Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.10.2009 | 16:20
Handrukkarastatus AGS loks að renna upp fyrir fólki
Hér er bloggfærsla mín frá 8. maí 2009 um handrukkarastatus AGS:
Ég hef lengi haldið því fram á þessu bloggi að IMF væri skipaður handrukkari hér á landi af erlendum stjórnvöldum. Nú virðist vera komin staðfesting á þessari tilgátu.
Það er athyglisvert að öll starfsemi IMF hér á landi virðist mest öll fara fram á bak við tjöldin ólíkt því sem gerist í Lettlandi, Ungverjalandi og Úkraínu, Hvers vegna? Ætli að sé ekki vegna viðkvæmra mála eins og Icesave.
Opinberlega er IMF auðvita ekki að skipta sér að tvíhliða milliríkjadeilu en ætli IMF sé ekki milligöngumaður að reyna að miðla málum. IMF hefur jú ansi sterk tromp á sinni hendi ekki síst það að í augnablikinu er velferðakerfið hér á landi fjármagnað að miklu leyti af IMF.
![]() |
Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 13:15
Samkeppni um heilbrigðisstarfsfólk
Fá einkasjúkrahús á vesturlöndum munu hafa aðgang að jafn vel menntuðum og ódýrum starfskrafti og hér á landi. Það munu geta valið úr besta fólkinu og það verður ómögulegt fyrir ríkið að keppa um kaup og kjör við erlenda aðila.
Hverjir eiga að framkvæma liðskiptaaðgerðir á Landspítalanum þegar þessi stofnun hefur ryksugað allt besta fólkið burt? Nýútskrifaðir læknastúdentar?
Nei, Landspítalinn verður þjálfunarskóli fyrir þennan nýja spítala. Nýir skurðlæknar spreyta sig á Íslendingum áður en þeim er hleypt í að skera útlendinga. Ef þetta verður ekki mismunun þá veit ég ekki hvað.
Þessi framþróun verður ekki stoppuð og það er vita gagnlaust að halda að ríkið geti bannað Íslendingum að fara á einkaspítala í eigin landi. Það verður að aðskilja tryggingarþáttinn frá spítalarekstri. Ef fólk vill fara á einkaspítala getur það borgað mismuninn úr eigin vasa eða með prívatsjúkratryggingu. Þar með flytjum við okkur úr okkar breskættaða heilbrigðiskerfi yfir í franskt kerfi.
![]() |
Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
2.10.2009 | 12:01
Uppgjarfartónn í Steingrími?
Það örlar á uppgjafartóni í Steingrími fyrir þessa ferð til Istanbúl, enda varla furða. Þetta Icesave mál er að breytast í algjöra martröð fyrir Ísland.
Steingrímur segir að ekki eigi að fara í samningaviðræður við Breta og Hollendinga en mikilvægt sé að ná niðurstöðu sem fyrst. Hvað þýðir þetta? Að við verðum að ganga að skilmálum Breta og Hollendinga eftir allt saman?
Hvað hefur gerst í þessu máli síðustu 3 mánuðina? Við höfum tapað enn meira trausti og trúverðugleika erlendis og hvað hefur unnist? Viðaukar sem hinn aðilinn gengur ekki að?
Hvernig bökkum við út úr þessari stöðu með hreina samvisku?
![]() |
Steingrímur til Tyrklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 11:12
Jón Ásgeir í fýlu
Það er athyglisvert viðtal við Jón Ásgeir í Morgunblaðinu í dag. Þar fer Jón Ásgeir hamförum fyrir samstarfi sínu við Helga Felixson kvikmyndagerðarmann og kallar hann öllum illum nöfnum og hótar að tala aldrei aftur við hann. "Oh dear...."
Og hvers vegna er Jón Ásgeir í fýlu? Jú hann gerði sér ekki grein fyrir að kvikmyndagerðarmaður hefði kvikmyndavél með sér og að hún yrði notuð.
Þetta gefur okkur áhugavert sjónarhorn inn í hugsunarhátt og viðhorf Jóns Ásgeirs.
Eftir að hafa lesið þetta viðtal koma orð upp í huga manns eins og "barnalegur" og "einfaldur"?
Svo er alveg óskiljanlegt hvers vegna Jón Ásgeir er að væla og kvarta í samkeppnisfjölmiðli?
Maður skilur nú miklu betur hvers vegna Baugur féll eins og spilaborg!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 16:45
AGS fingraför á þessu fjárlagafrumvarpi
Aðlögunaraðgerðir upp á 104 milljarða kr. í formi skattahækkana upp á 61 ma og niðurskurðar sem nemur 43 ma er allt of hörð aðlögun og greinilegt er að AGS er höfundur að þessu frumvarpi.
Nær hefði verið að ná hallanum niður í 40 ma á fjórum árum og dreifa þessu jafnar yfir lengra tímabil.
Fyrsta skrefið þarf að vera stórt, hjá því verður ekki komist, en betra hefði verið að draga úr skattahækkunum um 20 ma niður í 41 ma, til að slökkva ekki alla von um endurreisn einkageirans.
Það er engin tilviljun að aðgerðir um skuldaaðlögun eru kynntar degi áður en fjárlagafrumvarpið sér dagsins ljós. Aðgerðir til að hjálpa skuldurum eru fyrst og fremst til að þeir lendi ekki í greiðsluerfiðleikum við ríkið. Það er tekið úr einum vasa og fært í annan.
![]() |
Reikna með 87 milljarða halla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2009 | 13:05
Raunveruleikinn kemur Lilju á óvart
Það er alveg makalaust hvað erlendur raunveruleiki vefst fyrir Íslendingum.
Útlendingar eru alltaf að koma okkur á óvart, þeir hugsa öðruvísi.
En er það óeðlilegt, þeir eru ekki aldir upp og menntaðir í íslenskum raunveruleika?
Það hefur legið fyrir í marga mánuði að AGS, Icesave og EB er allt tengt og verður ekki aðskilið með 3 íslenskum kennitölum. Þetta er einfaldur en óþægilegur sannleikur sem fáir íslenskir stjórnmálamenn vilja viðurkenna. Miklu betra að koma fram við alþjóð eins og álfur út úr hól.
![]() |
Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2009 | 12:05
Jóhanna látin beygja sig undir lýðskrumið
Það er alltaf sorglegt þegar sannleikurinn er látinn víkja fyrir lýðskrumi. Greinilegt er að Jóhanna hefur neyðst til að snúa blaðinu við í Icesavemálinu til að bjarga ríkisstjórninni og koma því í gegnum alþingi.
Það hörmulega við þetta mál er að nú verður Icesave samþykkt af því að það er "ósanngjarn krafa" okkar nágranna en ekki vegna þess að við ætlum að standa við okkar orð og samþykktir.
Við ætlum að fela okkur á bak við "óréttlátt" regluverk útlendinga. Ríkisstjórnin þvær hendur sínar eins og Pontíus Pílatus gerði þegar skrílinn heimtaði að Jesús yrði krossfestur.
Icesave verður okkar kross að bera og okkar nýja maðkaða mjöl sem sýnir kynslóðum framtíðarinnar hversu vondir og svikulir útlendingar eru. Á Íslandi býr hrein og óspillt þjóð í dásamlegri einangrun frá hinum spilltu og vondu öflum erlendis. Þetta er okkar aldargamla heimssýn sem ekki má hreyfa við og er okkar stoð og stytta í erfiðleikum. Við þekkjum jú ekkert annað!
![]() |
Ekki sanngirni að við borgum, en... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2009 | 23:14
... en niðurskurðarhraðinn er í okkar valdi
Það sem Jóhanna segir ekki er á hvaða hraða við þurfum að fara í þennan niðurskurð. AGS vill að við skerum niður um 4 %stig á ári og fara með hallann niður í núll á þremur árum. Þetta er ekki samkvæmd reglubók EB þar sem hraðinn er 2.5 %stig á ári og nóg er að fara með hallann niður í 3% til að byrja með.
Þetta er það sem þarf að ræða. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, var fyrrum fjármálaráðherra Frakklands og skilur þetta því mæta vel.
Ef við ætlum að semja við Breta og Hollendinga (og þar með AGS) um Icesave eigum við að fara fram á endurskoðun á AGS prógramminu og fá hjálp Seðlabanka Evrópu til að styðja við krónuna.
![]() |
Niðurskurður er óhjákvæmilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 20:02
Bíll og hús flokkuð í fyrsta og annan flokk
Ekki verður betur séð en nýjar reglur um leiðréttingu á greiðslubyrði og aðlögun skulda munu leiða til tvöfalds markaðar með bíla og húseignir í framtíðinni.
Þeir sem eru svo lánsamir að þurfa ekki að fara í leiðréttingarferli geta áfram selt sínar eignir án vandkvæða svo framalega sem kaupandi er til staðar sem er tilbúinn að borga sanngjarnt verð.
En hvað með þennan nýja hóp sem fær leiðréttingu og borgar af lánum eftir greiðslugetu? Hvernig selur þessi hópur sínar eignir og á hvaða verði? Á nýr kaupandi að taka yfir gömlu lánin? Er hægt að gera lánin upp við sölu, ef svo, hvernig og á hvaða verði?
Segjum svo að fasteignakaupandi (sama á við kaupendur af notuðum bílum) hafi fundið tvær samskonar 4ja herbergja íbúðir sem hann hefur áhuga að gera tilboð í. Önnur er með gamalt lífeyrissjóðslán en hin er með myntkörfulán í greiðsluaðlögun. Við hvað mun verðtilboðið miðast í seinna tilfellinu? Greiðslugetu kaupanda eða seljanda? Og hvað ef kaupandinn á aðrar eignir?
Ansi er ég hræddur um að þeir fjársterkustu og þeir sem hafa bestu greiðslugetuna muni sniðganga eignir sem eru í greiðsluaðlögun og þar með skapa tvöfaldan markað.
Eignir sem eru fyrir utan greiðsluaðlögun verða líklega mun auðseljanlegri og seljast á hærra verði en hinar. Það er nefnilega alltaf hætta á að þessum lögum verði breytt svo kaupendur geta varla treyst því að þeir verði ekki krafðir fullrar greiðslu á upphaflegum höfuðstól lánsins. Óvissa um afskriftir mun því skapa tvöfaldan markað.
Auðvita munu þessar reglur hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum núna en þær geta líka sett þetta sama fólk í eins konar stofufangelsi og gert eignarmarkaðinn hér á landi mjög stirðan og óþjálan.
30.9.2009 | 18:10
Áfellisdómur fyrir íslenska lögmenn
Þessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON málinu er því miður mikill áfellisdómur fyrir íslenska lögmenn sem unnu þarna fyrir sína skjólstæðinga.
Hvernig í ósköpunum voru kröfur ekki nógu vel reifaðar og hvers vegna voru skjöl ekki þýdd. Þetta hlýtur að teljast lágmarkskrafa í dómsmálum.
Gaman væri að vita hverjir voru lögmenn erlendu kröfuhafanna sem greinilega hafa ekki unnið sína heimavinnu nógu vel!
![]() |
Kröfuhafar vonsviknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)