Hrunbræður standa saman og berjast

Á meðan íslensku dagblöðin halda almenningi uppteknum við AGS og Icesave þá heyja hrunbræður baráttu við að eignast bestu bitana úr rústum íslensks atvinnulífs, eignir sem þeir telja sig eiga.

Og þó margir hrunbræður hafi tapað miklu og séu ekki hátt skrifaðir hjá almenningi er þeirra bræðraregla vel sett til að aðstoða sína meðlimi.

Skilanefndir voru skipaðar af hinum pólitíska armi hrunbræðra sem teygir sig inn í alla flokka, sama á við bankaráðin og marga lykilstjórnendur í bönkunum.  Þá er ekki verra að stærstu dagblöð landsins er nú stjórnað og stýrt af frægustu hrunbræðrum landsins.  Opinberlega eru þessir hrunbræður ekki vinir en bak við tjöldin standa reglubræður saman enda hafa þeir nú sameiginlegra hagsmuna að gæta.  Þar með er tryggt að engin raunveruleg gagnrýni verður leyfð á þá sem bera ábyrgð á hruninu.

Mikið held ég að Jóni Ásgeiri hafi létt þegar Davíð var skipaður ritstjóri Moggans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband