Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.10.2009 | 09:31
Bensín og kampavín 20% ódýrara á Íslandi en í Frakklandi
Þó sala á áfengi hafi dregist saman er verðið enn nokkuð hagstætt mælt í evrum og sérstaklega á dýru léttvíni. T.d. kostar flaska af Dom Peignon 89 evrur í ríkinu en 109 evrur út úr búð í París. Samt er enn meiri munur á verði 95 oktan bensíns hér og í Frakklandi. Hjá Skeljungi er bensínið á bilinu 0.95-1.00 evra á lítrann en í Frakklandi er verðið 1.25-1.35 evra á lítrann.
Miðað við að flest á Íslandi er dýrara en í útlöndum ættu að vera möguleikar á að hækka bensín og áfengi um áramótin um allt að 20%.
![]() |
Sala á áfengi minnkar um 14% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 08:15
Icesave samningar nú á milli ríkisstjórnar og Ögmundar
Icesave hefur tekið enn eina beygjuna. Nú er ríkisstjórnin farin að semja við sjálfa sig, eða réttara sagt við fyrrverandi ráðherra sinn, Ögmund. Á Eyjunni segir:
Þannig fæ ég ekki betur séð en komið sé fullt efnislegt samkomulag milli okkar Ögmundar sem hefur verið erfiðast á þessu stigi IceSave málsins. Þess vegna er ég miklu vonbetri í dag en fyrir viku um að við náum sameiginlega landi í IceSave málinu, segir Össur.
Ekki virðist skipta máli nú hvort Hollendingar og Bretar samþykkja þennan dómstólaviðauka. Þeir eru ekki erfiðastir, það er Ögmundur. Stórkostlegt!
Er furða að ekkert miðist áfram í þessu máli.
![]() |
90% upp í forgangskröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 07:31
Pólitískur vogunarsjóður?
Yfirlýsing Boraes Capital er í klassískum anda útrásarvíkinga, þar sem lagt er út með pólitískar yfirlýsingar, nafnaköll og útúrsnúninga. Þetta er hvorki faglegt né trúverðug.
Betra hefði verið fyrir Boraes menn að hefja sig yfir karpið í íslenskum stjórnmálamönnum og senda út yfirvegaða og stutta yfirlýsingu sem héldi sig við staðreyndir.
Ef Framsóknarflokkurinn er að fá þennan sjóð til að veita sér ráð er það faglega skylda sjóðsmanna að haga sér eins og óháðir og sjálfstæðir ráðgjafar.
Svo hefði líka verið skynsamlegt, í ljósi þess ástands sem ríkir á Íslandi, að Framsóknarflokkurinn hefði sent út yfirlýsingu um þessa ráðgjafa áður en haldið var til Noregs til að koma í veg fyrir misskilning. Boreas Capitla átti einnig að gera sér grein fyrir þessu og ekki láta Framsókn leiða sig út í þessar ógöngur.
![]() |
Vildu útskýra hegðun AGS fyrir Norðmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 16:32
Athyglisvert uppkast
Uppkast forsætisráðherra að siðareglum fyrir ráðherra og starfsfólk ráðuneyta er athyglisvert bæði fyrir hvað í því stendur en ekki síður fyrir þá hluti sem vantar. Fljótt á litið hefði ég viljað sjá öflugri reglur um:
- Pólitíska óhlutdrægni starfsmanna í starfi
- Mælanlegar viðmiðanir um "óhóflegar" gjafir, hlunnindi eða boðsferðir
- Krafa um að stjórnarráðið haldi lista yfir allar gjafir og hlunnindi ráðherra og birti árlega
- Krafa um að bréf og tölvupóstum frá almenning sé svarað innan eðlilegs tíma
- Starfsmenn gefi reglulega yfirlit yfir stöðu fyrirspurna frá almenningi og stofnunum
Svo mætti á flestum stöðum breyta orðunum "leitast við" í "ber"
![]() |
Ráðherrum settar siðareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 15:02
Tómur sjóður tekur ekki lán með veði í sjálfum sér, lengur!
![]() |
Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 10:39
Vegabréfið sjaldan til fjár
Þessi skoðanakönnun, sennilega fjármögnuð af Norðmönnum, er kostuleg og sýnir að viðhorf Íslendinga til fjárfestinga er ekki eins og annarra þjóða. Ennfremur sýnir þessi könnun að lítið hefur þjóðin lært af hruninu.
Þjóðir sem fjárfesta eingöngu eftir vegabréfi fara oft mjög illa út úr dæminu og gera spillingaröflum auðvelt fyrir. Hrunið er nýlegt dæmi, þar sem íslenskt vegabréf útrásarvíkinganna var hafið til himna og talið betra en öll önnur. Auðvita var það tálsýn, en í staðinn fyrir að læra af mistökunum ætlum við að endurtaka þau, nú með norska vegabréfinu. Þetta er auðvita mjög athyglisvert og spilar beint í faðminn á öllum erlendum fjárfestum. Ekkert er betra fyrir erlenda fjárfesta en takmörkuð samkeppni og engin erlend samkeppni er takmarkaðri en sú sem byggist á vegabréfinu.
Þetta mun einfaldlega þýða að Norðmenn munu stjórna erlendri fjárfestingu hér á landi. Þeir munu afla fjármagns frá öðrum löndum og síðan kaupa eignir hér á tombóluverði og skipta hagnaðinum og dreifa til annarra landa þegar peningarnir eru komnir til Osló.
Þetta hentar öðrum fjárfestum líka mjög vel. Norðmenn þekkja okkur best, hafa stjórnmálaleg sambönd og velvilja almennings og þar með geta náð hagstæðari kjörum en aðrir.
Endanlega útkoma verður minni hagnaður fyrir Ísland en meiri fyrir Norðmenn og þeirra erlendu fjárfesta.
![]() |
Íslendingar vilja að Norðmenn fjárfesti hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 09:01
Nato leggur hönd á plóginn
Framtak Nato, að setja upp þjónustu fyrir herflugvélar og þyrlur er þakkarverð. Ekki veitir af að byggju upp atvinnutækifæri. En getum við ekki tekið að okkur fleiri Nato störf, t.d. í tölvuþjónustu og rekstur gagnavera eins og mikið hefur verið rætt um nýlega.
Við erum aðilar að mögrum alþjóðastofnunum og eigum að reyna að fá þær til að setja upp starfstöðvar hér með tilheyrandi nýjum störfum. Svisslendingar og Lúxemborgarar hafa gert þetta með góðum árangri. Við erum mjög samkeppnishæf hvað varðar menntun og staðsetningu, að ekki sé talað um launakostnað.
![]() |
Þjóna herjum NATO-ríkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 08:48
mbl.is ekki lengur "fyrstir með fréttirnar"
Fréttamennskan á mbl.is hefur versnað til muna nýlega og kannski er þar um að kenna niðurskurði. Aðrir vefmiðlar eru að ná yfirhöndinni. Mbl.is vefurinn er sjaldan fyrstur með fréttirnar og val á fréttaefni er oft furðulegt. Svo virðist sem fréttir séu nú settar inn í bunkum, einn fyrir hádegi og annar síðdegis.
Einnig er uppsetning á fréttum orðin þreytuleg og þarf ekki annað en að fara á pressan.is til að sjá hvað ég á við.
Gaman væri að heyra hvað öðrum finnst um þetta.
11.10.2009 | 20:16
Áfall fyrir Framsókn og nýjan vin þeirra, Davíð á mogganum
Jóhanna gerði rétt með sínum tölvupósti til Stoltenberg og kannaði jarðveginn fyrir láni á taktfullan og kurteisan hátt ólíkt Höskuldi og hans nýja vin, Davíð á mogganum. Þeirra viðbrögð tala sínu máli og algjör óþarfi að hafa fleiri orð um þau.
![]() |
Kallaði á neikvæð viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2009 | 17:29
Jóhanna gefur eftir og setur Icesave í uppnám
Tilkynning Jóhönnu í RÚV í dag um Icesave verður ekki skilin á annan veg en að hún sé komin í hring og á sömu skoðun og Ögmundur eftir að hafa ýtt honum úr stjórninni.
Greinilegt er að Icesave er að fara með þessa ríkisstjórn og landsmenn alla. Hér ríkir nú fullkomin óvissa ekki aðeins um Icesave heldur hvernig landinu er stjórnað og af hverjum, ef því er þá stjórnað á annað borð.
Eftirgjöf Jóhönnu í Icesavemálinu eru gríðarleg vonbrigði og í raun óskiljanleg. Það er fullkomlega eðlileg krafa af hálfu Breta og Holendinga að ef samið er um Icesave þá komi ekki til dómsmáls. Þetta er svo eðlilegt að varla þarf að ræða það. Það er ekki bæði haldið og sleppt. Annað hvort semur maður eða fer með mál fyrir dóm en ekki hvoru tveggja í senn!
Ekki svo að skilja að það hefði ekki verið eðlilegt að fara með Icesavemálið fyrir dóm, kannski var það besta lausnin, en þá átti að gera það strax fyrir ári síðan. Maður eyðir ekki ári í samningagerð og lætur framkvæmdavaldið skrifa undir með fyrirvara þingsins til þess eins að fara í dómsmál sem var krafan allan tímann. Hefði ekki verið kurteislegra að láta Breta og Hollendinga vita af þessari kröfu strax, heldur en að laumupokast með hana og skella henni fram 2 vikum fyrir lokafrest.
Í Sunday Times í dag er því haldið fram að engu Evrópulandi hafi verið stjórnað af jafn mikilli vankunnáttu og Íslandi síðustu 20 árin! Því miður virðist maður nú þurfa að grípa til orðataksins, lengi getur vont versnað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)