Dýr verður minnisvarði Ólafs Ragnars

Ólafi Forseta er annt um sinn sess í sögunni.  Hann hlýtur að horfa með blendnum hug á hvernig Davíð tókst að klúðra sínum málum og hrökklast upp í Hádegismóa.  Hann vill ekki að fá sömu útreið og því er best að aðhyllast pópúlismann og tengja vagn Bessastaða við InDefence sem er nýja íslenska orðið yfir þjóðarsamstöðu.  Nú er um að gera að snúa við blaðinu og standa með þjóðinni en ekki Alþingi.

En verður gjáin á milli þings og þjóðar brúuð með gjá á milli Forseta og framkvæmdavalds?

Það er engin tilviljun að herra Ólafur kynnir sína skoðun degi áður en hann fer úr landi.  Það hefði verið óþægilegt að þurfa að færa til orðutilnefningar og annað tengt Nýárinu til að fara að taka á Icesave.  Nei, á Bessastöðum virðist frestur vera á illu bestur.

Svo er að sjá hvað setur, en ekki er ég svo viss um að sagan muni minnast þessa dags sem eins konar 17. júní.  Þegar allt verður tekið saman, og næstu kynslóðir gera upp kostnaðinn er líklegt að reikningur Ólafs verði hár.


mbl.is Stjórnarflokkar á rökstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er gjá á milli þjóðarinnar og forsetans og InDefence getur ekki brúað það bil.  InDefence með framsóknarstimpilinn er í sjálfu sér vafasamt fyrirbæri og margir sem efast um heilindi þeirra sem ráða þar för

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 16:44

2 identicon

Legg til að þeir sem ráku og áttu landsbankann greiði fyrir þetta þá er málið dautt

Steinar Sörensson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:47

3 identicon

Það er sem sagt "populismi" þegar hlustað er á vilja þjóðarinnar ef hann er andsnúinn stefnu Samfylkingarinnar. En þegar Ólafur studdi Samfylkinguna í fjölmiðlamálinu þá var hann að berjast gegn valdhroki. Er hægt að vera hrokafyllri en þetta?

Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:25

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held að ekki megi gleyma því að þetta er kannski ferð í átt til lýðræðis. Fulltrúalýðræðið hefur kostað okkur milljarða bæði í spillingu og klíkuframkvæmdum.

Nú er komin tími til að íslendingar læri að leggja saman og draga frá og skeri fulltrúalýðræðið niður við trog. 

Einar Guðjónsson, 5.1.2010 kl. 18:44

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón,

Hvernig mælir maður vilja þjóðar?  Í gengum undirskriftalista InDefence eða til þingkosninga?  Alþingi er stofnun sem Ísland hefur aldareynslu af.  Auðvita ekki alltaf fullkomin og með sína galla en þessi InDefence, hvað er það, og hversu mikla reynslu höfum við af henni?  Hverjir standa þar á bak við og hverra hagsmuna eru þeir að gæta?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 18:53

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

Ef fulltrúalýðræðið er ekki að virka þá er ekkert til fyrirstöð að athuga beint lýðræði en það þarf að gera með nýrri stjórnarskrá ekki ala Ólafur Ragnar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband