16.4.2009 | 07:47
Ráðherra á villigötum
Hvað er þetta með íslenska ráðherra. Um leið og þeir komast í stólinn umturnast þeir og breytast í alvitra sérfræðinga á sínu sviði. Þeir halda að þeir viti allt og kunni allt. Þeir taka allar ákvarðanir oftast einir út frá þröngum og takmörkuðum reynsluheimi.
Þetta kerfi okkar er skelfilegt og á mikinn þátt í því ástandi sem nú ríkir hér.
Því miður virðast ráðherrar VG falla nákvæmlega í sömu gryfju og aðrir ráðherrar á unda þeim.
Hverig væri að byrja að hreinsa til í kerfinu efst uppi?
![]() |
Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Því miður á atvinnuleysi og samdráttur eftir að versna stórlega. Katrín menntamálaráðherra gaf tóninn í gær um hvað væri í væntum: hærri skattar og lægri laun, ofan á veikari krónu, verðbólgu og niðurskurð.
Það lág alltaf fyrir að skattar yrðu hækkaðir og hert á niðurskurði eftir kosningar. Í raun er allt í biðstöðu vegna þessara kosninga sem koma á versta tíma.
AGS hefur gefið stjórnvöldum smá gálgafrest svo þeir geti fegrað stöðuna svona rétt fyrir kosningar en allt stefnir í að neyðarlög verði sett snemma í maí að kröfu AGS til að taka á ríkishallanum.
Þetta er auðvita þveröfugt við það sem þarf að gera í kreppu. Ríkið á að auka umsvif sín og bíða með allar skattahækkanir þar til efnahagurinn réttir úr kútnum. Þetta er stefna flestra stærri ríkja svo sem Bandaríkjanna eins og Obama tilkynnti í ræðu til þjóðar sinnar í gær.
Halli á ríkisfjárlögum í Bandaríkjunum er svipaður og á Íslandi um 13% munurinn er að erlendir fjárfestar (Kína) eru enn tilbúnir að fjármagna hallann hjá Bandaríkjamönnum en ekki Íslendingum. Við erum því komin upp á náð og miskunn AGS.
Þetta hefði nú hér áður fyrr verið kallað að segja sig á sveit. Og þegar maður er kominn á sveit er ekki margir möguleikar í stöðunni. Húsbóndinn (AGS) ræður og sveitalingar hlýða.
Mikilvægi þessara kosninga er stórlega ýkt. Munurinn snýst eingöngu um nokkur útfærsluatriði á aðhaldsaðgerðum og innbyrðis skatta tilfærslum. Líklega er helsti munurinn 2% eignaskattur eða ekki.
![]() |
Atvinnuleysi mælist 8,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 13:41
Endurreisa þarf Þjóðhagsstofnun
Sú staða sem nú virðist vera komin upp hér á landi að engar halldbærar eða ábyggilegar tölur séu til um helstu hagstærðir þjóðarbúsins er fyrir neðan allar hellur og þjóðinni til skammar.
- Lán IMF dregst vegna skorts á upplýsingum (sumir lesa þetta: vegna skorts á aðgerðum)
- Kjósendur fá engar óháðar upplýsingar um ríkishallann og mögulegar aðgerðir til að brúa hann
- Allt upplýsingaflæði er stýrt og matað til almennings gegnum einstaka ráðherra
Þjóðin verður að fara fram á að hér á landi eins og í öðrum löndum sé til stofnun sem er sjálfstæð og óháð stjórnvöldum og geti og þori að birta nauðsynlegar skýrslur og gögn um þjóðhagsstærðir. (Seðlabankinn er ekki sú stofnun).
Enginn stjórnmálaflokkur hefur þetta á sinni stefnuskrá að ég get séð. Hins vegar eru þeir flestir sammála um mikilvægi þess að almenningu hafi aðgang að upplýsingum. En aðeins upplýsingum sem þeir geta stýrt og stjórnað.
Óháð og sjálfstæð upplýsingamiðlun til almennings er eitur í beinum íslenskra stjórnmálamanna.
Þar tala staðreyndirnar sínu máli.
![]() |
Ekkert bólar á IMF láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 12:47
Hvað ætli AGS segi um 2% eignaskatt stjórnarflokkanna?
2% eignaskattur myndi setja áætlanir AGS í uppnám. Hár eignaskattur mun halda krónunni óstöðugri og höftin verða til langframa.
Eignaskattur mun auka innlenda eftirspurn eftir gjaldeyri gríðarlega og margir munu freistast til þess að koma peningum úr landi og inn í erlenda banka. Því verður ekki hægt að lyfta höftunum á krónunni.
Svo vakana spurningar eins og eru krónubréfin eignaskattskyld? Hvað með ríkisskuldabréf? Hvernig fer með fjármögnun ríkisins ef þessi bréf verða skattskyld og ef ekki, hvernig á atvinnulífið að afla sér fjármagns?
Eignaskattur bitnar auðvita verst á eldir borgurum sem verða settir í stofufangelsi í stórum skuldlausum húsum og aðrir munu komast í greiðsluerfiðleika við ríkið.
Mun réttlátara væri að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 20% til 25% eða hreinlega líta á fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur.
Vandamálið við eignaskatt er að hann er oft ekki í réttu hlutfalli við greiðslugetu fólks og verður oft afskaplega flókinn og dýr í framkvæmd. Enginn skattur breytir hegðunarmynstri fjárfesta og fólks meira heldur en þessi skattur og erfitt er að gera sér grein fyrir hverjar afleiðingarnar verða. Í staðin fyrir að fjárfesta í uppbyggingu Íslands munu fjárfestar bæði erlendir og innlendir leita til annara landa með sitt fjármagn.
Það er engin tilviljun að þessi skattur hefur verið lagður niður í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Aðeins olíuríkið Noregur hefur efni á að halda í þetta 20. aldar fyrirbæri.
![]() |
Tekist á um skattahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 10:38
Pravda opnar á ný
Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir fréttastofunni Pravda sem var gamall heimilisvinur hér á landi um áratugaskeið þegar gamla Sovét var stórveldi.
Pravda var fréttamiðill gamla kommúnistaflokksins í Sovét og fréttastíllinn var um margt sérstakur. Fréttir frá Sovét vor alltaf jákvæðar og uppbyggilegar. Aldrei neitt vesen þar eða vandamál. Enginn að spyrja vandræðalegra spurninga og aldrei fátt um svör við þeim spurningum sem spyrja mátti.
Það var viss missir af Prövdu því alltaf var gaman að bera saman fréttir þaðan og frá AP fréttastofunni. En viti menn, svo virðist sem Jóhanna og Steingrímur hafi endurvakið "Prövdu" ekki í Sovét en á Íslandi og komið henni á vefinn. Að vísu hafa þau ekki gefið henni nafnið "Pravda Islandia" en að öllu öðru leiti er stílinn og innihaldið kunnuglegt.
Markmið Prövdu er skýrt og skorinort eins og í gamla daga:
Ný ríkisstjórn leggur sérstaka áherslu á virka upplýsingagjöf til íslensku þjóðarinnar um stöðu landsmála og aðgerðir til þess að rétta efnahagslífið af eftir þau áföll sem dunið hafa á fjármálakerfi landsins.
![]() |
Fær ekki útreikning á hátekjuskatti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 10:17
En hvað með aldraða?
Staða aldraðra fær ekki mikla athygli fyrir þessar kosningar. Í nýrri skýrslu stjórnvalda "Velferðavaktin" eru margar góðar tillögur en þær snúa nær allar að börnum og fólki undir 25 ára. Ekki er eina tillögu að finna sem snýr að öldruðum. Hvers vegna?
Í staðin fyrir að hlúa að öldruðum í okkar samfélagi í þessari kreppu er byrjað að skera niður þjónustu og tekjur þessa samfélagshóps. Frádráttur fjármagnstekna og lokanir á Landakoti eru nýjustu dæmin.
Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera fyrir þetta fólk. Hvað er á stefnuskránni fyrir eldri borgara annað en innihaldslausar klisjur?
Þetta fólk hefur alltaf borgað sína skatta og lagt fyrri. Það hefur sýnt ráðdeild og sparað og borgað sínar skuldir. Í raun rekur þessi hópur eina starfhæfa banka landsins "Banki mömmu og pabba" sem hefur bjargað fleiri fjölskyldum landsins en aðgerðir stjórnvalda.
Og hvað ætlar svo félagshyggjuflokkarnir að gera eftir kosningar? Jú, setja eignarskatt á þetta fólk sem mun endanlega setja marga í greiðsluerfiðleika við ríkið.
Er þetta virkilega það sem kynslóð foreldra okkar á skilið?
![]() |
Velferðarmál í brennidepli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 18:14
Klassískar aðferðir
Það verður ekki annað sagt en að Þorgerður og Svandís séu komnar í klassíska stjórnmálabaráttu sem svo mjög einkennir repúblíkanaflokkinn í Bandaríkjunum og náði hæstu hæðum hjá Karl Rove stjórnmálasérfræðingi George W. Bush.
Þetta gengur út á að hafa enga efnislega stefnuskrá sjálfur en nota hvert tækifæri til persónulegra skítkasta. Með því að stöðugt finna og notfæra sér veikleika andstæðingsins er vonin að kjósendur gefist upp á svoleiðis fólki og færi sig yfir til þín þar sem þægilegar og kunnuglegar klisjur ráða ferðinni.
Það verður nú alveg að segjast eins og er að það er ansi freistandi fyrir stjórnmálamenn að fara niður á þetta plan þegar andstæðingurinn gefur svona frábært færi á sig.
En þetta er bara einn angi af afspyrnu lélegri kosningabaráttu allar flokka fyrir þessar Alþingiskosningar.
![]() |
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 17:33
Illugi er vatn á myllu Borgarahreyfingarinnar!
Það er að fara eins og mig grunaði, Illugi er ekki vinsæll í mínu kjördæmi og reytir af sér fylgið yfir til Borgarahreyfingarinnar.
Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir Borgarahreyfinguna sem hefur skotið Framsókn ref fyrir rass.
Maður verður bara að fara að skoða þennan flokk betur.
Ansi athyglisvert!
![]() |
Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2009 kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.4.2009 | 12:41
Kölskalög handan við hornið! AGS tekur í taumana!
Greinilegt er að AGS og Seðlabankinn hafa breytt um stefnu hvað varðar krónuna. Líklega er að koma í ljós að vandamálin eru mun alvarlegri en áður var álitið og ekki verður lengur dregið að byrja aðhald í þjóðarbúskapnum. Hressileg gengislækkun er í vændum og evran á leið upp í 200 kr eins og ég hef spáð á þessu bloggi.
Hin ærandi þögn sem umlykur all hvað varðar ríkisfjármálin er orðin ískyggileg.
Ný neyðarfjárlög, Kölskalög, eru handan við hornið og þau verða ekki falleg.
![]() |
Mikil veiking krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 06:48
Hvað eiga kjósendur í Reykjavík að kjósa?
Óháðir kjósendur, sérstaklega hægra megin við miðju og ég tala nú ekki um ef þeir styðja ESB aðild hafa ekkert val í þessum kosningum. Talið er að 12% eða meir skili auðu eða ógildu. Svo eru þeir sem heima sitja og fara ekki á kjörstað því þeir hafa ekkert að kjósa.
Ekki heyrist mikið frá þessu fólki. Það situr heima, les blöðin og bloggið og muldrar í hljóði.
Þeir sem eru á miðjum aldri eða eldri líta til liðins tíma þegar hægt var að treyst Sjálfstæðisflokknum og hans fólki. Hvernig er það hægt í dag? Mér hreinlega blöskraði eitt bloggið í morgun þar sem því var haldið fram að Guðlaugur þyrfti ekki að draga sig í hlé þar sem hann væri "saklaus þar til sekt hans væri sönnuð"?
Hvert erum við komin með okkar þjóðfélag þegar umræðan er komin á þetta stig?
Frambjóðendur til Alþingis verða að vera hafnir yfir allan grun og njóta fyllsta traust síns flokks og kjósenda. Annars víkja þeir fyrir öðrum. Reglan í siðmenntuðum lýðræðisríkjum er þessi:
- Kjósendur fyrst
- Flokkurinn svo
- Frambjóðendur síðast
Frambjóðendur sem ekki njóta fyllsta traust síns flokks og kjördæmis ber umsvifalaust að segja af sér og víkja fyrir nýju fólki. Prófkjör er enginn mælikvarði á traust og siðferði.
Vandamálið á Íslandi er að það er engin hefð fyrir að víkja vegna skorts á trausti eða trúverðugleika. Fólk hefur ekki sans fyrir þessu. Þetta snýst ekki um lög heldur siðferði.
Það verða margir óháðir kjósendur sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu stutt Sjálfstæðisflokkinn en geta það ekki núna, ekki vegna stefnu flokksins heldur vegna frambjóðenda sem eiga að vita betur og víkja. Þessir kjósendur hafa engan áhuga á deilum og klögumálum innan flokksins.
Nú 11 dögum fyrir kosningar á flokkurinn aðeins eitt neyðarúrræði. Guðlaugur, Illugi og Þorgerður verða að draga sig í hlé og víkja úr sínum sætum fyrir þessar kosningar.
![]() |
Var í beinu sambandi við bankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |