Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.1.2010 | 09:43
Hófstillt mótmæli en hvar eru lausnirnar?
Íslendingar eru sérfræðingar í að mótmæla en ekki eins góðir í að finna lausnir á vandamálum sem þeir geta sameinast um. Það er gott og blessað að ná innlendri samstöðu en Icesave er milliríkjadeila sem þarf að leysa og hún verður ekki leyst einhliða eða með þjóðaratkvæði.
Okkar staða er veik, við erum lítil og okkar hagkerfi skiptir önnur lönd engu. Við eyðum allt of miklum tíma í deilur heldur en lausnir. Við erum að fá á okkur orð að geta ekki leyst okkar mál á farsælan og tímanlegan hátt. Hættan er að útlendingar hreinlega gefast upp á okkur og afgreiði okkur sem reynslulausa óvita.
Þetta viðhorf kemur vel fram í grein FT í dag um Icesave þar sem er vitnað í Nick Chamie:
Nick Chamie, head of emerging markets research at RBC Capital Markets, said the Fitch ratings downgrade was no surprise. This drama has been going on for a long time. It is a big setback for Iceland, but in terms of the wider markets, Iceland no longer matters. The fact it is in a mess has been priced into the markets.
Kurteis og hófstillt mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.1.2010 | 23:25
BBC: Erlendir fjármálamarkaðir lokast fyrir Ísland
BBC Newsnight greindi frá því í kvöld að íslenskum ráðamönnum hafi verið gert grein fyrir því í prívat samtölum að erlendir fjármálamarkaðir lokist fyrir Ísland semjist ekki um Icesave.
Greinilegt er að Holland og Bretland eru tilbúnir að taka mjög hart á Íslendingum og eru að safna í lið hjá ESB og AGS.
Ef þessi deila leysist ekki fljótt mun gjaldeyrisskortur gera vart við sig með skömmtunum og innflutningshöftum. Þá er ekki fyrir það skotið að erlend lán verði kölluð inn sem geti sett fyrirtæki í þrot.
Óhugsandi er að hin Norðurlöndin sem eru innan ESB gangi geng vilja Breta og Hollendinga og einnig er ólíklegt að Norðmenn sniðgangi sína miklu vinaþjóð Breta. Þar með fellur efnahagsáætlun AGS um sjálfa sig þar sem fjármögnunin er ekki í lagi eins og Flanagan gefur í skyn.
Í þessu samhengi verður þjóðaratkvæðisgreiðsla um Icesave skammgóður vermir, enda telja Bretar engar líkur á að Icesave verði samþykkt þar samkvæmt sömu frétt frá BBC.
AGS: Icesave ekki skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 20:48
Atvinnuleysi og stöðnun í boði InDefence og Bessastaða
Ólafur og Indefence voru ekki lengi í paradís. Gaman væri að heyra frá talsmönnum Indefence og Ólafi hvernig þessi neitun á Icesave muni koma hjólum íslensks atvinnulífs í gang og minnka atvinnuleysið? Athyglisvert er að Seðlabankastjóri sem auðvita var fyrrum persónulegur ráðgjafi Ólafs Ragnars neitar að tjá sig? Hagsmunir fyrrum húsbónda eru augljóslega ofar hagsmunum Íslands. Klassískur embættismaður af gamla skólanum, hann Már.
Varla eru liðnir 12 tímar frá ákvörðun Forsetans og allt er í uppnámi. Algjör stöðnum blasir við. Erlendir aðilar og bankamenn munu halda að sér höndum. Engin ný lán fást til Íslands og vextir fara hækkandi. Varla er þetta frjór jarðvegur fyrir atvinnulífið en ekki þurfa Ólafur og Indefence að hafa áhyggjur af því, enda á ríkisjötunni en ekki í einkageiranum sem hingað til hefur þurft að axla mestar byrgðar.
Spurningin er: er Íslendingum viðbjargandi eða standa allir á tortímingartakkanum?
Hvað halda menn að gjaldeyrisvarasjóður landsins dugi lengi? Og hvað tekur þá við? Jú við borgum fyrir bensínið með matador peningunum okkar, auðvita munu Hollendingar afgreiða bensín frá Rotterdam fyrir krónur. Við skellum þessu bara í þjóðaratkvæði ef þeir eru með eitthvað vesen!
Gríðarleg óvissa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 18:25
BBC segir að Bretar ætla að stoppa AGS lán og ESB umsókn
Breska ríkissjónvarpið, BBC, sagði í fréttum kl. 18.00 að Bretar myndu hvorki styðja ESB umsókn Íslands eða lánveitingar frá AGS. Þá hefur Fitch lækkað lánsmat Íslands eins og vitað var niður í rusl. Þetta þýðir hærri vaxtakostað eins og ég ræddi í mínum pistli: "Forseti hafnar, vextir hækka".
Það er samt dásamlegt að vita að þjóðin getur sameinast í þjóðaratkvæðisgreiðslu með Ólafi Ragnari sem mun ekki þýða neitt, þar sem Bretar og Hollendingar munu túlka hana sem innlendan sirkus.
Með þessu áframhaldi verður stutt í bensínskömmtun á Íslandi til að spara gjaldeyri fyrir lyfjum og öðrum nauðsynjum.
Já, nú er munur að vera Ólafur Ragnar á Saga Class til London og síðan líklega á fyrsta farrými með British Airways til Indlands. Sá hlær best sem síðast hlær.
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 16:09
Dýr verður minnisvarði Ólafs Ragnars
Ólafi Forseta er annt um sinn sess í sögunni. Hann hlýtur að horfa með blendnum hug á hvernig Davíð tókst að klúðra sínum málum og hrökklast upp í Hádegismóa. Hann vill ekki að fá sömu útreið og því er best að aðhyllast pópúlismann og tengja vagn Bessastaða við InDefence sem er nýja íslenska orðið yfir þjóðarsamstöðu. Nú er um að gera að snúa við blaðinu og standa með þjóðinni en ekki Alþingi.
En verður gjáin á milli þings og þjóðar brúuð með gjá á milli Forseta og framkvæmdavalds?
Það er engin tilviljun að herra Ólafur kynnir sína skoðun degi áður en hann fer úr landi. Það hefði verið óþægilegt að þurfa að færa til orðutilnefningar og annað tengt Nýárinu til að fara að taka á Icesave. Nei, á Bessastöðum virðist frestur vera á illu bestur.
Svo er að sjá hvað setur, en ekki er ég svo viss um að sagan muni minnast þessa dags sem eins konar 17. júní. Þegar allt verður tekið saman, og næstu kynslóðir gera upp kostnaðinn er líklegt að reikningur Ólafs verði hár.
Stjórnarflokkar á rökstólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 13:39
"Íslendingar ætla ekki að borga"
Ef kíkt er á erlenda fréttavefi eru ansi margar fyrirsagnir þess eðlis að Íslendingar ætli ekki að borga Icesave. Flestar erlendar fréttastofur hafa greinilega misskilið ákvörðun Forsetans. Hins vegar getur reynst erfitt að leiðrétta þetta, fréttin er komin efst á margar fréttavefi en leiðréttingar fá yfirleitt lítið pláss.
Það er með ólíkindum að fréttatilkynning skuli ekki hafa verið tilbúin á ensku, frönsku og þýsku um leið og Forsetinn tilkynnti sína ákvörðun á íslensku.
Það er alveg óþarfi að gera málið enn erfiðara erlendis en þörf er á, vegna seinagangs við að skrifa fréttatilkynningar.
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 12:46
Sitt sýnist hverjum
Séð frá þjóðernislegum sjónarhól er ákvörðun Forsetans skiljanleg, út frá lagalegum túlkunum er hún vafasöm og út frá viðskiptalegum forsendum er hún hræðileg.
Lítil þjóð setur ekki sínum mikilvægustu viðskiptalöndum stólinn fyrir dyrnar. Bretar og Hollendingar hafa tapað þessari orrustu en stríðinu er ekki lokið. Hvað sem tautar og raular verðum við látin borga á einn eða annan hátt. Eitt sem útlendingar ráða og Íslendingar hafa engin tök á eru vextir af erlendum lánum. Lánstraust mun ekki batna eða krónan styrkjast á meðan þetta ástand varir.
Rúmu ári eftir að viðskiptalegur orðstír Íslendinga hrynur, þá hrynur pólitískur orðstír landsins erlendis.
Sem betur fer er landið lítið svo efnahagslegur skaði af ákvörðunum Íslendinga er takmarkaður. Hitt er augljóst að ESB og ASG verða að koma böndum á þennan taumlausa og óútreiknanlega "enfant terrible" á hjara veraldar.
Ein afleiðing af þessari neitun Forsetans gæti orðið flýtimeðferð inn í ESB. Það yrði miklu einfaldara að leysa Icesave ef öll löndin væru innan ESB. Bretar og Hollendingar hafa ekki endalausan tíma fyrir litla Ísland. Það eru miklu stærri og mikilvægari mál sem þeir þurfa að fást við í sínum löndum. Því er ekki ólíklegt að skriffinnar í Brussel með nógan tíma aflögu verði settir í málið.
Bretar leita til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 21:04
Á valdi eins manns
Enn er Ísland á valdi eins manns. Lítið breytist. Ísland er litla landið sem ekki virðist geta losað sig undan "góðum einræðisherrum". Davíð og Ólafur hafa eldað grátt silfur alla tíð síðan Ólafur varð Forseti en ekki Davíð.
Þessi sandkassaleikur þessara tveggja manna hefur verið undirtóninn í stjórn landsins síðastliðinn áratug ef ekki lengur, og ekki er enn séð fyrir endann á þeirri baráttu. Það er ekki aðalatriðið hvort Ólafur segir já eða nei, heldur að enn eina ferðin er framtíð og velferð þjóðarinnar á hendi eins manns. Þetta er ekki hollt og því verður að breyta. Þetta gegnumsýrða veldi einstakar ráðamanna hvort sem þeir kalla sig ráðherra, seðlabankastjóra, sendiherra eða forseta verður að linna.
Ný stjórnarskrá verður að stoppa þessa "einræðisherra" og það strax.
Okkar þingræði er það elsta í þessum heimi og hefur alltaf reynst okkur best.
4.1.2010 | 11:43
Forsetinn hafnar og vextirnir hækka
Ef Forsetinn hafnar samningnum um ríkisábyrgð þá er Icesave deilan ekki leyst og ef menn ætla að fá lán með takmarkaðri ábyrgð hækkar kostnaðurinn, en eins og allir landsmenn vita þá eru lán sem ekki hafa traust veð mjög dýr. Án ríkisábyrgðar verða vextir ekki 5.5% enda þarf gríska ríkið nú að borga 5.7% fyrir sín ríkistryggðu evrulán, þannig að án ríkisábyrgðar erum við að tala um vexti um og yfir 7%.
Ef við ætlum að þiggja þessi lán frá Bretum og Hollendingum til að leysa þessa Icesave deilu og ætlum að standa við okkar orð og borga er auðvita ódýrasta að láta ríkisábyrgð fylgja þessu. Efnahagslegu rökin fyrir að hafna ríkisábyrgð eru engin önnur en að við ætlum ekki að borga þetta og þá er heiðarlegast að segja svo strax.
Umræðan hér er oft á villigötum, þetta snýst ekki aðeins um lögfræðilegar hártoganir og túlkanir, heldur er þetta spurning um að lágmarka okkar kostnað við að leysa þessa deilu með samningi.
Jaðrar við stjórnarskrárbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2010 | 12:07
"Consitutional crisis"
Í ensku er til hugtak sem heitir "constitutional crisis" og er notað þegar alvarlegir brestir verða á stjórnarháttum ríkis. Samkvæmt Wikipedia er skilgreiningin eftirfarandi:
A constitutional crisis is a severe breakdown in the orderly operation of government. Generally speaking, a constitutional crisis is a situation in which separate factions within a government disagree about the extent to which each of these factions hold sovereignty. Most commonly, constitutional crises involve some degree of conflict between different branches of government (e.g., executive, legislature, and/or judiciary), or between different levels of government in a federal system (e.g., state and federal governments).
A constitutional crisis may occur because one or more parties to the dispute willfully chooses to violate a provision of a constitution or an unwritten constitutional convention, or it may occur when the disputants disagree over the interpretation of such a provision or convention. If the dispute arises because some aspect of the constitution is ambiguous or unclear, the ultimate resolution of the crisis often establishes a precedent for the future. Wikipedia.com.
Það er margt sem bendir til að á Íslandi hafi um langan tíma ríkt "constitutional crisis" ástand sem hafi átt sinn þátt í þeim mistökum sem hafa verið gerð hér á landi síðastliðna áratugi og Icesave fær loks til að sjóða upp úr.
Hér er því líklega um miklu alvarlegra mál að ræða en Icesave. Allsherjar endurskoðun á okkar stjórnarskrá er eitt brýnasta málið í dag og má ekki tefjast vegna flokkshagsmuna.
4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |