Riðar LOGOS til falls?

Ef þessi frétt um skattalagabrot FL Group er sönn getur þetta haft örlagaríkar afleiðingar fyrir LOGOS.  Húsleit hefur verið gerð á þeirri lögfræðistofu og samband hennar við Kaupþing virðist hafa verið meir og nánar en gengur og gerist á meðal lögmanna og skjólstæðinga þeirra.

Bjarnfreður Ólafsson, einn eigandi Logos sat í stjórn Gamla Kaupþings. 

Guðmundur Oddsson lögmaður Logos sat í stjórn Q Iceland. 

Og 16 mars 2007 tilkynnir Háskóli Íslands:

 Kaupþing banki kostar stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild.

 LOGOS lögmannsþjónusta kostar stöðu lektors við lagadeild.

Spurningarnar um samband Logos og Kaupþings og þeirra viðskiptamanna eru margar og þarfnast svara.  Var þetta samband eðlilegt?  LOGOS er enn starfandi lögfræðistofa og þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum strax annars er trúverðugleiki og traust þess fyrirtækis í húfi.  Hvergi er þetta mikilvægara en fyrir lögmenn þar sem hæstu kröfur verður að gera um að þeir vinni sjálfstætt og óháð.

Í núverandi stöðu er því vart stætt á öðru en að LOGOS segi sig frá öllum verkefnum sem beint eða óbein eru kostuð af skattgreiðendum á meðan þessi mál eru rannsökuð af óháðum erlendum aðilum.  Hér dugar enginn íslenskur kattarþvottur.


mbl.is Gögn staðfesta millifærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 "Kaupþing banki kostar stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild.

 LOGOS lögmannsþjónusta kostar stöðu lektors við lagadeild."

 Getur þú útskýrt hvernig þetta kemur málinu við á einhvern hátt? Er þetta einhver ný tegund af ofsóknarbrjálæði?

Sveinn (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:16

2 identicon

Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort að hér á landi séu réttarfarsleg úrræði og nægjanlega skýr refsiákvæði í lögum til þess að sakfella þessa þrjóta!  Því miður hefur hinn almenni borgari þurft að horfa upp á hvítflibba krimma og féfletta sleppa frá refsivendi laganna trekk í trekk.

Lalli Johns fær núna 10 mánaða dóm á Hrauninu fyrir smávægilega innbrotstilraun í Hveragerði!  Hvað á að gera við hvítflibba krimmana í fínu Armani jakkafötunum á ´´Game Over´´ leiktækjunum sínum ? 5 eða 10 eða 15 ár á Hrauninu og eignaupptæka með persónulegu gjaldþroti ?  Miðað við umfang og í samanburði við afbrot ljúflingsins Lalla Johns ber saksóknara og dómskerfinu að leggja allann sinn metnað og starfsheiður að veði við að knésetja alla þessa hvítflibba krimma, ekki bara suma.

Halli (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

visir.is birtir eftirfarandi frétt um Logos í dag:

"Gunnar Sturluson, faglegur framkvæmdastjóri LOGOS, hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn efnahagsbrotadeildar á hugsanlegum skattalagabrotum eignarhaldsfélaga tengdum Hannesi Smárasyni."

Á vefsíðu Logos er þetta að finna frá 26.05.09

"Enska fyrirtækið Chambers and Partners hefur metið LOGOS í fremstu röð lögfræðiráðgjafa á öllum þeim sviðum sem metin voru á Íslandi.  Einnig voru ýmsir lögmenn hjá LOGOS taldir skara framúr á sínum sviðum.  Í þessu er fólgin mikil viðurkenning fyrir LOGOS þar sem Chambers er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á gæðum lögfræðiþjónustu"

Ætli Chambers and Partners sé kunnugt um stöðu Gunnars? Hvernig getur ein stærsta lögmannsstofa Íslands verið rekin af manni með stöðu grunaðs manns.  Hvers vegna hefur Gunnar ekki sagt af sér á meðan rannsókn stendur?  Hvað segir þetta um vinnuaðferðir Logos?

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.6.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband