17.4.2009 | 20:54
Á hvađa gengi?
Ţađ er enginn vandi ađ ná verđbólgu niđur í 2.5% 2010 bara ađ fella gengiđ niđur í 250 - 300 kr evran eđa lćgra fyrr árslok.
Ţá er nokkuđ öruggt ađ krónan hangi í 250 kr evran út 2010 og verđbólga verđur 2.5%.
Vola!
Norsk viska frá 1262!
(Eru ekki kosningar eftir viku? Hvađ er verra en pólitískur og norskur Seđlabanki?)
![]() |
Verđbólga í 2,5 prósent 2010 |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
17.4.2009 | 20:40
Fordćmi fyrir Icesave
Međ ţví ađ borga allt út fyrir innistćđueigendur Kaupthing Edge er komiđ fordćmi ađ borga út fyrir ađra ađila ţar á međal Icesave.
Útlendingar gera ekki greinarmun á Edge og Icesave.
Ef íslenskur ráđherra borgar út í Ţýskalandi verđur sá sami ađ borga út í öđrum ESB löndum.
Allir íslenskir bankar eru undir skilanefndum skipađar af íslenskum stjórnvöldum.
Hvađ ţýđir ţetta fyrir íslenska skattgreiđendur?
![]() |
Innistćđur Edge greiddar út |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
16.4.2009 | 19:29
Mikil hrossakaup í vćndum
Skemmtileg hrossakaup á milli Steingríms og Jóhönnu eru í vćndum.
Ţar verđur tekist á miklum hagsmunum.
Flokksgćđingar S og VG hugsa sér gott til glóđarinnar.
Hefur eitthvađ breyst í íslenskum stjórnmálum?
![]() |
Hafa ekki leyst ágreining um ESB |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.4.2009 | 17:01
...nema í löndum ţar sem IMF hefur lánađ peninga!
IMF vill meiri innspýtingu stjórnvald til ađ koma atvinnulífinu aftur af stađ. Hins vegar gildir ţetta ekki um Ísland og önnur lönd sem hafa ţurft ađ leyta á náđir sjóđsins.
Uppsskrift stjóđsins er nefnilega ađ endurgreiđsla lána til IMF kemur fyrst á undan uppbyggingu atvinnulífsins. Kreppan hjá ţjóđum sem hafa ţegiđ IMF hjálp verđur ţví mun alvarlegri og lengri en frjálsum ţjóđum. En ţađ er eitt af hinum ófrávíkjanlegu skilyrđum sjóđsns. Allir hugsa fyrst um sig.
IMF veit einnig ađ Ísland hefur enga ađra möguleika og getur ţví skipađ fyrir af öryggi. Viđ höfum reyndar tapađ okkar efnahagslega sjálfstćđi og sagt okkur á sveit hjá IMF. Kaldur raunveruleiki sem er erfitt ađ horfast í augu viđ.
Allt tal um ađ viđ getum skipt um "kennitölu" og hlaupiđ frá okkar erlendu skuldum eins og Icesave er barnaskapur. Meir en 2/3 af okkar útflutningi fer til ESB og ţar er Bretland langmikilvćgasti markađur okkar. Ţessir ađilar halda á öllum trompunum eins og Gordon Brown hefur sýnt í verki.
Ef Bretar beita okkur hryđjuverkalögum verđur ţeim og ESB ekki skotaskuld úr ţví ađ rifta EES samningnum og bjóđa okkur tvíhliđa samning međ sérstökum "Icesave" tolli á okkar sjávarútvegsvörur. Svo ţurfa allar gjaldeyristekjur okkar ađ fara um erlenda banka, ţannig ađ ansi erfitt er fyrir okkur ađ lýsa yfir "gjaldţroti" og byrja aftur á nýrri kennitölu.
Ţví miđur hafa Íslendingar gjörsamlega ofmetiđ stöđu sína í alţjóđasamfélaginu. Smćđ hagkerfisins hér geriđ ţađ ađ verkum ađ útlendingar geta beđiđ og sýnt okkur ţolinmćđi. En ekki misskilja ţessa ţolinmćđi, viđ erum geymd en ekki gleymd. Sá dagur mun renna upp ađ viđ verđum krafin greiđslu.
Útlendingar eru praktískir, ţeir munu leyfa íslenskum stjórnmálamönnum ađ telja landsmönnum trú um ađ auđlindir landsins séu í eigu ţjóđarinnar. Afrakstur og hagnađur mun hins vegar renna í erlenda vasa til ađ borga skuldir.
ESB verđur okkar eina raunhćfa leiđ út úr vandanum til ađ varna landflótta, fátćkt og viđvarandi atvinnuleysi. IMF samningurinn mun ađ lokum sannfćra meirihluta ţjóđarinnar. Ţegar niđurskurđurinn og launalćkkanir fara ađ bíta af alvöru munu margir skipta um skođun. Ţađ er enn langur tími til jóla.
![]() |
Vilja meiri innspýtingu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.4.2009 | 14:22
Spurning til allra flokka: Hver verđa hlutföllin og stćrđirnar?
Einni spurningu vill enginn flokkur svara: Hver verđa hlutföllin á milli skattahćkkana og niđurskurđar til ađ ná jafnvćgi í ríkisfjármálum?
Ţetta er sú spurning sem kjósendur ţurfa ađ fá ađ vita og síđan hvađa skattar verđi hćkkađir til ađ fylla upp í skattagatiđ og hvar verđi skoriđ niđur til ađ fylla upp í niđurskurđargatiđ.
Ţetta er ekkert flókiđ en ekkert fćst upp úr flokkunum nema ađ fara eigi blandađa leiđ. Ţetta er ekkert svar enda er ţetta augljóst hverju 10 ára barni og í raun eru stjórnmálamenn ađ gera lítiđ úr kjósendum međ ađ tuđa um hluti sem ţýđa ekkert.
Hiđ tölulega tómarúm sem umlykur ţessar kosningar er ótrúlegt. Íslendingar verđa ađ fara ađ gera meiri kröfur til sinna stjórnmálamanna.
Tökum dćmi.
Gefum okkur ađ viđ förum ađ dćmi Íra og brúum hallann međ 1/3 skattahćkkunum og 2/3 niđurskurđi og ađ hallinn sé kr. 180 ma sem ţarf ađ fara niđur í 0 2012.
Skattahćkkanir:
- Matarskattur á lúxus matvöru kr. ? ma
- Virđisaukaskattur kr. ? ma
- Skattur á bensín, áfengi og tóbak kr. ? ma
- Hátekjuskattur kr. ? ma
- Fyrirtćkjaskattur kr. ? ma
- Eignaskattur kr. ? ma
- Erfđafjárskattur kr. ? ma
- Fjármagnstekjuskattur kr. ? ma
- Ađrir skattar og gjöld kr. ? ma
- Samtals: kr. 80 ma
Niđurskurđur:
- Launalćkkun ríkisstarfsmanna kr. ? ma
- Samdráttur í heilbrigđisţjónustu kr. ? ma
- Sparnađur í menntamálum kr. ? ma
- Lćgri örorkubćtur og ellilífeyrir kr. ? ma
- Fćrri sendiráđ og utanríkisţjónusta kr. ? ma
- Önnur útgjöld ríksins kr. ? ma
- Samtals kr. 120 ma
Getur einhver hjálpađ mér ađ fylla í eyđurnar hér ađ ofan?
![]() |
Soffía frćnka og Kasper |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.4.2009 | 11:38
Úti er ćvintýri
Erlendir spekúlantar hugsa sér nú gott til glóđarinnar ţegar Landic verđur tekiđ til gjaldţrotaskipta.
Ţessir sömu ađilar sem tókst ađ pranga fasteignum inn á Íslendinga á uppsprengdu verđi munu geta endurheimt fyrri eignir á brunaútsöluverđi. Mismunurinn milli söluverđs og kaupverđs fyrir útlendingana mun verđa mikill og ágóđinn af íslenska ćvintýrinu góđur.
Klókir erlendir fjárfestar eru fljótir ađ ţefa upp grćningja međ opiđ ávísanahefti. Og aldrei hljóp eins á snćriđ hjá ţessu fólki og ţegar íslenskir útrásarvíkingar fór á stjá.
![]() |
Landic Property óskar eftir greiđslustöđvun |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.4.2009 | 10:56
Pólitískur Seđlabanki?
Hvers vegna er Seđlabankinn farinn ađ verja krónuna núna rúmri viku fyrir kosningar en gerđi ţađ ekki síđastliđinn mánuđ?
Hvers konar hentistefna er ţetta? Varla eykur ţetta trú á sjálfstćđi bankans. Ţvert á móti.
Tekur norski gćslumađurinn nú viđ skipunum frá Fjármálaráđuneytinu?
Ţađ er búiđ ađ vera ađalmarkmiđ stjórnvalda, Seđlabankans og IMF ađ koma á stöđueika á gjaldmiđilinn og lyfta höftum. En ţađ öfuga gerist, gengiđ lćkkar og höftin aukast.
Hvađ er ađ gerast hér? Ţađ eina sem heyrist frá stjórnvöldum er sama gamla tuggan samanber Jón Sigurđsson í dag ţar sem hann segir:
"Forgangsverkefni í ţeirri endurreisn séu ţrjú: stöđugleiki krónunnar, lćkkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta. Sagđi Jón trúverđugleika Seđlabankans ţegar hafa veriđ aukinn og upphaf ţessa starfs, m.a. vegna reglubreytinga, lofa góđu."
Er veriđ ađ tala hér um Ísland?
![]() |
Seđlabankinn ver gengi krónunnar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.4.2009 | 08:35
Áfall fyrir stefnu IMF
Hiđ mikla fall og óstöđuleiki krónunnar samhliđa auknum höftum er mikiđ áfall fyrir stefnu IMF og sýnir ađ mistök voru gerđ viđ greiningu á efnahagsástandinu hér.
Ástćđan er einföld. Enginn ţekkti neitt til Íslands hjá IMF. Ég efast um ađ starfsmenn ţeirra stofnunar viti hvar Ísland er á landakorti. Nei, IMF greip til ţeirra tćkja sem ţeir ţekkja og hafa notađ í öđrum löndum, eins konar "cut and paste" ađferđ sem nú virđist vera ađ mistakast.
Ţađ sem er enn verra er ađ ekkert heyrist frá IMF eđa stjórnvölum um stefnubreytingu. Haldiđ er áfram á sömu braut, höftin hert, vextir hafđir háir (en lćkkađir ađeins vegna kosninga), verđbólgan og atvinnuleysi látiđ aukast.
Efnahagsleg framtíđ Íslands mun byggja á 3 undirstöđum:
- Höftum
- Eignatilfćrslu frá sparifjáreigendum til skuldara
- Ríkisforsjá í atvinnumálum
Kannast ekki einhverjir viđ ţetta frá fyrri tíđ?
![]() |
Vaxtagreiđslur til eigenda jöklabréfa veikja krónuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.4.2009 | 08:13
Dramb er falli nćst
Ţegar stjórnmálamenn byrja ađ kenna fjölmiđlum um ţeirra ófarir er hćtta á ferđum.
Ţá eiga viđvörunarbjöllur ađ hringja hjá kjósendum.
Guđlaugur og Illugi fá sín svör frá Reykvíkingum eftir rúma viku.
![]() |
Guđlaugur telur máliđ ekki skađa flokkinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.4.2009 | 08:02
Steingrímur hálfdrćttingur Bjarna!
VG virđast ekki styđja sinn formann til forsćtisráđherra eins og Sjálfstćđismenn. Bjarni fćr sama fylgi og hans flokkur en Steingrímu virđist ađeins njóta fylgis tćplega helmings síns fólks.
Hver ćtli ástćđan sé?
Ćtli helmingur VG kjósenda séu í raun Samfylkingarfólk sem ekki styđur ESB ađild?
![]() |
Meirihluti vill Jóhönnu áfram |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |