"Íslendingar ætla ekki að borga"

Ef kíkt er á erlenda fréttavefi eru ansi margar fyrirsagnir þess eðlis að Íslendingar ætli ekki að borga Icesave.  Flestar erlendar fréttastofur hafa greinilega misskilið ákvörðun Forsetans.  Hins vegar getur reynst erfitt að leiðrétta þetta, fréttin er komin efst á margar fréttavefi en leiðréttingar fá yfirleitt lítið pláss.

Það er með ólíkindum að fréttatilkynning skuli ekki hafa verið tilbúin á ensku, frönsku og þýsku um leið og Forsetinn tilkynnti sína ákvörðun á íslensku.  

Það er alveg óþarfi að gera málið enn erfiðara erlendis en þörf er á, vegna seinagangs við að skrifa fréttatilkynningar.  


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Jóhanna Sig og Steingrímur Joð hafa verið með allt niður um sig og skítinn í buxunum síðan þau lugu sig inn á þjóðina í síðustu kosningum. Hvar er t.d. skjaldborgin sem átti að slá um heimilin í landinu? Af hverju situr allt spillingarhyskið enn í valdastöðum í bönkunum og opinberum embættum þvert ofan í yfirlýsingar Steingríms Joð ...fyrir kosningar nota bene? Þetta hyski ætti að hafa rænu á að hypja sig burtu áður en illa fer.

corvus corax, 5.1.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir mega halda að við ætlum ekki að borga. Þá sjá aðrir að einhver þorir að standa í hárinu á sér stærri og frekari þjóðum. Þegar fólk heyrir að við ætlum ekki að borga, jafnvel þó það sé ekki rétt, þá mun það spyrja sig hvers vegna og hvort það geti verið að við eigum kannski ekki að borga þetta eftir allt saman. Þannig styrkist málstaður okkar enn frekar heldur en ef fólk heyrir að við höfum samþykkt að borga.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

PR mál íslenska ríkisins hefur verið í lamasessi frá upphafi hruns og enn hefur ekkert horft til framfara á því sviði.

Héðinn Björnsson, 5.1.2010 kl. 14:05

4 identicon

Fréttatilkynningin var afhent á ensku á blaðamannafundinum.  Þetta snýst ekkert um það. 

Svona eru erlendir fjölmiðlar hreinlega að lesa niðurstöðuna.  Núna verða stjórnvöld að róa lífróður við að róa alþjóðasamfélagið.  Það verður ekki létt verk.

Elfa Jóns (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:12

5 identicon

Með ákvörðun forsetans er auðvitað verið að fara í þá átt, að borga ekki. Er það ekki það sem hin s.k. meirihluti vill? Ég sé ekki að það sé einhver misskilningur í gangi. Hvað héldu menn?

Egill (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:12

6 identicon

Fréttatilkynning á ensku fór strax út frá ríkisstjórninni: http://eng.forsaetisraduneyti.is/news-and-articles/nr/4089.

En það mun líklega ekki breyta þeim efnislega skilningi erlendra fjölmiðla að verði þessi lög felld í þjóðaratkvæðagreiðslu er ekkert lánasamkomulag í gildi milli Íslands og Hollands/Bretlands því viðsemjendur höfðu þegar hafnað hluta þeirra skilyrða sem Alþingi setti með fyrri lögum. Einhliða gildistaka þeirra laga hér innanlands hefur því ekkert gildi gagnvart sjálfum lánasamningnum eða samskiptum okkar við önnur ríki.

Arnar (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:22

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halda menn virkilega að Hollendingar og Bretar ætli að gefa þetta eftir.  Við verðum alltaf látin borga.  Bíðið þar til lausafjárstaða landsins í gjaldeyri þornar upp.  Hvað skeður þá?  Hvar ætlum við að fá gjaldeyri til að kaupa vörur og aðföng frá útlöndum?  Gjaldeyrisskömmtun er handan við hornið, söluskylda á gjaldeyri verður tekin upp eins og gerðist í Argentínu.  Bannað verður að eiga gjaldeyrir yfir ákveðið magn. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 14:24

8 identicon

Það þýðir samt ekki að við ætlum ekki að borga Arnar.

Góður punktur hjá þér Guðmundur.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:27

9 identicon

Að mínu mati er það samt betra en vera tekinn í r....gatið af bretum og hollendingum Andri.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:28

10 identicon

Þakka þér þessa ábendingu en málið er grafalvarlegt þegar umræða í erlendum fjölmiðlum er eins og raun ber vitni. PR störf ríkisstjórnar hafa verið í rusli, að ekki hafi verið fengnir kunnáttumenn til að leiða samninganefndina sl vor og að málstað okkar hafi ekki verið frekar haldið á lofti. En við að hugsa niðurstöðu forseta og lesa um hana í erlendum blöðum þá fallast manni hendur, því miður!!

Gubbi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:33

11 identicon

Er ekki kominn þjóðréttarleg skuldbinding að ganga frá þessu máli. Það eru tvö lög í gildi sem segja að Alþingi Íslands ætli að standa við skuldbindingar sínar. Ef önnur verða felld úr gildi standa hin eftir.

En þessi neitun veldur óvissu, verð á óvissu kallast vextir. Annað sem þessi neitun gerir er minnkun trausts til íslenskra stjórnvalda - því miður þá er engin verðmiði á trausti.

En núna er ekki annað eftir en að kjósa um þennan fjanda - ég hef þegar gert upp minn hug. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:34

12 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Páll,

Málið er að það þarf að lágmarka kostnaðinn vegna þessa Icesave máls.  Það er ekkert víst að þessi ákvörðun Forsetans geri það, margt bendir til að kostnaðurinn aukist og færist yfir á næstu kynslóðir.  Við verðum látin borga þetta ef það tekur 50 ár.  Ekki gleyma bónusgreiðslum til ESB sem felast í vel menntuðum Íslendingum sem flytjast til ESB og greiða skatta þar.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 14:37

13 identicon

Fyrirsagnirnar erlendis eru þess eðlis vegna þess að aldrei hefur neitt verið gert af stjórnvöldum að kynna málstað Íslands og að lemja á lygaherferðum.  Jóhanna segist ekki hafa tíma til að tala við fréttamenn, og enginn nennir að tala við Steingrím, Össur, Björn Val, Ólínu eða Guðbjart.  Amatörisminn og sveitamennskan er alger.  Með fullri virðingu fyrir sveitamönnum sem hefðu örugglega getað gert betur en þessir ullarsokkar ríkisstjórnarinnar.

Það er sorglegt að sjá gjörtaparana haga sér á bloggvettvanginum eins og þau þokkahjú í Stjórnarráðinu á blaðamannafundinum í hádeginu.  Önnur eins gremja út í forsetann og 70% atkvæðabærra landsmanna.  Þau litu út eins og í leikgervi Grýlu og Leppalúða í gremjugrettum sínum í grínverki.  Gat ekki annað en hlegið.  Þar var augljóslega ekki áhugi að reyna að vinna úr lýðræðiskröfu 70% atkvæðabærra landsmann, forsetans og 4 stjórnarþingmanna.  Auðvitað eiga þau að hundskast burt.  Enda hafa þau aðeins rétt rúmlega helming kjósenda sinna á bak við þau sem leikmenn í vitlausu liði Breta og Hollendinga.  Útburðarvæl klappstýranna þeirra er sem lítið ýlfur sem fáir taka eftir. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:21

14 identicon

Ég er hræddur um að Andri hafi rétt fyrir sér í þessu. Við getum ekki sigrað í þessari orrustu. Þeirra spunameistarar munu halda áfram að "smíða" þá hugmynd ytra (í blöðum og á netinu) að Íslendingar neiti að borga innistæður ekkna og líknarfélaga. Sannleikurinn (hver sem hann er nú) mun ekki koma í ljós ytra og smátt og smátt mun svindlarastimpillinn festast á okkur. Okkar sjónarmið mun gjörsamlega drukkna innan um fréttir um raunveruleikasjónvarpsstjörnur og einkalíf fræga fólksins. Á vondri íslensku má segja að Íslendingar hafi ekkert "mindshare" hjá erlendum neytendum fjölmiðla.

Við verðum að setja okkur í spor hinns almenna manns í útlöndum sem hefur engan áhuga á að hlusta á lagatæknilegar og frekar flóknar samningaútlistanir Icesave klúðursins. Þetta er bara ekki stór frétt í útlöndum.

Þetta hljómar ekki vel en ég er hræddur um að þetta sé staðan sem við séum í og allt annað sé bara sjálfsblekking sem getur reynst okkur og afkomendum okkar afar dýrkeypt.

Það fjarstæða að halda að við getum á þessari stundu leikið lítið varnarlaust land (sem við vissulega erum) sem heimsbyggðin muni vorkenna svo ógurlega og bjarga okkur á endanum frá vonda heimsveldinu. Ekki eftir allt sem á undan er gengið. Það eru til þjóðir í þessum heimi sem eru mun verr á vegi stödd en við.

Það er bara gjörsamlega óverjandi að við íslendingar fljótum í einhverri óraunssæisfjöldahysteríu að feigðarósi.

SE (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:22

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Þakka þér þessa ábendingu en málið er grafalvarlegt þegar umræða í erlendum fjölmiðlum er eins og raun ber vitni."

Duh nei hvað segirðu maður !

En það vill nú vo til að ótrúlega margir, þar á meðal háttvirtir stjórnmálamenn, hafa talað í þessa átt á íslandi í HEILT ÁR !

Sjáðut til, stór hluti fólks sem skrifði á undirskriftalistann er að fara að kjósa um hvort Ísland eigi nokkuð að boga !  Heldurðu aðErlendir fjölmiðlar viti ekki hvernig umræðan er ?

Þessi vísun í þjóðaratkvæði þýðir bara að öllu er fokkað upp !  'Ífyrsta lagi milliríkjalánasamningi sm búið er að taka heilt ár að semja um fyrirkomulag á og í annan stað stjórnarfari innanlands.

Mér sýnist líka að erlendir fjölmiðlamenn skilji eiginlega ekki hvað er í gangi.  þ.e að Forseti skuli geta sisona sent þetta í þjóðaratkvæði uppá eigin spýtur.

Þessi ákvörðun Frseta er stóralvarlegt mál og á að eftir að hafa langtíma skaðleg áhrif á ísland.

Og eg skil bara ekki hvað Forseti, sem bæði er hámenntaður stjórnmálafræðingur og almennur fræðimaður er að hugsa.   Að taka ekki sterklegt tillit til eðlismunar mála.  Eða hvað ríki mundi vísa slíku mali sem lánasamningum varðandi alþjóðlegar skuldbindingar í þjóðaratkvæði ?  Eg vil fá dæmi.  Bíð spentur.

Þetta þýðir augljóslega að 26. greinin verður tekin til endurskoðunar.  Verður að gera það.  Eða á annan hátt að endurmeta Forsetaembættið.  Í núverandi túlkun er Forseti orðinn valdamesti maður landsins og getur vísað öllum málum,  nb. sama hvers eðlis þau eru, í þjóðaratkvæði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 15:29

16 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Gordon Brown er heimsins glaðasti maður með þessa synjun.. Gæti ekki komið á betri tíma fyrir hann..

Ingi Björn Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 15:55

17 identicon

Þetta sýnir enn og aftur ótrúlega vangetu íslenskra stjórnvalda í alþjóðasamskiptum. Það hefði ekki kostað mikið að upplýsa helstu erlendu fréttamiðlana um stöðuna en þetta er nú töpuð orrusta.

Annars er merkilegt hve margir Íslendingar halda í raun að þeir geti kosið sig frá skuldbindingunum vegna Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefur greinilega eitthvað brugðist illa í kynningu ríkisstjórnarinnar á málinu innanlands.   

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:01

18 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nú eru allir að fara að búa sig undir þjóðaratkvæðisgreiðslu, en um hvað?  Leysis deilan við einhliða kosningu?  Hvað gerist ef Bretar og Hollendingar vilja ekki taka þátt í þessum sirkus og fella samninginn korteri áður en kjörstöðum er lokað?  Hverju höfum við áorkað?  Erum við að leysa vandamálin eða skapa ný?

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 16:17

19 identicon

Andri í raun er þetta rétt hjá erlendum fjölmiðlum því ef þú skoðar þetta nánar og Eiríkur Tómasson hefur bent á að þá er þetta staðan: Ef síðari gerð Icesave-laganna yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu tækju fyrri lögin gildi. Það er tekið fram í þeim lögum, að þar sé forsenda fyrir ríkisábyrgðinni að Bretar og Hollendingar fallist á hana. Það hafa þeir ekki gert og á meðan er þetta bara dauður bókstafur.

M.ö.o. Bretar og Hollendingar þurfa að samþykkja lögin ef þau eiga að öðlast gildi!!! ALLT í HNÚT.

Riddari götunnar (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:50

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"...merkilegt hve margir Íslendingar halda í raun að þeir geti kosið sig frá skuldbindingunum vegna Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefur greinilega eitthvað brugðist illa í kynningu ríkisstjórnarinnar á málinu innanlands"

Jóhannes, það hefur margoft verið stafað ofaní innbyggjara að engin leið er að komast undan skuldbindingunni. 

Hluti innbyggjara hefur ekki fengist til að skilja það !

Þar hefur ekki síst hjálpað til málflutingur stjórnarandstöðu auk ýmislegs ruglsmálflutings sem td. hefur mátt sjá á síðum moggabloggs.  Þar að auki hafa fjölmiðlar heilt yfir brugðist enda flestir í eigu sjalla og framara.  Þeir hafa ekki síst kynt undir vitleysuna og ábyrgð þeirr er stór.

Nú vilja sumir hollenskir stjórnmálamenn að skuldin verði send í lögformega innheimtu !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 16:58

21 identicon

"Maybe I should have"?!  Maybe they should have?!!  Maybe they ALL should have?!!!!  Já, hefðu þau kannski ekki öll átt að standa betur vörð um orðspor og hag þjóðarinnar?  Eftir hvaða Orminum langa hefur verið beðið eftir?

Þjóðin á skýlausa kröfu á svör við þessum spurningum frá íslenskum atvinnu-pólitíkusum, stjórnsýslu- og embættismannakerfinu, sem er á launum á kostnað skattborgara, almennings þessa lands.  Hvers vegna hefur valdakerfið verið svo skeytingarlaust, aumt og þögult gagnvart erlendri pressu og pólitíkusum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:05

22 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Keyrið með fullan bíl af bensíni.  Það er aldrei að vita hvenær skömmtun byrjar.  Þeir sem ætla sér að kaupa tölvur eða lúxusvarning ættu að gera það núna.  Lengi getur vont versnað.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 20:22

23 identicon

Steingrímur með fýlusvip er kominn með fallhlíf...með fóstbróður sínum Franek.  Allt í gúddí segir Flanaganinn.  Hvursu lengi skal reynt að spá gjörningaveðri?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:09

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Pétur, sjáðu til, sko hvað hefur þú lengi fylgst með þessu máli og fyrrv. töfum í kingum þetta imf dæmi ?

Það er það nákvæmlega sama í gangi og áður !

Ef þú lest frétt mogga nákvæmlega, ekki bara fyrirsögnina.  Þetta er stutt frétt. - hvað skiptir mestu máli ?  Jú eftirfarandi:

"svo lengi sem fjármögnun áætlunarinnar sé í lagi."

Þetta hangir allt saman !  Hvenær ætla menn að skilja það.  Svo fer hringekja af stað þar sem hver vísar á annan etc.

Það er ekki eins og það séu geimvísindi  í gangi hérna!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 21:41

25 Smámynd: Njáll Harðarson

Ef lesnar eru athugasemdir við grein í TimesOnline "Britain threatens to freeze Iceland out of EU as loan payback vetoed" þá kemur berlega í ljós að Bretar almennt eru sammála forseta íslands um að þjóðin fái síðasta orðið í svo mikilvægu máli og jafnfram sér maður votta fyrir öfund þegar talað er um breskt lýðræði vs. íslenskt.

Forsetinn gerði rétt, það er stundum erfitt að fylgja sannfæringu sinni enda höfum við séð pólitíkusana á harðahlaupum eftir spot-ljósinu og vindhanagangurinn alveg ótrúlega hraður. Forsetinn á virðingu skilið fyrir að standa með þjóðinni, enda er hann til þess settur að sjá til þess að þjóðin verði ekki hlunnfarin af mönnum sem tala nú um að afnema eigi rétt þjóðarinnar til neitunarvalds.

Lýðræðið tekur alltof langan tíma sagði Jón Baldvinsson einu sinni í framhjáhlaupi um innanbúðarkosningar gamla Alþýðuflokksins. Við Íslendingar þurfum að standa saman vörð um lýðræðið okkar, þó það sé tímafrekt, græðgi er ekki valkostur þegar horft er til baka.

Njáll Harðarson, 6.1.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband