AGS: eignir í hendur "útlendinga"

Ríkisstjórnin hefur reynt af mesta megni að halda atvinnuvegunum í íslenskri eign með lántökum.  En lengra verður ekki komist.  Héðan í frá munu útlendingar eignast mikið af íslenskum eignum ef halda á rekstri áfram.  Þetta mun aðallega gerast í gegnum bankana sem allir munu enda í höndum "útlendinga".

Þegar AGS segir:

Tryggja verði jafnræði milli kröfuhafa en jafnframt sé mikilvægt, að íslenska ríkið yfirtaki ekki meiri skuldir frá einkaaðilum

eru fyrirmælin skýr. 

Spurningin er: hverjir eru þessi útlendingar?  Gamla útrásarliðið sem mun hefja Davíð aftur til valda? Alls ekki eins fjarstæðukennt og menn vilja halda. Gamla Ísland er rétt handan við hornið, enda er það, það eina sem menn þekkja.  Er ekki allt betra en EB, hjá meirihluta Íslendinga núna?


mbl.is Bati í augsýn um mitt ár 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú er veislan að hefjast hjá hrægömmunum sem elta Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hvert sem hann fer.

Þessir aðilar munu kaupa Ísland á minna en tíu cent fyrir dollar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll

Nokkur atriði sem þarf að skoða vegna lygi ráðamanna um erlendra kröfuhafa.  Stjórnvöld hafa haldið því að landsmönnum, að Evrópskir bankar séu í meirihluta og svo einhverjir bandarískir bankar með góðu orðspori.  Það er vísvitandi ósannindi.

Þeir ,,útlendingar" sem eru ,,kröfuhafar" í gömlu bankana eru að mestu svonefndir vogunarsjóðir, öðru nafni lone-sharks í formi Singmann og Goodmann eins og þeir birtast í verkum Laxness og Shakesphere.

Þessir munu EKKI reka fyrirtæki hér á forsendum okkar heldur sem gróðafyrirtækja í skjóli erlends valds.  Ekki svo ólíkt og forfeður okkar þurftu að líða hér á öldum áður. 

Allir þeir erlendu --frjálsu--hagfræðingar og slíkir sem hafa skoðað okkar málefni eru á einu máli um, að við eigum EKKI að gefa þessum vogunarsjóðum eftir neitt, heldur segja viðkomandi að fara sem tíðast í burt.  Sama ráðleggja þeir okkur að gera við AGS með vísan til að þar á bæ eru menn í vinnu fyrir einmitt eigendur vogunarsjóða.  Eigendurnir koma ekki fram undir nafni líkt og nú er komið í ljós í eftirgrennslan fjölmiðla okkar hjá skilanefndum bankana. 

Ekkert frekar en ,,eigendur" handrukkara í dópheiminum og fjárfestar í innflutningi slíkra efna.

Þar sem þú ert verkfræði menntaður, ætti þér að vera ljóst, að núverandi kerfi útlána til almennings getur ekki haldið áfram og síst ef eignarhaldið fer á erlendar hendur hálfgerða glæpamanna, sem eru þekktir fyrir afar óvægin vinnubrögð þegar þeir hafa loks náð undirtökunum.  Exponentinal hækkun sem er í höndum lánadrottna með fikti í gegni og markaði og áhrifum á vísitölur, getur ekki boðað annað en algera eignaupptöku.

Þjóðin hefur fengið smjörþefinn af þeim vinnubrögðum í gegnum löglega ,,handrukkara" í kuflum, nefnilega innheimtulöffana.

Það er REYNSLA ÞJÓÐA SEM HAFA ÞURFT AÐ UNA ÞVÍ AÐ AGS RÁÐI FERÐ.

Vonandi sjá menn skógin fyrir trjánum.þ

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 10:14

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jahá, gamla ísland aftur? Það er slæm framtíðarsýn Andri.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.10.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í gær var ágætis viðtal við Guðmund Franklín Jónsson, fv verðbréfasala í New York, þar sem hann fór grundigt í hvernig vogunarsjóðir vinna. Hann benti á hættuna af því að afhenda þeim bankana og fullyrti að þeir myndu ekki reka þá heldur búta niður og selja allar kröfur. Mér sýnist að bankarnir séu þegar byrjaðir að afskrifa ónýtar kröfur og undirbúa að þeir verði bútaðir niður.  AGS vill greinilega ekki að Ríkið noti lánið til að kaupa kröfurnar til baka af vogunarsjóðunum. En skilaboðin eru þau að fólk ætti alvarlega að hyggja að því að taka sparifé sitt út úr Íslandsbanka og Kaupþingi áður en þeir lenda í höndum hrægammanna. Skiptir ekki máli hvort hrægammarnir eru núverandi eigendur krafnanna eða skilanefndirnar með fyrrverandi útrásardólga sem bakhjarla, sem eiga eftir að eignast þessar rústir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 10:44

5 identicon

1)  Staða Íslands heimatilbúin að miklu leiti.

2) Skiptir máli hvort það eru innlendir/erlendir aðilar sem reka bankana á Íslandi ?

3) Skiptir máli hvert það séu íslenskir eða spænskir fiskimenn sem fiska úr hafinu hjá okkur ?

4) Skiptir máli hver á Landsvirkjun ?

5) Skiptir máli hver á OR ?

Í öllum tilvikum hefur rekstrargrunnur og uppsetning verið svo átakanleg að engu lagi er líkt. Pólitiskt pot, skortur á faglegri nálgnun og framtíðarsýn hafa í reynd eyðilagt skynsamlega nýtingu og skattlagningu á nýtingu auðlinda okkar.

Hvað á að gera ? Byggja Ísland upp með nýju fólki, nýrri hugmyndafræði án þeirra 63 jólasveina sem er nú í málfundafélaginu Austurvöll ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband