Bankar reknir með miklu tapi - fleiri uppsagnir framundan?

Það er aldrei hægt að koma beint að efninu á Íslandi.  Það sem Seðlabankinn er að reyna að segja með  aukningu á vaxtamun innlána og útlána og samþjöppun á bankamarkaði er að bankarnir séu nú reknir með miklu tapi og enn meira tap sé fyrirsjáanlegt þegar að niðurfellingu lána kemur.

Til að fjármagna þessa niðurfellingu á skuldum þarf að fækka bankaútibúum og starfsmönnum, líklega um svona 30% og svo þarf að ráðast á sparifjáreigendur og láta þá borga brúsann.

Sparifjáreigendur hafa um lítið að velja.  Þeir sitja óvarðir og geta litla björg sér veitt þegar ráðist verður á þeirra sparnað.  Og útskýring Seðlabankans, jú, þar sem bankarnir hafa ekki passað sig að hafa jöfnuð í innlánum og útlánum hvað varðar gjaldmiðla þá eiga íslenskir sparifjáreigendur að sætta sig við evruvexti á krónusparnað og skuldarar eiga að bora krónuvexti á evrulán.  Ekki er öll vitleysan eins.  Er ekki kominn tími til að stofna nýjan banka þar sem öll innlán og útlán eru í sama gjaldmiðli.  Hann yrði miklu samkeppnishæfari en gamla ruslið.  

Það hefur aldrei borgað sig að spara á Íslandi.  Svona mun þetta verða áfram á meðan krónan er hér við líði.  Það er enginn furða að margir vilji halda í krónuna.  Aðeins í skjóli hennar er hægt að stunda óábyrga efnahagsstjórnun og lánapólitík sem hyglar ákveðnum hópun í samfélaginu sem fá að éta upp sparnað þeirra sem minna mega sín.  Sem sagt, ríkisrekinn þjófnaður.


mbl.is Þörf á hækkun útlánavaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn furða að margir vilji halda í krónuna.  Aðeins í skjóli hennar er hægt að stunda óábyrga efnahagsstjórnun og lánapólitík sem hyglar ákveðnum hópun í samfélaginu sem fá að éta upp sparnað þeirra sem minna mega sín.  Sem sagt, ríkisrekinn þjófnaður.

Frábært! Ég hef verið að bíða eftir að einhver málsmetandi maður benti á þetta, en átti ekki von á að sjá þetta svona skýrt og skorinort. Hér kemur þú að kjarna málsins um krónu vs. Evru.

Marbendill (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Frábær færsla. ................ og svo koma kúlulánin rúllandi inn á næstu misserum, í galtómri kúlunni!

Björn Birgisson, 27.10.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

alveg sammála

Lúðvík Júlíusson, 27.10.2009 kl. 15:54

4 identicon

Hér eru flestar matvörubúðir á hvern íbúa, bankar og sparisjóðir eru líka óþarflega margir. Hálf tómir þessa dagana og það kemur heim og saman við yfirlestur greinar þinnar. Umsvif sérverslanna hafa stór minnkað, enda allt verðlag tvöfalt eða meira við það sem áður var. Hátt gengi Seðlabankaí september leggst eins og dökkt ský yfir verslunina. Virðisaukinn minnkar og veldur keðjuverkun. Halli ríkissjóðs er nú spáð  um 180 milljarða í stað 150 m.Innlán í erlendi mynt eiga að vera tryggð fyrir útflutningsfyrirtæki, en auðvitað ætti að veita bönkum heimild til að sparifjáreigendur hafi val um í hvaða mynt þeir vilja spara. Gjaldeyrisvarasjóðurinn nú er til að hafa fallega áferð, en er í raun falskt öryggi. Betra væri ef þegnarnir fengju að spara í erlendri mynt og styrktu í raun varasjóðinn. Krónan hefur og verður vandræðagripur allri efnahagsstjórnun. 

Sigurrafn (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 19:05

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega, meðan við löfum með þessa krónu þá er ekki von á góðu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.10.2009 kl. 19:36

6 Smámynd: SeeingRed

Seðlabankar eru svikamylla og ansi hugvitsamleg, seðlabankabatterí bandaríkjanna móðurstöðin með þræði til London.  http://www.youtube.com/watch?v=VebOTc-7shU

SeeingRed, 28.10.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband