Frestur er á illu bestur virðist kjörorð stjórnvalda fyrir þessar kosningar

Því miður á atvinnuleysi og samdráttur eftir að versna stórlega.  Katrín menntamálaráðherra gaf tóninn í gær um hvað væri í væntum:  hærri skattar og lægri laun, ofan á veikari krónu, verðbólgu og niðurskurð.

Það lág alltaf fyrir að skattar yrðu hækkaðir og hert á niðurskurði eftir kosningar.  Í raun er allt í biðstöðu vegna þessara kosninga sem koma á versta tíma.

AGS hefur gefið stjórnvöldum smá gálgafrest svo þeir geti fegrað stöðuna svona rétt fyrir kosningar en allt stefnir í að neyðarlög verði sett snemma í maí að kröfu AGS til að taka á ríkishallanum.

Þetta er auðvita þveröfugt við það sem þarf að gera í kreppu.  Ríkið á að auka umsvif sín og bíða með allar skattahækkanir þar til efnahagurinn réttir úr kútnum.  Þetta er stefna flestra stærri ríkja svo sem Bandaríkjanna eins og Obama tilkynnti í ræðu til þjóðar sinnar í gær.

Halli á ríkisfjárlögum í Bandaríkjunum er svipaður og á Íslandi um 13% munurinn er að erlendir fjárfestar (Kína) eru enn tilbúnir að fjármagna hallann hjá Bandaríkjamönnum en ekki  Íslendingum.  Við erum því komin upp á náð og miskunn AGS. 

Þetta hefði nú hér áður fyrr verið kallað að segja sig á sveit.  Og þegar maður er kominn á sveit er ekki margir möguleikar í stöðunni.  Húsbóndinn (AGS) ræður og sveitalingar hlýða.

Mikilvægi þessara kosninga er stórlega ýkt.  Munurinn snýst eingöngu um nokkur útfærsluatriði á aðhaldsaðgerðum og innbyrðis skatta tilfærslum.  Líklega er helsti munurinn 2% eignaskattur eða ekki.


mbl.is Atvinnuleysi mælist 8,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einn skattur sem mér finnst eðlilegur núna og það er hátekjuskattur.  Og það er satt sem þú sagðir í bloggi Jóns M. að VG sé eini flokkurinn sem þorir að tala um aðhald í ríkisfjármálum.  Kannski viltu lesa þetta:

http://svanurmd.blog.is/blog/svanurmd/entry/853596/

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að þetta sé umorðun á enska hugtakinu:  I don't have a clue!  Það er eðlilegt að menn viti ekki hvað á að gera, þegar engin greiningarvinna hefur átt sér stað.

Mér finnst það stærsta hneykslið í þessu öllu að hér hafi ekki verið starfandi aðgerðahópar um afmörkuð málefni strax og ljóst var hve alvarlegt ástandið var.  Ég stakk upp á eftirfarandi hópum í færslu hér 6. nóvember (sjá Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum) og svo aftur 24. nóvember (sjá Aðgerðaráætlun fyrir Ísland):

  1. Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
  2. Bankahrunið og afleiðingar þess:  Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
  3. Atvinnumál:  Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
  4. Húsnæðismál:  Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
  5. Skuldir heimilanna:  Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
  6. Ímynd Íslands:  Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
  7. Félagslegir þættir:  Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
  8. Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
  9. Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
  10. Gengismál:  Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
  11. Verðbólga og verðbætur:  Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
  12. Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
  13. Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við:  Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.

Mér finnst alveg með ólíkindum að aðeins Velfarðarvaktinni hafi verið komið á.  Einnig hef ég ítrekað hvatt til þess að menn einsettu sér að verja störfin í landinu (sjá Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum og Hvar setjum við varnarlínuna?).

Það sem ég furða mig samt mest á er:  HVAR ER VERKLÝÐSFORYSTAN?  HVAR ERU SAMTÖK ATVINNULÍFSINS?

Marinó G. Njálsson, 15.4.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svona eitt í viðbót.  Síðasta ríkisstjórn var að því virtist single tasking.  Þessi byrjaði sem multitasking, en svo varð breyting á um miðjan febrúar og skipta var yfir í single tasking.  Spurning hvort þetta séu áhrif frá AGS?

Marinó G. Njálsson, 15.4.2009 kl. 17:09

4 identicon

Já, IMF virðist vera að stýra ýmsu, líka stýrivöxtum.  Það er ógnvekjandi.

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:54

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hátekjuskattur er á dagskrá alls staðar.   Írar hafa sett hann á, Bretar og Bandaríkjamenn munu fylgja.  Allir geta verið sammála að þeir sem hafa meiri tekjur eiga að borga meira í skatta. 

Allt annað mál er með ekkjuna sem situr í óskiptu búi í allt of stóru skuldlausu húsi.  Hvað gerði hún rangt? Af hverju á að ráðast á hana með eignaskatti sem hún getur ekki borgað?

Marinó, Takk fyrir gott innlegg.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 18:52

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver er vandi ríkissjóðs ef við rekum AGS úr landi og segjum öllum að við séum gjaldþrota og getum ekki borgað, hvorki jöklabréf, Icewsave eða annað ?

Getum við gert vöruskiptasamninga ? Getum við fengið gjaldeyrislán hjá Obama ? Hvar er Coldwater og þorskblokkin ?. Það er nógur þorskur, það þarf bara að veiða hann.

Halldór Jónsson, 15.4.2009 kl. 20:30

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ef við borgum ekki Icesave mun ESB með Breta og Hollendinga í fararbroddi bara setja "Icesave" tolla á okkar sjávarvörur. Engin mundi fjármagna fjárlagahallann svo til skömmtunar myndi koma eins og á stríðsárunum.  Allur innflutningur myndi stöðvast nema matur, lyf og lækningarvörur.  Lífskjör myndu hrynja á einu ári aftur um 60 ár.  Landflótti yrði eins og á 19. öld. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 21:13

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Enn ein góð grein frá þér Andri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband