Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Meltdown Iceland" fær góða dóma hjá Sunday Times

Ný bók "Meltdown Iceland", eftir Roger Boyes blaðamann fær góða dóma í Sunday Times í dag.  Þar er dregin upp mjög mögnuð mynd af Íslandi eins og útlendingar sjá okkur.  Ekki er sú mynd falleg, en hún ætti að hjálpa fólki að skilja hvers vegna Bretar og Hollendingar geta ekki gefið eftir í Icesavemálinu. 

Ég leyfi mér að vitna í bestu bitana úr ritdómi Roberts Harris, rithöfundar (en ráðlegg fólki í Hádegismóum að leggja kaffibollann frá sér svo þeim svelgist ekki á kaffinu).

"In The Mouse That Roared, Peter Seller's 1959 satire, the Duchy of Grand Fenwick declares war on the USA in the hope of getting American aid after the duchy's inevitable defeat.  Almost 50 years later, the nation of Iceland embarked an almost equally insane quest, seeking to take on Wall Street and the City of London as a global economic player."

"The Sellers-like character responsible for launching Iceland on this dizzying trajectory was David Oddsson, the country's longest serving prime minister. 

... The flaw in all of this, as Boyes points out, was that Iceland remained, essentiall, a small town, with a small town's blurred lines between business and politics.  He calculates that the so-called "financial elite" consisted of no more than 30 people.  The new banks funded the politicians who had privatised them and global expansion came to follow a familiar pattern:

  1. Icelandic bank with dubious credentials bids for established foreign bank using borrowed money
  2. Target bank eagerly takes the offered cash in the interest of shareholders, then registers doubts with FSA or other regulatory body
  3. FSA contacts Icelandic regulator, who offers reassurance
  4. Icelandic regulator attends school reunion with Icelandic bankers"

"Gradually it became clear that prime minister Oddsson had created a monster that was devouring his own country"

"It is hard to think of a European country more incompetently run in the past 20 years than Iceland.  The credit crunch bankrupted the nation."

"Boyes reproduces in its entirety the chilling transcript of the telephone conversation between Britain's chancellor, Alastair Darling and his Icelandic counterpart, Arni Matthiasson, as the news broke that the Icelandic banks were intending to default on their obligations to their British customers. 'We are in a very, very difficult situation' wails Matthiasson. 'I can see that'  says Darling ... in the quietly threatening manner of a mafia accountant who wants his boss's money back."

"Close to the seashore just outside Reykjavik, amid the detritus of last year's crash stands a half-built, high-rise development of luxury apartments, now abandoned.  On the side of one of the buildings someone has scrawled CAPITALISM RIP.  But it is Iceland that is RIP.  Capitalism is still very much alive."

 

 


mbl.is Íslenski loftkastalinn sem sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilanefnd Kaupþings bera að segja af sér?

Samkvæmt breska blaðinu Observer er Halldór Bjarkar sem vinnur fyrir skilanefnd Kaupþings með stöðu grunaðs manns.  Ef þetta er rétt, bendir það til að þessi pólitískt skipaða skilanefnd sé vanhæf.

Að Halldór skuli ekki víkja frá sínu starfi á meðan hann er með stöðu grunaðs aðila að eigin frumkvæði vekur upp spurningar um siðferðisþrek og hæfni hans.  Það sama á við þá einstaklinga sem sitja í skilanefnd og sérstakleg formann hennar.  Þá má spyrja um hvers vegna ráðherrar virðast leggja blessun sína yfir þetta með þögn og afskiptaleysi?

Það er margoft og búið að skrifa um hversu óráðlegt það var að skipa pólitíska gæðing í þessar skilanefndir og hér virðist komið upp skýrt dæmi um mjög vandræðalega stöðu fyrir alla aðila.  Hverra hagsmuna er verið að gæta hér?

Réttast væri að öll skilanefnd segði af sér ásamt Halldóri.


mbl.is Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð tekur upp hanskann fyrir Framsókn

Í leiðara morgunblaðsins í dag eru gömlu vígalínur í íslenskri pólitík endurvaktar.  Framsókn stendur með sjálfstæðismönnum enda heldur Davíð varla vatnir yfir stórkostlegri för framsóknarmanna til Noregs.

Steingrímur og Jóhanna fá það óþvegið samanber:

Og til þess að plaggið yrði nægjanlega ógnvænlegt var fengin yfirlýsing í plaggið frá ráðuneyti sérstakrar vinkonu íslenska fjármálaráðherrans, þar sem því var efnislega lýst yfir að Norðmenn myndu alls ekki hjálpa Íslendingum nema Icesavemálið yrði klárað.

Þetta er greinilegt orðalag Davíðs, enginn á Íslandi kallar fjármálaráðherra Noregs "sérstaka vinkonu íslenska fjármálaráðherrans"  

Ofan á rifrildi og ákvarðanafælni stjórnmálamanna síðasta árið fáum við nú dónaskap ofan á allt saman.  Íslenskir stjórnmálamenn gera það ekki endasleppt enda þarf þjóð með svona lið í brúnni og á hliðarlínunum ekkert Icesave til að steypa sér í glötun.


Hrunbræður standa saman og berjast

Á meðan íslensku dagblöðin halda almenningi uppteknum við AGS og Icesave þá heyja hrunbræður baráttu við að eignast bestu bitana úr rústum íslensks atvinnulífs, eignir sem þeir telja sig eiga.

Og þó margir hrunbræður hafi tapað miklu og séu ekki hátt skrifaðir hjá almenningi er þeirra bræðraregla vel sett til að aðstoða sína meðlimi.

Skilanefndir voru skipaðar af hinum pólitíska armi hrunbræðra sem teygir sig inn í alla flokka, sama á við bankaráðin og marga lykilstjórnendur í bönkunum.  Þá er ekki verra að stærstu dagblöð landsins er nú stjórnað og stýrt af frægustu hrunbræðrum landsins.  Opinberlega eru þessir hrunbræður ekki vinir en bak við tjöldin standa reglubræður saman enda hafa þeir nú sameiginlegra hagsmuna að gæta.  Þar með er tryggt að engin raunveruleg gagnrýni verður leyfð á þá sem bera ábyrgð á hruninu.

Mikið held ég að Jóni Ásgeiri hafi létt þegar Davíð var skipaður ritstjóri Moggans.


Dómgreindarskortur

Viðbrögð Höskuldar gagnvart ummælum Jóhönnu dæma sig sjálf.  Alþingismenn geta ekki hagað sér eins og götustrákar.  Svo er þetta er fólkið sem á að taka ákvarðanir um Icesave. 

Ef Guð þurfti að hjálpa Íslandi fyrir ári síðan þá er tvíefld þörf á þeirri bæn nú!


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk lágkúra og lýðskrum nær nýjum lágpunkti

Á hvaða plánetu býr þessi Höskuldur Þór.  Að bjóða Íslendingum og Norðmönnum upp á aðra eins lágkúru að halda því fram að norski forsætisráherrann gangi erinda Jóhönnu og að hún skipi honum að skrifa bréf eftir íslenskri forskrift er þvílík óvirðing við Norðmenn að hið hálfa er nóg.

Ég get ekki sé annað en þessi Höskuldur hafi hér með skotið sig í fótinn og sé búinn að fyrirgera öllum lánatilboðum sem hann þykist bera frá Noregi.  Svona tal og lýðskrum er ekki sæmandi íslenskum alþingismanni.

Honum ber umsvifalaust að biðja Jóhönnu og Stoltenberg afsökunar á þessum ummælum sínum.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir orkuskattar setja strik í reikninginn!

Athyglisverð grein um gagnaver. Auðvita er mjög skynsamlegt að byggja slík á Íslandi en ansi er ég hræddur um að áhuginn erlendis minnki þegar menn gera sér grein fyrir skattahugmyndum stjórnvalda hér.

Það sem erlendir fjárfestar vilja er tryggt skattakerfi sem ekki er verið að hringla með á hverju ári.  Stöðuleiki og vissa er algjör forsenda fyrir að erlendir fjárfestar komi hingað.

Því miður er stöðuleiki og vissa orðið að fjarlægum draum á Íslandi.  Það er stefna ríkisstjórnarinnar að skattleggja breiðu bökin og engin bök eru jafn breið og vel rekin erlend fyrirtæki með góðan efnahagsreikning.

Það er ekki bæði haldið og skattlagt. 


mbl.is Nýtt gullæði á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík niðurlæging

Hvað ætla Íslendingar að leggjast lágt.  Íslensk utanríkisstefna gengur nú út á betl, væl og kjökur.

Það er margt oft búið að segja við okkur að enginn muni lána okkur eina krónu fyrr en Icesave er leyst.  En hlustum við.  Nei, þrjóskan og vitleysisgangurinn tröllríður öllu hér.  Við erum með svo gjörtapað tafl þar sem við höfum selt sál okkar og heiður fyrir lýðskrum og hreppapólitík af verstu gerð.

Það er bara tvennt til í stöðunni:

1. Við stöndum við okkar orð og samninga og samþykkjum Icesave.

2. Við göngum á bak orða okkar og fellum Icesave og tökum afleiðingunum eins og menn og hættum öllu væli.  

Ef við veljum leið 2. eru yfirgnæfandi líkur á að afleiðingarnar verið afleitar og að þeir sem samþykktu neitun á Icesave komi með skottið á milli lappanna og betli EB inngöngu innan tveggja ára. En það er kannski eina leiðin inn í EB. 

Ríkisstjórnin á enga kosti nema þessa tvo.  Nú er að duga eða drepast.

Bretar og Hollendingar eða AGS eru ekki okkar verstu óvinir, við erum sjálf okkar versti óvinur.  


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yes Minister!

Jóhanna og Steingrímur virðast vera föst í gömlum "Yes Minister" þætti sem margir á miðjum aldri muna eftir.  Þessi niðurstaða af fundi þeirra í Karphúsinu er dæmigerð, ekki satt:

Engin sérstök niðurstaða varð á fundinum, önnur en sú að reyna með öllum ráðum að flýta því að ná ásættanlegri niðurstöðu...

 

 


mbl.is Funduðu í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ein volk, ein reich, nein Icesave"

Þökkum fyrir að þetta er ekki enn orðið að fyrirsögn erlendis um Íslendinga.  Því lengur sem stjórnvöld og Íslendingar halda að hægt sé að sópa öllu undir teppið og segja að ekki megi persónugera vandann, því erfiðara og kostnaðarsamara verður endurreisnarstarfið.

Á sama tíma og útlendingar furða sig á hvers vegna engin kæra hefur verið lögð fram á útrásarvíkingana eða bankamenn, eru íslensk stjórnvöld í gengnum skilanefndir að eyða tíma og peningum í að greiða götu þessara manna til að halda í eignir sem þeir telja sínar.

Hvað hefur mikill tími og kostnaður farið í að reyna að bjarga Jóni Ásgeiri, Wernersbræðrum, Bakkabræðrum, Björgólfi yngri, og fleiri?  Kostnaður skilanefnda síðan þeim var komið á laggirnar er öruggleg kominn á annan miljarð og þar á ekkert að spara!

Er vona að útlendingar hristi hausinn fyrir þessari vitleysu og seinagangi!


mbl.is Telja íslensk stjórnvöld draga lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband