AGS þvingar Ögmund út

Afstaða AGS til Icesave hefur nú kostað ríkisstjórnina einn ráðherra og þar með veikt hana umtalsvert.

Þessi afsögn breytir hins vegar ekki þingmeirihluta stjórnarinnar í Icesavemálinu og því er erfitt að sjá að þetta sé einhver töfralausn.

Icesave öngþveitið magnast nú dag frá degi með ómældum kostnaði fyrir alla landsmenn.

 

PS. Ögmundur er nú kominn í góða stöðu að verða næsti forseti Íslands.  Það væri kostulegt ef bæði Ögmundur og Dominique Strauss-Kahn yrðu þjóðhöfðingjar 2012! Þeir hefðu um nóg að spjalla ef þeir hittust í opinberum heimsóknum á Íslandi og Frakklandi.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já sjálfsstæðismenn munu sjá til þess að Icesave verði ekki fellt. Enda var þeim mútað eins og samfylkingunni árið 2006.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.9.2009 kl. 14:02

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin kemur líklega ekki breytingum á þessum Icesave samningi í gegn um þingið. Ég er ekki búinn að sjá Sjálfstæðismenn fara nú að samþykkja enn víðtækari ríkisábyrgð fyrst þeir sátu hjá síðast. Það gengur ekki upp hjá þeim að sitja aftur hjá og verja þannig ríkisstjórnina falli og hleypa þannig víðtækari ríkisábyrgð í gegn.

Ég get ekki séð annað en forsætisráðherra sitji uppi með þetta Icesave mál og komist ekki með það lönd né strönd.

Trúlega fellur stjórnin í framhaldi af þessu útspili Ögmundar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.9.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Hvað tekur þá við?  Stjórnarkreppa í boði AGS?  Lengi getur vont versnað.

Jabobína,

Mútað af hverjum?

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.9.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband