Icesave í uppnámi eina ferðina enn

Mjög alvarleg staða virðist komin upp í Icesave deilunni.  Við höfum haldið afskaplega illa á spilum og stöndum núna berskjöldum rúin trausti og trúverðugleika erlendis. 

Svona haga siðmenntaðar þjóðir sér ekki við sína nánustu nágranna.  Við erum farin að haga okkur eins og Íranir í kjarnorkudeilu sinn við alþjóðasamfélagið.  Eins og Íranir halda flestir Íslendingar að við séum kúguð af nýlenduherrum.  En er svo?  

Hvernig væri að upplýsa þjóðina um sannleikann í þessu máli?

 


mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um stjórnarhætti nauðsynleg

Það eru vonbrigði að samtök atvinnulífsins skuli ekki hafa tekið íslenska stjórnarhætti til endurskoðunar og barist fyrir því að þeir verði settir hér í lög.  Leiðbeinandi stjórnarhættir sem enginn fer eftir, er ekki lausnin og margt bendir til að hrunið hér hafi orðið enn verra vegna skorts á óháðum og sjálfstæðum stjórnarmönnum sem hefðu getað veitt aðhald og hugað að hagsmunum minnihlutans.

Í ritstjórnargerein í Morgunblaðinu 6. janúar 2006 segir:

Forsvarsmenn Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar hafa þannig lagt áherzlu á að atvinnulífið sjálft setji sér reglur og hafi eftirlit með sjálfu sér, frekar en að lagasetning Alþingis komi til.

Samtök atvinnulífsins verða nú að viðurkenna að íslenskt atvinnulíf getur ekki sett sér eigin reglur, því miður.  Til þess skortir okkur reynslu, kúltúr og þroska.

Athyglisvert verður að fylgjast með hvernig ný og efld samtök atvinnurekenda taka á þessu mikilvæga máli.  Verða hagsmunir hins almenna hluthafa settir í fyrirrúm eða heldur hagsmunapotið áfram?

Atvinnurekendur eiga nú tækifæri á að hreinsa til hjá sér og auka almenna tiltrú á íslenskum stjórnarháttum.  Eiga þeir frumkvæðið eða munu þeir beygja sig undir þrýsting almennings og löggjafans?  Það er spurningin?


mbl.is „Það eru allir að vinna að sama markinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki íslensk frétt

Það er himinn og haf á milli erlends og innlends fréttaflutnings af íslenska hruninu.  Óhugsandi er að grein Guardian gæti birst í íslensku blaði, til þess eru íslensk blöð allt of pólitísk og flækt í alls konar hagsmunapot.

Hvernig getur Morgunblaðið fjallað hlutlaust um þessa frétt?  Eina sem blaðið getur gert er að þýða greinina og þegja.  Getur einhver blaðamaður á Mogganum tekið þetta upp á hlutlausan og yfirvegaðan hátt og leita upplýsinga sem gætu varpað nýju innlendu ljósi á málið?

Það er ansi erfitt, þar sem aðalpersónan er sest í ritstjórnarstól og þar með er óhugsandi að telja lesendum trú um að blaðið geti verið hlutlaust.  

Við erum að senda alþjóðasamfélaginu ákveðin skilaboð með því að verðlauna Davíð og gefa honum stærsta blað landsins sem sína málpípu áður en rannsókn á hruninu lýkur.

 

 


mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn og starfsmenn - enn hluti vandans?

Nýleg yfirlýsing forsætisráðherra um peningamálastefnu Seðlabankans veltir upp þeirri spurningu hvort pólitísk ráðning æðstu stjórnenda þar hafi mistekist?  

Samkvæmt RÚV segir Jóhanna:

Þó seðlabankinn vilji halda stýrivöxtum háum, eru stjórnvöld áfram um að þeir verði lækkaðir ... (og) ... að ekki koma til greina að breyta lögum um Seðlabankann. Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun.

Það er ekki bæði haldið og sleppt hér.  Ef ákvarðanir Seðlabankans eru pólitískar geta þær ekki jafnframt verið sjálfstæðar.  

Að forsætisráðherra þurfi að koma með svona yfirlýsingar í fjölmiðla bendir til að samband á milli Seðlabankans og ráðherra sé ekki sérstakleg gott.

Ekki er hægt að sjá að erlendir sérfræðingar sem sitja í peningamálanefnd getið setið undir svona ákvörðun og því líklegt að þeir segi af sér.  Þá væri best að setja Seðlabankann aftur undir ráðherra og skera hann verulega niður í stærð.  

Getur 320,000 samfélag rekið sjálfstæðan Seðlabanka að fyrirmynd hagkerfa sem eru 10-1000 sinnum stærri?


Bjóðumst til að borga Icesave með myntkörfuláni

Við eigum að fara fram á myntkörfulán fyrir Icesave sem samanstendur af krónum, evrum og pundum.  Þá er hægt að höggva á þessa fyrirvara og jafnframt förum við fram á að Seðlabanki Evrópu styðji við krónuna svo Bretar og Hollendingar tapi nú ekkert á þessu.

Þar með er tryggt að þeirra skattgreiðendur fái allt sitt tilbaka og á vöxtum og við fáum alvöru gjaldmiðil á móti og getum fjármagnað þann hluta Icesave sem fellur utan ríkisábyrgðar í krónum með ríkisskuldabréfum.

 Við verðum snúna vörn í sókn hér og koma andstæðinginum á óvart.  


mbl.is Icesave-málið þungt í skauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát í Icesave taflinu

Við eru skák og mát í þessu Icesave tafli þó enginn stjórnmálamaður þori að viðurkenna það.

Alþjóðasamfélagið hefur sagt hingað og ekki lengra alveg eins og sagt var við Írani um daginn um þeirra kjarnorkuáætlun.

Það var alveg ljóst að þegar ríkisstjórnin hafði samþykkt Svavars samninginn var ekki aftur snúið.  Það eina raunhæfa í þeirri stöðu var að samþykkja þennan ólánssamning og fara fram á endurskoðun eftir 4 ár. Því miður mistúlkuðu Alþingismenn hið pólitíska andrúmsloft erlendis.  

Í staðinn fyrir að fara fram á viðauka áttum við að fara fram á hjálp Evrópska Seðlabankans til að styðja við krónuna og fá að borga hluta af Icesave tilbaka í krónum. 



mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Borga þarf Icesave að fullu með vöxtum"

Afstaða Hollendinga til Icesave er mjög skýr eins og Thijs Peters frá Hollandi skrifaði í Fréttablaðinu í gær:

Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum Íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á hollenska þinginu sagði: "Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum."

Það hefur alltaf legið fyrir að við verðum að borga enda þótt við skreytumst við núna eins og þrjóskur krakki.  Við höfum aldrei haft neina samningsstöðu gagnvart Bretum og Hollendingum.  Annað hvort var að setja deiluna strax fyrir dóm eða semja.  Við völdum að semja og sá á kvölina sem á völina.

Þessi dráttur á Icesave lendir allur á Íslendingum af fullum þunga.  Aukaverkanirnar eru orðnar hrikalegar og eiga eftir að versna.  Hver ætlar að koma viti fyrir stjórnmálamenn hér? 


mbl.is Össur fundaði vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deloitte og Logos ekki stætt á að vinna fyrir ríkið

Á meðan starfsmenn Deloitte og Logos eru undir rannsókn sérstaks saksóknara geta þessi fyrirtæki ekki unnið að verkefnum fyrir opinbera aðila.  Vonandi gera menn sér grein fyrir þessu og segja sig sjálfviljandi frá verkefnum.

Logos, ein stærsta og "virtasta" lögmannsstofa landsins er í miklum vandræðum - með starfsmenn öfugum megin við borðið hjá sérstökum saksóknara.

 


mbl.is Nýja Kaupþing kærir Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið sem fór í rifrildi

Dýrmætur tími hefur farið í eintómt rifrildi á síðasta ári.  Við fengum ár hjá AGS til að koma hjólum atvinnulífsins af stað áður en til niðurskurðar og skattahækkana kemur á árunum 2010, 2011 og 2012. 

Fyrir tæpu ári síðan var gert ráð fyrir að núna væru:

  • Gjaldeyrishöftin úr sögunni
  • Verðbólga horfin og vextir lágir
  • Krónan stöðug og verðmeiri
  • Bankar endurfjármagnaðir og farnir að lána
  • Mannfrek verkefni komin af stað
  • Fyrirtæki og heimilin endurfjármögnuð
  • Icesave afgreitt
  • AGS á þriðju endurskoðun
Lítið hefur þokast í þessum málum.  Hvers vegna? 
 
Hvaða afleiðingar mun niðurskurður og skattahækkani hafa þegar við erum svona illa undirbúin? 
 
Hvað boðar blessuð nýárssól?

mbl.is Ár frá hruni bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lág laun og háir skattar

Sviss lendir í efsta sæti um samkeppnishæf lönd enda eru laun þar há og skattar lágir.  Svo hefur Sviss búið við lága verðbólgu og vexti í áratuga skeið, gjaldmiðillinn er traustur og Seðlabanki þeirra nýtur trausts á alþjóðamörkuðum.

Nú ætlar Ísland að sýna umheiminum að vel sé hægt að ná topp 10 sæti með öfugum svissneskum formerkjum.  Hversu raunverulegt er þetta?

Athygli vekur að þetta verkefni er undir forsjá menntamálaráðherra og umhverfisráðherra, en ekki viðskipta- eða fjármálaráðherra.

Hvað varð um markmiðið að gera Háskóla Íslands að einum 100 besta háskóla í heimi?  Var það verkefni flutt yfir í dóms- og kirkjumálaráðuneytið? 

 


mbl.is Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband