Hvað ætli AGS segi um 2% eignaskatt stjórnarflokkanna?

2% eignaskattur myndi setja áætlanir AGS í uppnám.  Hár eignaskattur mun halda krónunni óstöðugri og höftin verða til langframa. 

Eignaskattur mun auka innlenda eftirspurn eftir gjaldeyri gríðarlega og margir munu freistast til þess að koma peningum úr landi og inn í erlenda banka.  Því verður ekki hægt að lyfta höftunum á krónunni. 

Svo vakana spurningar eins og eru krónubréfin eignaskattskyld?  Hvað með ríkisskuldabréf?  Hvernig fer með fjármögnun ríkisins ef þessi bréf verða skattskyld og ef ekki, hvernig á atvinnulífið að afla sér fjármagns?  

Eignaskattur bitnar auðvita verst á eldir borgurum sem verða settir í stofufangelsi í stórum skuldlausum húsum og aðrir munu komast í greiðsluerfiðleika við ríkið.

Mun réttlátara væri að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 20% til 25% eða hreinlega líta á fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur.   

Vandamálið við eignaskatt er að hann er oft ekki í réttu hlutfalli við greiðslugetu fólks og verður oft afskaplega flókinn og dýr í framkvæmd.  Enginn skattur breytir hegðunarmynstri fjárfesta og fólks meira heldur en þessi skattur og erfitt er að gera sér grein fyrir hverjar afleiðingarnar verða.  Í staðin fyrir að fjárfesta í uppbyggingu Íslands munu fjárfestar bæði erlendir og innlendir leita til annara landa með sitt fjármagn. 

Það er engin tilviljun að þessi skattur hefur verið lagður niður í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.  Aðeins olíuríkið Noregur hefur efni á að halda í þetta 20. aldar fyrirbæri.


mbl.is Tekist á um skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eignaskattur bitnar auðvita verst á eldir borgurum sem verða settir í stofufangelsi í stórum skuldlausum húsum og aðrir munu komast í greiðsluerfiðleika við ríkið."

100% sammála þessu.

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:05

2 identicon

Þetta er að vísu stórgóður pistill í heild, Andri.  Kannksi væri þetta fræðandi lesefni fyrir yfirvöld núna.  Get ég fengið þitt leyfi til að senda hann í tölvupósti?

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

EE,

Alveg sjálfsagt.  Aldraðir eiga ekki svo marga að í okkar þjóðfélagi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband