Mogginn spilar sig út í horn

Ekki munu þessir nýju ritstjórar höfða mikið til ungu kynslóðarinnar eða auglýsenda sem fylgja þeim markhópi.  

Út frá viðskiptalegu sjónarmiði er þessi ráðning óskiljanleg.  Í raun má segja að "eigendur" blaðsins hafi gert sér grein fyrir þessu enda skera þeir hressilega niður kostnaðinn með uppsögnum til að bæta væntanlegt auglýsingatap og færri áskrifendur.

Mogginn í framtíðinni verður jafn spennandi og kynningarbæklingur Sjálfstæðisflokksins sveipaður minningargreinum.


mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð átti þetta inni hjá Óskari

Davíð er ekki maður sem passar ekki upp á sjálfan sig.  Þegar Árvaki var "bjargað" hlýtur Davíð að hafa gert viðeigandi ráðstafanir að séð yrði um hann í framtíðinni.  Auðvita hefði verið allt of augljóst plottið ef hann hefði strax tekið við ritstjórnarstöðunni svo líða þurfti svolítill tími þar til Davíð gæti sest í þann stól sem hann átti rétt á sem "björgunarstjóri" Morgunblaðsins.

Óskar átti ekkert val.  Þetta var öruggleg allt ákveðið fyrir löng eftir góðum og gömlum íslenskum útrásarstíl. 

Leppar verða að standa við sitt, ekki satt?


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálavæðing Íslands

Það er aldeilis uppgangur hjá stjórnmálamönnum Íslands um þessar mundir.  Þeir geta valið úr toppstöðum í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir þeim virðist aldrei hafa verið jafn mikil og nú.  Á sama tíma eru almennir starfsmenn látnir taka pokann sinn og kvaddir með krókódílatárum.

Ráðningu Davíðs verður að skoða í stærra samhengi.  Allir pólitískir flokkar frá VG til D vígbúast nú sem aldrei fyrr og allt gengur út á að koma sínum hermönnum í sem allra flestar stöður.

Í eftirfarandi ráð og stjórnir hefur nýlega verið skipað eftir pólitísku litrófi, oftast án auglýsinga:

Bankaráð Seðlabanks

Skilanefndir gömlu bankanna

Bankaráð nýju bankanna

Stjórn LÍN

Stjórn Landsvirkjunar

Stjórn bankasýslu ríkisins

Icesave samninganefnd

Er von að eigendur Morgunblaðsins finni hjá sér þörf að fylgja í sömu spor?  Þetta snýst ekki um hæfni eða þekkingu heldur hrá völd.

Stjórnmálavæðing Íslands heldur ótrautt áfram í boði kjósenda!

 

 


mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Icesave farið að teygja sig inn í frönsk innanríkismál?

Alþjóðasamfélagið getur lítið annað gert en að skjalla Íslendinga í augnablikinu og lofað öllu fögru ef við aðeins samþykkjum Icesave og stöndum við okkar skuldbindingar.

Hér tala ekki verkin heldur orðin.  

Hvers vegna getur Frakkinn,  Dominique Strauss-Kahn, ekki komið fram við Íslendinga eins og aðrar þjóðir og útskýr á einföldu máli þær tafir sem hafa orðið á afgreiðslu AGS?

Það skyldi aldrei vera að Stauss-Kahn sé að hugsa um eigin pólitíska framtíð?  Hann er jú talinn eiga góða möguleika á að taka við af Sarkozy sem Frakklandsforseti 2012.

Hann þarf því að huga vel að hvernig hann tekur á næstu nágrönnum Frakka og eiga góð sambönd við bæði Breta og Hollendinga.  Eftir skandalinn og framhjáhaldið á síðasta ári við Piroska Nagy, starfsmann inn AGS, verður hann að passa sig og því besta að taka varlega á Íslandi enda persónulegir hagsmunir í húfi.

Það skyldi aldrei vera að Icesave og AGS séu farin að teygja sinn inn í frönsk innanríkismál! 

 


mbl.is Segist verða var við mikla vinsemd í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn: Hverju er verið að stýra?

Til hvers eru stýrivextir í hagkerfi eins og því íslenska? Hér er allt stopp, fasteignamarkaður, lánamarkaður og hlutabréfamarkaður að ekki sé talað um krónuna, þann mattadorpening.

Það þýðir lítið að stýra þegar vélin er í lausagangi.  Það verður að koma hlutunum fyrst í gír áður en við förum að stýra.  Á hvaða plánetu búa Seðlabankamenn á?

Lækkun nafnvaxta niður í núll var eitt helsta skilyrði fyrir endurreisn og örvun hagkerfanna í löndunum í kringum okkur.  Nú er kreppan að enda þar en ekki hér?  

Það hefur ekkert land komið sér út úr kreppu með ónýtum gjaldmiðli og háum vöxtum?

Þeir sem nú hafa verið valdir af pólitískum öflum sem Seðlabankastjóri, aðstoðar Seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur eru allir gamlir innanbúðarmenn bankans sem biðja á altari hinna háu vaxta.

Hefði nú ekki verið skynsamlegra að fá, þó ekki væri nema, einn yfirmann í Seðlabankann með aðrar hugmyndafræði og reynslu en gamla gengið?

Ps. Þeir sem eru fastir í raunvaxtahugsun Seðlabankans ættu að íhuga hvað gæti gerst hér ef nafnvextir yrðu settir niður í núll.  Örvun atvinnulífsins gæti stutt meir við krónuna en vextirnir.  Þetta gæti hafa mjög jákvæðar afleiðingar fyrir verðbólguna og krónuna.  Eitt er víst að við munum aldrei vita fyrr en við reynum!   


mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju voru þessar stöður ekki auglýstar?

Hvers vegna eru stöður í ráð og stjórnir ríkisfyrirtækja og stofnanna ekki auglýstar eins og tíðkast í okkar nágrannalöndum?

Steingrímur hefur sagt að við eigum að fara að haga okkur eins og best gerist á hinum Norðurlöndunum?

Á þetta ekki við um hann? 

Svona ráðningar skapa ekkert traust.  Hér rígheldur Steingrímur í aðferðir Geirs og Davíðs.  Hvers vegna?


mbl.is Þorsteinn stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískir stjórnarhættir að íslenskum sið

Er furða að erlendir kröfuhafar skilji ekki íslenska stjórnarhætti sem ganga út á að innlendir og útvaldir pólitískir aðilar sitja báðum megin við borðið og semja við sjálfa sig.

Það er barnaskapur að halda að útlendingar sætti sig við svona vinnubrögð og þaðan af síður pólitískar ákvarðanir.

Skilanefndir eru undir miklum pólitískum þrýstingi að fá erlenda aðila inn í bankana hér og þá spyr maður sig hvort hér sé um raunverulegt val að ræða.  Eru þessir tveir kostir hjá skilanefnd Glitnis settir upp til málamynda, eða hvað?

Eitt er víst, svona stjórnarhættir eru ekki til þess fallnir að byggja upp traust eða laða erlenda fjárfesta til landsins.


mbl.is Skilanefnd Glitnis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Muna hlustendur eftir orðinu: misskilningur"

Muna menn eftir hugtakinu "misskilningur" og í hvaða samhengi það var notað hér fyrir hrun og af hverjum? 

Ennfremur er spurt um orðatiltakið: "lögbrot byggt á misskilning" sem mun eiga uppruna sinn á svæði í kringum Borgartún í Reykjavík rétt eftir síðustu aldamót.

Ætli svona verði ekki spurt eftir 50 ár á RÚV?

 

 

 

 


mbl.is Segir um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldaniðurfelling à la Jón Ásgeir

Það líður ekki sú vika að ekki berast nýjar upplýsingar um gjörninga gömlu bankanna og þeirra elítu viðskiptavina.  Þeirri spurningu sem er enn ósvarað eftir tæpt ár er þessi: voru þessir gjörningar allir gerðir í þáu hluthafa?  Geta stjórnir gömlu bankanna varið og rökstutt þessi viðskipti?  Eigum við óháða fagaðila með 20 ára reynslu í alþjóðlegum bankarekstri sem geta farið ofaní saumana á þessu?  Hverjir eru þessir sérfræðingar? 

Það er æ betur að koma í ljós hvernig elítu viðskiptavinir bankanna eignuðust hús og eignir í gegnum eignarhaldsfélög án persónulegra ábyrgða.  Hér er grunnuppskrift:

A tekur 50 m lán til húsnæðiskaupa frá banka B. A er með persónulega ábyrgð sem hann vill losna við og eignast húsið skuldlaust.  A stofnar því C ehf sem hefur það verkefni  að sýsla með hlutabréf.  A fer í banka B og segist hafa áhuga á að kaupa 50 m í hlutafé bankans.  Stjórnendur bankans sem allir eru með bónusa tengda hlutabréfaverði bankans eru himinlifandi þar sem þetta mun styðja við verðið á bréfunum.  Vandamálið er að A á enga peninga til að kaupa bréfin svo hann biður banka B að lána C ehf 100 m með veði í bréfunum sjálfum.  Þetta gengur í gegn og A notar 50 m til að greiða húsnæðislánið sitt niður að fullu og hina 50 m til að kaupa bréf í banka B.  Þar sem bréfin tvöfaldast yfirleitt á hverju ári er bankinn ekki áhyggjufullur yfir þessu.  Á næsta ári mun verð bréfanna dekka lánið.   A er nú áhyggjulaus vitandi að hann er með allt sitt á þurru, húsið skuldlaust, hagnaðurinn af hlutabréfunum er allur hans en tapið lendir allt á hluthöfum bankans og skattgreiðendum.

Auðvita eru alls konar variantar á þessu til að flækja málið en í grunninn er þetta allt hið sama, einum hóp er hyglað á kostnað annars. Málið er, gerðu allir stjórnarmenn gömlu bankanna sér grein fyrir hvað var að gerast hér?


mbl.is Söluverð til kaupa bréfa af eigendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

52% svarhlutfall er ekki traustvekjandi

Lágt svarhlutfall bendir til að margir hafi hreinlega ekki skilið spurningarnar.  Niðurfelling á verðtryggingu án þess að benda á hvað komi í staðinn er að gefa í skyn að vextir falli niður í núll. 

Gera þeir sem vilja niðurfellingu á lánum sér grein fyrir að það þýði skattahækkanir?

Allir vilja lægri afborganir og niðurfellingar á lánum ef það er í boði ókeypis.

Hvað segir þessi skoðanakönnun okkur sem við vissum ekki?

 

 

 


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband