Ekki íslensk frétt

Það er himinn og haf á milli erlends og innlends fréttaflutnings af íslenska hruninu.  Óhugsandi er að grein Guardian gæti birst í íslensku blaði, til þess eru íslensk blöð allt of pólitísk og flækt í alls konar hagsmunapot.

Hvernig getur Morgunblaðið fjallað hlutlaust um þessa frétt?  Eina sem blaðið getur gert er að þýða greinina og þegja.  Getur einhver blaðamaður á Mogganum tekið þetta upp á hlutlausan og yfirvegaðan hátt og leita upplýsinga sem gætu varpað nýju innlendu ljósi á málið?

Það er ansi erfitt, þar sem aðalpersónan er sest í ritstjórnarstól og þar með er óhugsandi að telja lesendum trú um að blaðið geti verið hlutlaust.  

Við erum að senda alþjóðasamfélaginu ákveðin skilaboð með því að verðlauna Davíð og gefa honum stærsta blað landsins sem sína málpípu áður en rannsókn á hruninu lýkur.

 

 


mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ákvörðum um að setja Davíð Oddsson í ritstjórstól Moggans nú í upphafi uppgjörs á aððdragand og orsökum hrunsins- er blaut tuska framan í þjóðina.   Ljóst er af umfjöllun breskra blaða hvert ástæða setningar hryðjuvekalaga á Ísland- er rakin...

Og nú þvælist þetta lið þvers og kruss fyrir ICESAVE uppgjörinu... Óhamingju Íslands...

Sævar Helgason, 28.9.2009 kl. 12:55

2 identicon

Mikið óskapleg er heimurinn í mikilli hættu ef að einhverjir embættismenn ópólitískra stofnanna eiga að vera ábyrgir fyrir stórkostlegu milliríkjadeilum og þá hugsanlegum hernaðarátökum, fyrir að orða sínar einkaskoðanir í fjölmiðlaviðtölum.

 Hélt satt að segja að eitthvert pródókol þyrfti til, eins og undirritaða löggilta pappíra forsætisráðherra til að þjóð hlotnist sá vafasami heiður að verða sett á hriðjuverkalista með fjöldamorðingjum.

Núna er Már nýi bankastjórinn búinn að úttala sig um sama mál og á mun pólitískari hátt, sem hlýtur að kalla á einhver viðbrögð Breta, og teljast geirnelgd fullnaðarsamþykkt stjórnvalda um ábyrgð á IceSave ofbeldisreikning þeirra og Hollendinga.

Nú féllu kærkomin óvarleg orð frá Steingrími J. og Jóhönnu strax eftir undirritun fyrirvarans á þingi í sumar, að hann rúmaðist vel innan samningsins, eins og þau höfðu eða teldu sig hafa umboð þjóðanna til þess.  Það gefur að skilja að þá hlýtur fáranlegt blaður og hroki að hafað farið þversum ofaní þjóðirnar tvær. 

Svo fór sem fór.  Guði sé lof.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Einmitt, það er sami rassinn undir öllum íslenskum stjórnmálamönnum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.9.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband