Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.10.2009 | 16:22
Afneitun - töfralausn Íslendinga
Afneitun á öllu er orðin ein allsherjar töfralausn hér á landi. Allt gengur út á að láta hlutina líta vel út á yfirborðinu, kenna öðrum um ófarirnar og hneykslast á þeim sem biðja um að við lítum í eigin barm. Við þolum enga gagnrýni erlendis frá, getum ekki tekið á henni, förum í lás og heimtum svör frá öllum öðrum en okkur sjálfum.
Meiri hluti þjóðarinnar vill segja nei við AGS, EB og Icesave, neita erlendum lánum og byggja íslenska endurreisn á "einn eða annan hátt" í dásamlegri einangrun frá okkar nágrönnum. Og Guð hjálpi þeim sem voga sér að spyrja um smáatriðin í þessu stórkostlega plani!
29.10.2009 | 12:29
Enn um Landsvirkjun og lélega greiðslugetu
Þessi frétt að laust fé Landsvirkjunar sé 40 ma kr. án þess að geta hver árlegur vaxtakostnaður er eða hversu há útistandandi lán eru og hvenær þarf að endurfjármagna þau, segir aðeins hálfa söguna. Maður á gjörgæslu er auðvita í betra ástandi en sá sem liggur í líkgeymslunni en það segir ekki mikið um framtíðarhorfur.
Ég endurtek fyrra blogg mitt um greiðslugetu Landsvirkjunar og lánstraust hennar og læt lesendur um að dæma hvort þeir telji að Landsvirkjun standi vel fjárhagslega miðað við sambærileg fyrirtæki erlendis.
- - -
Margt hefur verið skrifað um Landsvirkjun og framtíð þess fyrirtækis og sýnist sitt hverjum. Því miður virðast margir ekki sjá skóginn fyrir trjánum og enda of í flóknum útreikningum sem missa marks. Hins vegar er staðan alvarleg og gott er að setja hana í erlent samhengi.
Það sem útlendingar hafa áhyggjur af er lausafjárstaða Landsvirkjunar og skuldastaða íslenska ríkisins. Getur Landsvirkjun staðið undir vaxtakostnaði, endurfjármagnað sig og sett fram meiri tryggingar ef þess er óskað? Þetta er það sem erlendir greiningaraðilar spyrja sig?
Til að gefa lesendum örlitla innsýn í vandann er gott að hafa viðmiðun. Notum Vattenfall, einn stærsta raforkuframleiðanda á Norðurlöndunum, sem rekur margar virkjanir í Svíþjóð og víðar.
Lítum á hugtak sem er kallað "interest coverage = EBITADA/interest expense" og er hlutfall á milli rekstrartekna án fyrninga og vaxtakostnaðar. Því hærri sem þessi tala er því öruggari geta fjárfestar verið að þeir fái borgað af lánum sínum. Þegar þessi tala nálgast 1 fara þessar rekstrartekjur allar í vexti. Lánastofnanir vilja að þessi tala sé há og oft er sett í lánasamninga að ef þetta hlutfall fellur niður fyrir umsamda viðmiðun þurfi lántakandi að setja fram meiri tryggingar.
Það þykir gott ef þessi tala er stærri en 3.5 og er það lágmarksviðmiðun t.d. hjá Vattenfall. Ef við kíkjum á nýjustu árskýrslur (2008) hjá Landsvirkjun og Vattenfall kemur í ljós að þetta hlutfall er:
- Landsvirkjun 1.4
- Vattenfall 4.7
Þessar tölur segja mikið um getu Landsvirkjunar til að standa undir lánagreiðslum, samanborið við sambærileg fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum. Það má ekki mikið fara úrskeiðis hjá Landsvirkjun bæði hvað varðar tekjur eða vaxtakjör til að illa fari.
Og svo er það lánstraustið:
Landsvirkjun, fær BBB- einkunn fyrir langtímaskuldir, lægsta einkunn í "investment grade" flokki en þar sem fyrritækið er sett á athugunarlista er það í raun komið í "junk" flokk. Enda segir í áliti S&P:
In our opinion, Landsvirkjun's stand-alone credit quality has further
deteriorated, and we now assess Landsvirkjun's stand-alone credit profile as
'B-', reflecting a weak and highly leveraged financial risk profile and a weak
liquidity position.
![]() |
Laust fé Landsvirkjunar 40 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2009 | 12:11
Hvað er AGS að segja?
Fréttatilkynning AGS er um margt athyglisverð. Þar gætir ýmissa grasa sem mörg eru falin undir rós. Rýnum aðeins í hvað AGS gæti verið að segja ríkisstjórninni.
With determined and timely policy implementation, the economy could begin to turn the corner in the middle of 2010 and a recovery should follow in the medium term.
Hér er AGS að segja að botninum sé hugsanlega náð um mitt ár 2010 en aðeins ef vel er haldið á spilum og ríkisfjármálin eru tekin föstum tökum strax. 30 ma framúrkeyrsla á þessu ári miðað við fjárlög veitir ekki á gott og gerir niðurskurðinn enn harðari á næsta ári. Engum efnahagsbata er lofað á næsta ári heldur kemur hann síðar. "Medium term" þýðir yfirleitt 2-3 ár.
However, the stronger policies envisioned in the revised program, including more rapid fiscal adjustment, more gradual capital control liberalization, and an enhanced focus on private sector debt restructuring, should suffice to keep debt on a robust and sustainable downward path.
Hér er AGS að segja að herða þurfi á aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum, seinka afnámi gjaldeyrishafta og bæta skuldaaðlögun og gjaldþrotameðferð í einkageiranum.
In light of Icelands higher public debt, a full medium-term public debt management strategy needs to be articulated in time for the next fiscal year.
Ríkisstjórnin verður að koma með ýtarlega áætlun um hvernig hún ætlar að meðhöndla og stjórna skuldasafni ríkisins næstu 3 árin. Hér þarf að aldeilis að taka til hendinni og greinilegt að AGS er að senda fast skot á seinaganginn við áætlunargerð fyrir næsta fjárlagaár.
Facilitating voluntary private sector debt restructuring is a key complement to financial sector restructuring efforts and will play an important role in reviving the economy. In light of binding fiscal constraints, the focus should be on targeted voluntary private work-outs, underpinned by measures to strengthen the insolvency regime."
Hér er rúsínan í pylsuendanum. Þessi málsgrein hefur verið endurskoðuð frá fyrri yfirlýsingu Flanagans þar sem hann sagði:
But let me also say that because of issues to do with fiscal cost and moral hazard, non-viable borrowers cannot be helped.
Hér er á ferðinni hörð gagnrýni á ríkisstjórnina og bankana og þeirra vonlausu baráttu við að halda fyrirtækjum og einstaklingum gangandi sem ekki eiga sér viðreisnar von. Bankarnir verða að fara að taka á þessu og geta ekki lengur látið gamla útrásarvíkinga segja sér fyrir verkum eða reynt að halda öllu á floti. Sumir verða að sökkva til að aðrir geti flotið.
29.10.2009 | 09:28
AGS: eignir í hendur "útlendinga"
Ríkisstjórnin hefur reynt af mesta megni að halda atvinnuvegunum í íslenskri eign með lántökum. En lengra verður ekki komist. Héðan í frá munu útlendingar eignast mikið af íslenskum eignum ef halda á rekstri áfram. Þetta mun aðallega gerast í gegnum bankana sem allir munu enda í höndum "útlendinga".
Þegar AGS segir:
Tryggja verði jafnræði milli kröfuhafa en jafnframt sé mikilvægt, að íslenska ríkið yfirtaki ekki meiri skuldir frá einkaaðilum
eru fyrirmælin skýr.
Spurningin er: hverjir eru þessi útlendingar? Gamla útrásarliðið sem mun hefja Davíð aftur til valda? Alls ekki eins fjarstæðukennt og menn vilja halda. Gamla Ísland er rétt handan við hornið, enda er það, það eina sem menn þekkja. Er ekki allt betra en EB, hjá meirihluta Íslendinga núna?
![]() |
Bati í augsýn um mitt ár 2010 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2009 | 08:43
1. apríl
Kostuleg frétt og uppsetning.
Geta lesendur Viðskiptablaðsins gengið út frá því að tölfræðin hafi verið notuð rétt í þessari "skoðanakönnun". Var úrtakið valið af handahófi? Er marktækur munur á fyrsta og öðrum manni? Hvernig voru þessi sjö nöfn valin og af hverjum?
Í raun segir þessi skoðanakönnun ekkert annað en að leiðtogaleysið á Íslandi er algjört!
Það er orðið virkilegt vandamál hér hvernig skoðanakannanir eru notaðar til að "panta" niðurstöðu sem síðan er slegið upp á forsíður blaðanna.
Ef menn halda að ritstjórinn úti í Hádegismóum sé besti og hæfasti leiðtogi sem við höfum og geti tryggt sátt og samlyndi innanlands og endurheimt traust og trúverðugleika erlendis ráðlegg ég fólki að taka fyrstu vél úr landi og koma til baka eftir 25 ár.
Að lokum væri hollt fyrir viðskiptablaðið að muna að mestu leiðtogar heims, eins og t.d. Churchill, voru ekki valdir í skoðanakönnunum eða prófkjörum.
![]() |
Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2009 | 16:58
Áfall fyrir servíettuskatt Indriða H.
Orkuskattshugmynd Indriða var aldrei raunhæf eða hugsuð í gegn. Í stað þess hefur hún skaðað tiltrú á fjármálaráðherra og valdið því að fjárfestar verða nú að taka hringlandahátt íslenskra stjórnvalda með í reikninginn þegar þeir líta til Íslands.
Fjármálaráðherra ætti hins vegar að reyna að styrkja sitt lið og ná sér í betri aðstoðarmenn. Svavar og Indriði hafa ekki reynst eins traustir og úrræðagóðir og vonast var til. Hér verður að stokka upp og bæta heimavinnuna. Gera verður þá kröfu að embættismenn skili því sem er kallað á ensku "completed staff work".
![]() |
Áform um orkuskatt endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2009 | 15:00
Ríkisendurskoðun: launakostnaður verður að lækka!
Nýjasta skýrsla Ríkisendurskoðunar er ekki falleg lesning og hlýtur að valda ríkisstjórninni og AGS miklum vonbrigðum. Þar skín í gegn að hinn vaxandi ríkishalli sem nú stefnir í 182 ma kr á þessu ári eða um 30 ma kr. meir en gert var ráð fyrir á fjárlögum verður ekki lagaður nema með launalækkun ríkisstarfsmanna.
Í skýrslunni segir t.d. um Landspítalann:
"Af hallarekstri ársins er tæplega helmingur vegna hærri launakostnaðar en gert var ráð fyrir í áætlun."
Um skattahækkanir fyrr á árinu er þetta að segja:
"Þær skattbreytingar sem gerðar voru um mitt ár virðast hins vegar ekki ætla að skila nema hluta þess tekjuauka sem stefnt var að"
Um niðurskurð á lífeyristryggingum segir hins vegar:
"Breytingunum var ætlað að skila 1,8 ma.kr. sparnaði á árinu. Þessar áætlanir virðast hafa gengið eftir enda er í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 gert ráð fyrir að fjárveiting til liðarins verði lækkuð um 6 ma.kr."
Það er alveg ljóst að ríkishallinn verður ekki brúaður með skattahækkunum og niðurskurði hjá gamla fólkinu einum saman.
Eina ráðið er 5-8% launalækkun hjá ríkisstarfsmönnum sem færði hallann niður um 30 ma.
Fjármálastjórnun ríkisins er að komast á sömu villigötur og fjármálastjórnun margra einkafyrirtækja á Íslandi. Við vitum öll hvernig þá fer.
28.10.2009 | 09:52
Skuldir kynda undir verðbólgu
Hin afleita skuldastaða fyrirtækja kyndir undir verðbólgu hér á landi og mun viðhalda henni um langa framtíð. Fólkið í landinu þarf ekki aðeins að borga eigin skuldir og skuldir ríkisins með hækkandi sköttum, það þarf einnig að borga skuldir einkafyrirtækja sem velta þessu yfir á almenning í formi síhækkandi verðlags.
Útsjónarsöm fyrirtæki hækka verð sitt í hverjum mánuði um 1% sem oft fer framhjá fólki en safnast þegar saman kemur.
Einokunarflugfélög sem starfa í skjóli ríkisins eru í sérflokki. Þau geta hækkað verð sitt í hverjum mánuði ekki í krónum heldur í evrum og dollurum og taka síhækkandi hluta úr pyngju ferðamanna sem koma hingað.
Ég leit á vef Icelandair og ef 4 manna fjölskylda ætlar að koma til Íslands yfir jól og áramót kostar það hana 12,600 DKK eða 315,000 kr. 4 manna fjölskylda á Íslandi sem ætlar út til Kaupmannahafnar og heim á sömu dögum þarf hins vegar aðeins að borga 193,500 kr eða 7,700 DKK. Hér munar yfir 60%!
Er von að almenningur botni hvorki upp né niður í verðlagi á Íslandi!
![]() |
Tólf mánaða verðbólga tæp 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2009 | 08:54
Bjarni feilreiknar sig í Stokkhólmi
Bjarni Ben ræðst á hin Norðurlöndin og skammar þau án þess að útskýra, hvað þá viðurkenna, að nein mistök hafi verið gerð á Íslandi. Þessi ræða mun eingöngu sannfæra erlenda aðila, að hversu óæskilegt sem það var að tengja AGS hjálp og Icesave var það nauðsynlegt í þessu tilviki þar sem skilningur og viðhorf Íslendinga var svo lítill og afneitunin algjör.
Bjarni sagði:
"Af þessum ástæðum, vil ég nota tækifærið til að tjá ykkur hversu daprir og vonsviknir við Íslendingar erum, vegna framgöngu Norðurlandanna og jafnframt krefst ég svara við þeirri spurningu hvað ráði afstöðu manna."
Ekki að Íslendingar séu daprir og vonsviknir yfir framgöngu og ákvörðunum eigin stjórnmálamanna, eftirlitsstofnanna eða útrásarvíkinga. Ekkert uppgjör við fortíðina og engin iðrun.
Hér glataði Bjarni gullnu tækifæri til að sannfæra okkar nágranna um að nýr og betri maður hefði tekið við Sjálfstæðisflokknum, stærsta flokki landsins. Hann hefði getað skapað fjarlægð á milli sín og fyrirrennara sinna með því að útskýra og viðurkenna þeirra mistök og ábyrgð. Hann hefði getað ítrekað að nú tæki nýtt og öflugra lið við stjórn flokksins sem muni hreinsa út. Þá hefði Bjarni sem nýr stjórnmálamaður sem ekki stóð vaktina í hruninu getað tekið það forystuhlutverk að biðjast afsökunar á mistökum okkar stjórnmálamanna og þar með skapa sér stöðu sem maður framtíðarinnar.
En því miður gerði Bjarni ekkert af þessu, heldur hlekkjar hann sig við óskiljanleg völd gömlu klíkunnar sem mun nota öll brögð til að hvítþvo sjálfa sig og Bjarni virðist verð orðinn auðmjúkur þjónn þeirra. Auðvita eru menn yfirsig hrifnir í Hádegismóum, en er það nóg?
Nei, Bjarni, betur má ef duga skal.
![]() |
Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.10.2009 | 09:56
Bankar reknir með miklu tapi - fleiri uppsagnir framundan?
Það er aldrei hægt að koma beint að efninu á Íslandi. Það sem Seðlabankinn er að reyna að segja með aukningu á vaxtamun innlána og útlána og samþjöppun á bankamarkaði er að bankarnir séu nú reknir með miklu tapi og enn meira tap sé fyrirsjáanlegt þegar að niðurfellingu lána kemur.
Til að fjármagna þessa niðurfellingu á skuldum þarf að fækka bankaútibúum og starfsmönnum, líklega um svona 30% og svo þarf að ráðast á sparifjáreigendur og láta þá borga brúsann.
Sparifjáreigendur hafa um lítið að velja. Þeir sitja óvarðir og geta litla björg sér veitt þegar ráðist verður á þeirra sparnað. Og útskýring Seðlabankans, jú, þar sem bankarnir hafa ekki passað sig að hafa jöfnuð í innlánum og útlánum hvað varðar gjaldmiðla þá eiga íslenskir sparifjáreigendur að sætta sig við evruvexti á krónusparnað og skuldarar eiga að bora krónuvexti á evrulán. Ekki er öll vitleysan eins. Er ekki kominn tími til að stofna nýjan banka þar sem öll innlán og útlán eru í sama gjaldmiðli. Hann yrði miklu samkeppnishæfari en gamla ruslið.
Það hefur aldrei borgað sig að spara á Íslandi. Svona mun þetta verða áfram á meðan krónan er hér við líði. Það er enginn furða að margir vilji halda í krónuna. Aðeins í skjóli hennar er hægt að stunda óábyrga efnahagsstjórnun og lánapólitík sem hyglar ákveðnum hópun í samfélaginu sem fá að éta upp sparnað þeirra sem minna mega sín. Sem sagt, ríkisrekinn þjófnaður.
![]() |
Þörf á hækkun útlánavaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |