Klassískar aðferðir

Það verður ekki annað sagt en að Þorgerður og Svandís séu komnar í klassíska stjórnmálabaráttu sem svo mjög einkennir repúblíkanaflokkinn í Bandaríkjunum og náði hæstu hæðum hjá Karl Rove stjórnmálasérfræðingi George W. Bush.

Þetta gengur út á að hafa enga efnislega stefnuskrá sjálfur en nota hvert tækifæri til persónulegra skítkasta.  Með því að stöðugt finna og notfæra sér veikleika andstæðingsins er vonin að kjósendur gefist upp á svoleiðis fólki og færi sig yfir til þín þar sem þægilegar og kunnuglegar klisjur ráða ferðinni.

Það verður nú alveg að segjast eins og er að það er ansi freistandi fyrir stjórnmálamenn að fara niður á þetta plan þegar andstæðingurinn gefur svona frábært færi á sig.

En þetta er bara einn angi af afspyrnu lélegri kosningabaráttu allar flokka fyrir þessar Alþingiskosningar. 


mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála.

Agla (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Brattur

Það er engin kosningabarátta í gangi... það eru allir á móti öllum... en Sjálfstæðisflokkurinn sem kennir sig við heiðarleika logar af lygum og óheiðarleika...

Brattur, 14.4.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband