Skák og mát í Icesave taflinu

Við eru skák og mát í þessu Icesave tafli þó enginn stjórnmálamaður þori að viðurkenna það.

Alþjóðasamfélagið hefur sagt hingað og ekki lengra alveg eins og sagt var við Írani um daginn um þeirra kjarnorkuáætlun.

Það var alveg ljóst að þegar ríkisstjórnin hafði samþykkt Svavars samninginn var ekki aftur snúið.  Það eina raunhæfa í þeirri stöðu var að samþykkja þennan ólánssamning og fara fram á endurskoðun eftir 4 ár. Því miður mistúlkuðu Alþingismenn hið pólitíska andrúmsloft erlendis.  

Í staðinn fyrir að fara fram á viðauka áttum við að fara fram á hjálp Evrópska Seðlabankans til að styðja við krónuna og fá að borga hluta af Icesave tilbaka í krónum. 



mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð athugasemd hjá þér. Mjög góð.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:49

2 identicon

Tími Jóhönnu er liðinn. Hún hefur ekki það sem þarf í þetta. Ekki frekar en stærsti hluti þessarar ríkisstjórnar.

Núna er bara að taka slaginn, fara í hart og borga þetta ekki, umfram það sem okkur ber skylda til, rétt eins og margir sögðu strax síðasta haust.

Svavar, Indriði, Már, Jóhanna, Steingrímur og allt þetta lið sem vill klína 400 milljörðum á þjóðina að nauðsynjalausu verður bara að eiga þær skoðanir fyrir sig. Þjóðin er ekki tilbúin að taka á sig mistök manna sem voru ekki starfi sínu vaxnir að semja fyrir hönd þjóðarinnar.

joi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jói,

Ég held að það sé eftir miklu meir að slægjast ef við bjóðum fulla greiðslu með vöxtum í blandaðri körfu af krónum, evrum og pundum en förum jafnframt fram á  hjálp frá EB í gjaldmiðlamálum og styrkjum til að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

Pólitísk séð er mikið í húfi að Bretar og Hollendingar nái samkomulagi og geti sagt við sína skattgreiðendur að Íslendingar muni borga allt og með vöxtum.  Það er okkar tromp.  Við vinnum ekkert með því að fara í hart.  Nú þurfa menn að vera útsjónarsamir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.9.2009 kl. 15:13

4 identicon

Ekki sammála. Það skiptir engu máli hvað öðrum finnst í þessu máli. Þetta snýst um mikla peninga. Við förum með þetta fyrir dómstóla, enda með unnið mál í höndunum. Ef við vinnum, þá sleppum við að borga, ef við töpum, þá borgum við. Svo einfalt er þetta.

joi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er hreinasta firra að ganga til samninga um þetta mál. Ef Bretar og Hollendingar vilja troða þessu ofan í kok á Íslendingum þá eiga þeir að þurfa að gera það án aðstoðar ríkisstjórnarinnar og án aðstoðar þingsins. Annað er lágkúra af hálfu Íslendinga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.9.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Bæði þessi og fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að ganga til samninga svo það er ekki svo auðvelt að bakka núna.  Ef við ætluðum dómsleiðina átti að ákveða það strax.   Að gera ekkert núna er óábyrgt.  Við erum í þröngri stöðu og þá er um að gera að vera útsjónarsamur og reyna sitt besta.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.9.2009 kl. 22:45

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að samþykkja Icesave!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.9.2009 kl. 19:33

8 identicon

Það er merkilegt að sama fólkið og kvartar undan því að það sé verið að leggja álögur á komandi kynslóðir með icesave   - vill reka IMF úr landi og reka ríkissjóð með tugmilljarða halla árum saman.  Því finnst allt í lagi að senda þann reikning á börnin okkar.

Geir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband