13.4.2009 | 19:51
Guðlaugur þarf að draga sig í hlé á meðan á þessari úttekt stendur
Ef Guðlaugur þarf að kalla á ríkisendurskoðanda til að taka út sín störf er honum varla stætt á öðru en að draga sig í hlé frá stjórnmálum á meðan.
Hvernig geta heiðvirtir kjósendur kosið mann sem er undir rannsókn ríkisendurskoðenda? Hvað gerist ef hann er kosinn á þing og ríkisendurskoðandi finnur eitthvað athugavert við hans störf hjá OR?
Það er ekki bæði haldið og sleppt.
Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að sýna að nýir og betri siðir gildi þar innan dyra.
![]() |
Óskar úttektar á störfum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 17:56
Er þá nokkuð því til fyrirstöðu að enda þessa umræðu með þjóðaratkvæði?
Það er traustvekjandi að heyra að ein skoðanakönnun í Baugsmiðli sé orðin að grundvelli stefnu VG í Evrópumálum.
Hvað ætli Jón segi þegar Fréttablaðið birtir aðra skoðanakönnun eftir kosningar og eftir að VG hefur birt sitt fyrsta neyðarfjárlagafrumvarp um skattahækkanir og niðurskurð?
Ekkert mun hjálpa ESB sinnum á næstu mánuðum meir en aðgerðir AGS sem ekki er hægt að fresta lengur en til kosninga.
Ein skoðanakönnun í logni á unda stormi segir lítið og það ætti Jón að vita.
![]() |
Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 14:58
...ekki frekar en nýju föt keisarans!
Björn ætti að vita að það sem ekki er til verður ekki metið til fjár.
Svo mörg voru þau orð.
![]() |
Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 11:29
Erlendir lögfræðingar bíða átekta
Svona grein í víðlesnu erlendu blaði þar sem bæði núverandi viðskiptamálaráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra líkja Íslandi við Enron er vatn á myllu lögfræðinga erlendra kröfuhafa.
Eva Joly hefur sagt að rannsóknin taki mörg ár. Á meðan bíða erlendir bankar og fjárfestar og Ísland verður í gæslu AGS. Engin lán verður að fá erlendis frá nema hjá AGS fyrr en rannsókn er að fullu lokið og erlendir aðilar eru sáttir við að algjör hreinsun hafi átt sér stað í íslensku samfélagi og ný andlit hafi tekið við forystunni.
Það sem síðan getur tafið þetta eru hugsanleg málaferli erlendra kröfuhafa.
Þjóðin fær að vita hvað það þýðir að vera í AGS gæslu eftir kosningar þegar þumalskrúfan verður hert svo um munar. Það verður athyglisvert að fylgjast með skoðanakönnunum um ESB aðild síðar á árinu.
![]() |
Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 08:19
Grýla og jólasveinar um páska
Það er grunur farinn að læðast að manni að AGS sé sú Grýla sem íslenskir stjórnmálaflokkar hræðist mest þessa dagana.
Ekki má minnast á Grýlu og hennar ráð. Hurðaskellir kom jólakettinum í Seðlabankann og svo virðist sem Grýlu hafi líkað það vel og að jólasveinarnir hafi nú Grýlu góða fram að kosningum.
Hins vega mun Grýla vera orðin óþolinmóð og óánægð með leti og úrræðaleysi sinna Sveinka. Vöndurinn verður tekinn upp í maí og þá verða lítil og skuldug börn að fara að passa sig.
Grýla mun heimta að jólasveinarnir samþykki neyðarfjárlög til þess að það verði nú alveg öruggt að hún og Leppalúði hafi úr nógu að bíta og brenna og að óþekkir krakkar lendi umsvifalaust í jólakettinum.
En hvað er til ráða? Aumingja jólasveinarnir þora ekki að segja krökkunum frá fyrirætlun Grýlu og ekki getur Leppalúði með sín aumu krónubréf heldur hjálpað.
Og nú styttist í að krakkar fái að kjósa sinn uppáhaldsjólasvein. Sumir lauma einhverju góðgæti til síns jólasveins og oft launar Sveinki með góðu gotti í skóinn næsta desember. En hver þeirra getur haldið Grýlu í skefjum svo góðir krakkar geti haldið áfram að leika sér með fínu leikföngin sín?
Framhald í næsta mánuði.
Lentu allir krakkarnir í potti Grýlu?
Náði Leppalúði að skipta krónum yfir í evrur og þar með halda Grýlu góðri?
Hvað er jólakötturinn að bralla?
Voru jólasveinarnir flengdir af Grýlu?
Var Hurðaskellir kosinn uppáhaldsjólasveinn krakkanna?
Hvað varð um Kertasníki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 07:51
Páskaegg fullt af sköttum! Hér eru tölur sem ekki má tala um!
25,000 kr. aukaskattur á mánuði á hvert heimili 2009, aðrar 24,000 kr. 2010 og enn aðrar 20,000 kr. 2011, samtals aukaskattbyrði upp á 69,000 kr. á mánuði á hverja 4 manna fjölskyldu.
Hvaða íslensk heimili ráða við þetta?
En einmitt svona hljóma skattatillögur írsku ríkisstjórnarinnar sem lagðar voru fram í aukafjárlagafrumvarpi fyrir írska þingið 7. apríl síðastliðin. Þar er enn hert á aðhaldsaðgerðum sem tilkynntar voru fyrir nokkrum mánuðum.
Með þessum aðgerðum ætla írsk stjórnvöld að ná halla á ríkisfjármálum úr 12.75% niður í 10.75% fyrir 2009 og niður í 3% 2013. Hallinn á Íslandi er um 13% og þarf að fara niður í 10% fyrir 2009 og í 0% 2012 samkvæmt áætlun AGS og íslenskra stjórnvalda.
Írar hafa lagt fram ítarlegt plan hvernig á að brúa hallann frá 12.75% niður í 3% á 4 árum. 1/3 kemur í formi skattahækkana og 2/3 í formi niðurskurðar. Aðhaldsaðgerðir verða mestar 2009 en fara síðan stigminnkandi fram til 2011. Ekki ætla ég að fara út í þessar aðgerðir í smáatriðum en þeim er gerð mjög góð skil á skiljanlegu máli á vef fjármálaráðuneytis írsku ríkisstjórnarinnar.
En hver er staðan á Íslandi nú 2 vikum fyrir kosningar? Ríkisfjármálin má ekki ræða nema á klisjukenndan hátt. Ekkert plan virðist vera til en þó er tíminn skemmri en hjá Írum! Niðurskurður og skattahækkanir hér á landi verða einhverjar þær verstu sem sést hafa í Evrópu í seinni tíð. En samt er þetta ekki kosningamál? Hvers vegna?
Þegar rýnt er í tillögur Íra er alveg ljóst að það er feigðarplan að ætla að keyra ríkishallann niður í 0% 2012. Heimilin í landinu, fyrirtækin og krónan verða lögð í rúst með svo áætlun. Það er því nauðsynlegt að endurskoða samninginn við AGS sem fyrst og fara fram á að við fylgjum fordæmi Íra og fáum að lækka hallann niður í 3% 2013 en ekki 0% 2012. Þetta er hið mikla mál sem ætti að vera eitt aðalkosningamálið í dag. Ef þetta verður ekki gert verða áætlanir svo sem 20% niðurfelling á skuldum skammgóður vermir. Allt sem sparast þar fer beint aftur til ríkisins ekki sem vextir en sem skattar.
Það úrræðaleysi og sú ringulreið sem virðist umlykja íslenska stjórnmálamenn í dag á eftir að verða þjóðinni dýr. Það hlýtur að vera krafa kjósenda í lýðræðisríki að flokkarnir hafi fastmótaða stefnu í ríkisfjármálum og sýni ábyrga afstöðu gagnvart AGS sem tekur mið af þjóðarhag.
Strax að stjórnarmyndun lokinni mun AGS þrýsta á ný stjórnvöld að leggja fram neyðarfjárlagafrumvarp fyrir Alþingi í byrjun maí.
Þar verða veltuskattar stórauknir, hátekjuskattur og eignarskattur innleiddir, ásamt hækkun á öllum öðrum sköttum. Laun opinberra starfsmann verða lækkuð um 10% og þjónustugjöld hækkuð og ný innleidd.
Það þýðir ekkert að setja hausinn í sandinn. Þeir sem ekki trúa mér þurfa ekki annað en að líta út fyrir landsteinana og skoða hvað er að gerast t.d. í Lettlandi og Írlandi. Þar hafa stjórnvöld unnið faglega og tímanlega að sínum aðgerðum og upplýst sína borgara um hvað gera þurfi.
Gleðilega Páska.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2009 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
11.4.2009 | 19:31
...og þá vita kjósendur hverjir ráða á þeim bæ!
Að stjórn Framsóknarflokksins geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þetta mál án þess að "leita samþykkis" manna út í bæ er vægast sagt stórfurðulegt ef ekki hreinlega kómískt.
Hvað gera svo þessir menn ef þeir lenda óvart í stjórn? Maður er núna farinn að skilja hvers vegna Framsókn treysti sér ekki til að taka þátt í núverandi stjórn en kaus að styðja hana frá hliðarlínunni.
Nei, skýringar Framsóknar eru jafn traustvekjandi og trúverðugar og hjá hinum flokkunum í þessu máli.
![]() |
Framsókn leitar samþykkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 18:27
...en hvað segja kjósendur?
Bjarni fær sitt svar 25. apríl.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli halda að það sé nóg að flokkurinn rannsaki sjálfan sig og þar með sé allt sem skiptir máli komið fram sýnir að Bjarni á engra kosta völ en að fylgja í fótspor Geirs og kyngja skýringum prófkjörskónganna í flokknum.
Kannski hefur hann rétt fyrir sér. Þetta mun eflaust hafa lítil áhrif á kjósendur í áskrift en ansi er ég hræddur um að þetta mál allt of þessi furðulegi kattarþvottur muni ekki sannfæra óákveðna kjósendur.
![]() |
Allt komið fram sem máli skiptir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2009 | 15:18
...en eru kjósendur sannfærðir?
Það er alveg sama hvað Guðlaugur ítrekar og yfirlýsir. Skaðinn er skeður. Það er nú að koma í ljós hversu óráðlegt það var af Sjálfstæðisflokknum að setja Guðlaug og Illuga í forystusætin í Reykjavík.
Það er alveg ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli sem og öðrum. Hvernig geta kjósendur treyst að forystumenn flokksins í Reykjavík séu með allt sitt á hreinu?
Hinn nýi formaður verður að taka á þessu af festu annars er hætta á hruni í Reykjavík.
Hið eina rétta í þessari stöðu er að bæði Illugi og Guðlaugur stígi til hliðar og yfirgefi stjórnmál í eitt kjörtímabil.
![]() |
Guðlaugur ítrekar fyrri yfirlýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 11:39
Frá páskum til jóla
Agnes Bragadóttir skrifar grein í Morgunblaðið í dag um ESB trúlofun Jóhönnu og Steingríms. Það er alveg rétt hjá Agnesi að ekki horfir vel með þá trúlofun og vel getur verið að hún endist aðeins til jóla.
En þar með er ekki sagt að aðild að ESB sé úr sögunni.
Lönd hafa gengið í ESB af tveimur ástæðum: a) til að viðhalda lífskjörum borgara sinna eða b) til að auka þau. ESB snýst fyrst og fremst um lífskjör og velferð.
Á meðan þjóðartekjur á mann eru yfir ESB meðaltali er lítil ástæða fyrir lönd að sækja um, samanber Noreg og Sviss. Danir, Svíar og Finnar gengu inn til að verja sinn efnahag og lífskjör.
Íslendingar eru sér á báti vegna sjávarútvegsstefnu ESB og mikilvægis sjávarútvegs í að viðhalda lífskjörum hér á landi. Spánverjar ráða ferðinni í sjávarútvegsstefnu ESB en mikill þrýstingur er frá Norður Evrópu löndum um að endurskoða hana og færa í nútímalegra horf. Innganga Íslands gæti skipt þar miklu máli og velt valdahlutföllum frá suðri til norðurs. Það er því sammsýnt að rýna um of í núverandi stefnu ESB í sjárvarútvegi. Ísland getur og mun hafa þar áhrif en hver þau verða kemur ekki í ljós fyrr en við förum og tölum við Brussel.
Að standa fyrir utan ESB með krónuna, verðtryggingu, gjaldeyrishöft og sjávarútveg sem aðalatvinnugrein er auðvita annar valmöguleik fyrir komandi kynslóðir. En honum fylgir líka fórnarkostnaður alveg eins og innganga í ESB. Agnes segir: "að engum hefur tekist að sýna fram á að við Íslendingar munum áfram ráða yfir auðlindum okkar ef við göngum í ESB"
En ég spyr þá: Hvað með framtíð næstu kynslóða? Á hið unga háskólamenntaða fólk ekki rétt á að finna sér starf við hæfi á Íslandi eða þarf þetta fólk að flytja af landi brott. Ef við göngum ekki inn í ESB er hætta á að Ísland breytist í veiðistöð og elliheimili og að besta, hæfasta, mest menntaða og metnaðarfyllsta fólkið okkar (og er það ekki líka auðlind) flytjist til ESB. Á ensku er þetta kallað "voting with your feet"
ESB er ekki mikið kosningamál frekar en ríkisfjármálin. Öll þessu erfiðu mál hafa verið sett niður í skúffu en þar geta þau ekki verið nema fram að kosningum. Eftir kosningar mun ASG opna skúffuna og gefa skipanir um hallalausan ríkisbúskap.
Fyrir jól verður að koma fjárlögum fyrir 2010 í gegn og aukafjárlögum fyrir 2009 þar sem veltuskattar verða hækkaðir (skattar á bensín, áfengi, tóbak og lúxus matvöru verða hækkaðir strax í maí í líkingu við aukafjárlög írsku ríkisstjórnarinnar frá 7. apríl). Niðurskurður í formi launalækkana hjá ríkinu verður tilkynntur (í Lettlandi er talað um að AGS fari fram á allt að 35% niðurskurð) og vextir verða lækkaðir til að svigrúm myndist til að hækka tekjuskatt og aðra skatta. Krónan mun síg niður í 200 kr evran.
Allt þetta þýðir lakari lífskjör sem aftur eykur þrýsting á ESB viðræður og aðild. Nei, ástandið nú um páska er hátíð hjá því sem það verður um jól, því miður.