Black Sunshine: Ekki vantar húmorinn

Black Sunshine er enn eitt dæmið um hvernig íslenskir bankamenn og viðskiptajöfrar virðast hafa nota allar hugsanlegar og óhugsanlegar brellur til að fegra stöðu sína og hylja sannleikann.

Hvaða lexíu geta útlendingar dregið af þessu?  Jú, að Íslendingum sé alls ekki treystandi.  Sérstaklega ekki þegar kemur að lánum og fjármálum almennt.  Taka verði allt sem Íslendingar segja og hvernig þeir stilla hlutum upp með miklum fyrirvara.  Ótrúleg bjartsýni, sambandsleysi við raunveruleikann og hræðsla við sannleikann tröllríður öllu á Íslandi. 

Eitt sem enginn Íslendingur virðist geta gert er að koma fram með slæmar fréttir tímanlega og á skilmerkilegan og heiðarlegan hátt.  Útúrsnúningur, misskilningur og ódýr blekkingarleikur eru helstu ráðin.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvar og hvernig Íslendingar ætla að taka lán erlendis næstu 10-20 árin.   Það verður engum erlendum bankamanni boðin stöðuhækkun vegna þess að hann mælir með láni til Íslands.

 


mbl.is Mál Black Sunshine til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig er það, þarf eitthvað að rannsaka svona?hlítur það ekki að liggja á borðinu að það sé glæpur að taka veð í gjaldþrota fyrirtækjum.

zappa (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gætu þeir ekki frekar lært af hugmyndaauðgi, frumleika og sköpunarkrafti bankamanna okkar heldur en gera saklausar bókhaldsbrellur að glæp?

Arinbjörn Kúld, 31.5.2009 kl. 08:18

3 identicon

að taka veð í gjaldþrota fyrirtækjum.

Eins og ég skil þetta að þá hefur væntanlega ekki verið um gjaldþrota fyrirtæki þegar lánin voru tekin. síðar hafi síðan fyrirtæki þessi farið í þrot eða sumhver fallið (hrapað) mikið í verði.  Þegar veðin fyrir þessum lánum voru orðin nánast verðlaus að þá í staðin fyrir að afskrifa þau (og þetta komi fram á áfskriftareikningi og augljóst öllum) að þá ákváðu þeir að stofna þarna fyrirtæki (Black Sunshine) og selja þeim síðan þessi lán og lána þeim fyrir kaupverðinu. Þá kemur þetta barasta fram sem lán en ekki sem afskriftir. Þetta hefur gefið þeim gálgafrest vegna þess að einhverntíman seinna hefði svo þetta fyrirtæki Black Sunshine ekki getað greitt lánið (sem var notað til að kaupa lánin) og þá þurft að afskrifa en kanski þá betra efnahagsástand (vonandi) eða bara stofna annað "Black Sunshine 2" og fara einn hring í viðbót!! 

Kjarri 

Kjarri (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 08:45

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það virðist sem bönkunum hafi verið og sé stjórnað af vanhæfum krimmum.   Það eru að mestu leiti sömu stjórnendur núna  í bönkunum og voru fyrir hrun.  Bara búið að skipta um bankastjóra hjá sumum. 

Á meðan hafa stjórnendurnir staðið sveittir við pappírstætarana með vel á aðra milljón í laun í atvinnubótavinnu hjá ríkinu.  Nota bene, þessir sömu stjórnendur þáðu óhemju bónusa fyrir að veita þessi lán sem síðan töpuðust og allt lendir þetta síðan á skattborgurum.

Svona er Ísland, land spillingar og vanhæfni. 

Guðmundur Pétursson, 31.5.2009 kl. 14:41

5 identicon

Meiriháttar fyndið að búa hér í SVÍNABÆ, þar sem öll svínin eiga að vera JÖFN, en Óli GRÍS ber alltaf af....  Því miður hefur þróast hérna mjög SJÚKT samfélag þau 18 ár sem RÁNFUGLINN fór með völd...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband