and hedges that the pension funds hold, currently valued on their books?
- Where are the hedges that the funds claim to have made a killing on and can they be collected?
- What is the performance breakdown by asset classes?
- Who managed to get WSJ to publish this article?
I am afraid that this silver lining is just another Icelandic illusion.
Þessi athugasemd var send á bloggsíðu WSJ og er birt hér á ensku með lítilsháttar breytingum.
![]() |
Staða íslensku lífeyrissjóðanna góð í alþjóðlegu samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 00:59
IMF hefur sitt fram - skattaveislan er rétt að byrja!
Sú staðreynd að Lilja Mósesdóttir sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu bendir til að IMF sé að herða skrúfuna. Auðvita blöskrar mönnum á þeim bæ hversu hægt gengur hjá nýrri stjórn að hækka skatta og skera niður.
Næst fáum við hækkaðan tekjuskatt, eignarskatt og guð má vita hvað? Hvað varð um sykurskattinn? Ætli IMF hafi ekki sagt VG að sú skattlagning væri ekkert nema dulbúinn tollur á útflutningsvöru ESB.
Það er orðið nokkuð ljóst hverjir eru við stjórn og hverja þarf að draga á asnaeyrunum til aðgerða.
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 01:22
Hættuleg óskhyggja að hækka gengið
Sú hugmynd að hægt sé að hækka gengi krónunnar um 40% er ekki raunhæf við núverandi aðstæður. Meiri líkur eru á að krónan eigi eftir að falla enn frekar áður en hún styrkist.
Kostnaðurinn við að hækka gengi krónunnar yrði gífurlegur og Seðlabankinn sem er tæknilega gjaldþrota hefur varla burði til að verja slíkt fastgengi.
Jafnvel þó hér væru sett upp gömlu Austur-Þýskalands gjaldeyrishöftin þar sem leitað væri á ferðamönnum og ferðagjaldeyrir væri aðeins afgreiddur til nauðsynlegra ferða æðstu valdhafa dygði það skammt til og yrði engin lausn eins og saga Austur Evrópu ætti að kenna okkur.
Svona hugmyndir eru aðeins tímasóun og tálsýn.
Við verðum að fljóta krónunni og koma krónubréfseigendum út. Þeirra fórnarkostnaður er alltaf að aukast og þeir sjá miklu meiri möguleika að ávaxta sitt fé annars staðar. Því meira sem erlendir markaðir styrkjast því meiri þrýstingur verður frá þessum aðilum að komast út. Þeir eru nefnilega að missa af gríðarlegum kauptækifærum erlendis. Þetta á auðvita líka við um Íslendinga og sérstaklega lífeyrissjóðina sem hefðu átt að kaupa erlend hlutabréf í mars til að bæta stöðu sína.
Íslendingar voru blekktir til að kaupa rusl á toppinum en er bannað að kaupa hlutabréf í bestu fyrirtækjum heims á brunaútsölu aldarinnar! Það er ekki öll vitleysan eins!
![]() |
Festa gengið í 160 - 170 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 18:27
Íslenskir ráðherrar nota ekki tölur
Orðalag viðskiptaráðherra vegna fyrirspurnar um mat Mats Josefssonar á kostnaði vegna endurreisnar bankakerfisins er með ólíkindum. Hvers vegna geta íslenskir ráðherrar ekki notað tölur og tíma til að útskýra og rökstyðja sitt mál.
Hvernig væri að ráðherra útskýrði nákvæmlega hver tímasettur útlagður kostnaður er og hvaða eignir koma þar til frádráttar og hvenær og hvernig þeim verður komið í verð.
Ætli Mats eigi ekki við að brúttó kostnaður við endurreisn bankanna er vel þekktur og það þarf að leggja út fyrir honum áður en óþekkt verðmat hugsanlegra eigna sem ekki standa á sterkum lagalegum grunni komi til frádráttar.
Enn eitt dæmið um íslenska "bjartsýni" og erlendan "misskilning". Sama gamla tuggan aftur og aftur. Hvað er hægt að bjóða landsmönnum þetta lengi?
![]() |
Á ekki við útlagðan kostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 15:08
Um fimmþúsund kalla og milljarða
Umræðan á Íslandi er æ meir að líkjast fréttaflutningi frá forsetatíð George W Bush. Stóru málin eru eingöngu fyrir innmúraða klíku en almenningur er fóðraður á snakki og tilbúnum fréttum.
Ekki má ræða ríkisfjármálin, endurreisn bankanna, hæfni og reynslu skilanefnda eða samninga við kröfuhafa. Aðalforsíðufréttirnar um þessar mundir eru yfirleitt um hverjir hafi kaup sem er hærra en forsætisráðherra og aðrar "fimmþúsundkalla" fréttir. Fólki er talið trú um að miklu mikilvægara sé að allir séu jafnir og enginn hafi krónu meir en forsætisráðherra. Þetta er hið stóra og mikla mál sem mun bjarga þjóðinni. Hæfni og reynsla eru aukaatriði sem fáir hafa áhuga á, enda best að opna ekki þá ormagryfju enda óljóst hvar sú umræða endar og í hvaða skott hún bítur.
Á meðan blaðamenn froðufella yfir kaupum og kjörum, virðast milljarðarnir brenna upp í ákvarðanafælni og reynsluleysi út um allt þjóðfélag.
![]() |
Niðurlægjandi fyrir þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 12:23
Vanhæfni, reynsluleysi og pólitík
Glöggt er gests augað. Það sannast hjá sænska sérfræðinginum Mats Josefsson. Íslensk vinnubrögð ganga alveg fram af honum eins og svo mörgum öðrum. Annaðhvort er anað áfram án nokkurrar fyrirhyggju eins og í útrásinni eða allt er keyrt í stopp þar sem pólitík er sett fram yfir reynslu og hæfni.
Íslensk einangrun hefur valdið því að vinnubrögð hér á landi eru ekki eins og í nágrannalöndunum. Þeir Íslendingar sem hafa dvalið lengi erlendis hrista oft hausinn yfir vitleysisganginum hér á landi. Þegar erlendir aðilar spyrja spurninga eða benda á betri leiðir er svarið yfirleitt að þeir skilji ekki Íslendinga og að allt sé byggt á erlendum misskilningi. Íslenskur mannauður og menntun sé á heimsmælikvarða og muni redda öllu. Það vill gleymast að þessi íslenski mannauður olli hruninu og virðist nú sitja fastur í forinni.
Íslendingar eru í algjörri afneitun hvað varðar eigin hæfileika, reynslu og getu þegar kemur að öllu sem snýr að fjármálum og rekstri fyrirtækja. Hér leiðir blindur blindan, hefur gert og mun gera.
Niðurstaðan verður stórkostlega skert lífskjör, fátækt, atvinnuleysi og landflótti.
![]() |
Josefsson hótaði að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2009 | 13:41
IMF úthlutar íslenskum fyrirtækjum til nýrra eigenda?
Einhver mestu hrossakaup íslenskrar viðskiptasögu er í uppsiglingu. Öll helstu fyrirtæki landsins eru nú þegar eða á leið í ríkisumsjá. Þetta vekur upp nokkrar spurningar:
- Hvernig munu þessi fyrirtæki komast í hendur nýrra eigenda?
- Hvernig verður þessi nýi eigendahópur valinn og af hverjum?
- Hvaðan mun nýtt eiginfé koma?
- Hvaða hlutverki munu pólitísk bankaráð gegna?
- Hverjir munu fara með völd í eignarumsýslufyrirtæki ríkisins og hvernig verða þeir valdir?
- Hvaða hlutverk mun íslenska Kauphöllin og lífeyrissjóðirnir hafa í þessu ferli?
Já, spurningarnar eru margar og flestum er ósvarað.
Eitt mikilvægasta atriðið fyrir farsæla lausn á þessu mikla máli er að vel sé vandað til vals á lykilstarfsmönnum sem hér munu fara með mikil völd og leggja línurnar fyrir íslenskt athafnalíf og velferð þjóðarinnar á komandi árum.
Hér verður núverandi ríkisstjórn að læra af fyrri mistökum og falla ekki í þá íslensku gryfju að ráða aðeins fólks sem stjórnmálamenn þekkja frá fortíðinni eins og gerðist með skilanefndirnar og nýju bankaráðin.
Gamla klíkan sem stóð vaktina í hruninu og á mikinn þátt í hvernig komið er hefur yfirburða stöðu hvað varðar sambönd og upplýsingar um stjórnmálamenn sem hún mun miskunnarlaust nota til að viðhalda gömlum og hættulegum valdastrúktúr.
Nú verða stjórnmálamenn að sýna þjóðinni að þeir hafi kjark og þor til að velja fólk í lykilstöður eftir óháðu og sjálfstæðu ferli. Hér þarf erlenda reynslu og einstaklinga með í för.
Vonandi að IMF geti haft einhver áhrif í þessa átt með sinni heimsókn.
![]() |
IMF hittir fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2009 | 11:28
Vafasamur "gæðastimpill" fyrir Ísland
Þegar erlendir fjárfestar heyra að Kroll sé mættur á staðinn er hlaupið í burtu eins langt og hægt er. Enginn hefur áhuga á Kroll málum eða vill að nafn sitt sé á einn eða annan hátt tengt því merka fyrirtæki.
Fáir erlendir fjárfestar munu eyða mínútu í að hugsa um, hvað þá kíkja á Kroll brunarústir. Það að láta sjá sig á brunastað er hættulegt. Kroll er aðeins fyrir faghrægamma.
Svo gera erlendir aðilar engan mun á íslenskum bönkunum, ríkinu og fyrirtækjum enda í þeirra augum allt á sömu hendinni. Þetta finnst Íslendingum voða ósanngjarnt og óréttlátt en hlustar einhver á Íslendinga fyrir utan landsteinana. Eða eins og sagt er nú erlendis.
"Iceland! - who cares!"
![]() |
Rannsakar Glitni nú en áður Saddam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2009 | 10:51
Dulbúinn fjármagnstekjuskattur
Það sem Gylfi er að segja er að nýju bankarnir séu svo illa reknir að ríkið getur ekki borgað íslenskum sparifjáreigendum eðlilega þóknun fyrir þeirra fé og hefur því ákveðið að taka hluta þess það til sín. Þetta er ekkert nema dulbúin skattgreiðsla sem ennfremur setur krónuna í frjáls fall.
Mun eðlilegra hefði verið að hækka fjármagntekjuskatt en að handstýra innlánsvöxtum niður til að búa til falskt rekstrarumhverfi fyrir bankana. Það munu engir hafa áhuga að kaupa íslensku bankana við slíkar aðstæður.
Þegar ríkið byrjar að manúpúlera með markaðinn bitnar það oftast á þeim sem síst skyldi og á þann hátt sem ríkið gerir sér ekki grein fyrir. Svona aðferðir skapa ekki nýja peninga í umferð aðeins færir þá á milli og fælir erlent fjármagn frá landinu og gerir þjóðina enn háðari IMF um fjármögnun og framfærslu.
![]() |
Ríkisbankarnir reknir með tapi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |